Sarpur fyrir 7. mars, 2009

sit hér enn

bara að bíða eftir því að sjá tölur frá forvalinu. Er annars alveg að fara yfirum úr syfju. Lélegt…

myndir

af gömlu og nýju ljósakrónunum hér. Það á aðeins eftir að mixa kring um rósettuna ennþá en þetta verður æði þegar það er alveg komið.

það sem átti að vera

saklaust rölt niður í bæ til að kjósa í forvali VG og skrepp í Brynju varð að innkaupaferð, duttum inn í antikbúðina hér á horni Grettisgötu og Klapparstígs og keyptum eitt stykki ljósakrónu fyrir borðstofuna, takk fyrir. Flotta fjögurra arma krónu, passar talsvert betur hér inn en gamla ljóta plastkrónan – sem okkur þótti reyndar flott þegar við keyptum hana úti í Danmörku. Passaði bara engan veginn hér inn.

Jón Lárus er í augnablikinu að hengja nýju gömlu krónuna upp. Myndir síðar.

Já og svo kaus ég 7 konur og 3 karla í forvalinu. Tvo af körlunum í fimmta sæti. Það er ótrúlega mikið af flottum konum á listanum.


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa