Sarpur fyrir 8. mars, 2009

tónleikarnir

gengu virkilega vel og voru mjög flottir, 9 gríðarlega ólík kammerverk eftir 9 konur frá þrítugu upp í nírætt. Fullur salur, þurfti að bæta við stólum.

Tók allt upp á vídjó, hleðslan rétt slapp, bíð eftir leyfi flytjenda til að færa þetta inn á netið.

rauðsokkur

Ég veit ekki hvort það komst til skila til allra flytjenda og tónskálda kvennatónleikanna í dag, en stefnan var að við yrðum allar í rauðum sokkum eða sokkabuxum, svona í tilefni dagsins.

Ég keypti mér allavega rauðar sokkabuxur og mun mæta í þeim á eftir.

Klukkan fimm í Þjóðmenningarhúsinu, svo allir muni nú eftir þessu…


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa