Sarpur fyrir ágúst, 2013

Oj!

Lenti í vibba í vikunni.

Keyptum okkur ofnfranskar í poka í Bónus. Löt, ég veit! Ekki vön að stytta mér leið, það er ekki eins og það sé mikið mál að skera niður kartöflur í báta, krydda og henda í ofninn. Neinei en það var spurning um leti í þetta skiptið. Steikti kjúklingalæri á pönnu og setti síðan helminginn af frönskupokanum ásamt smá slettu af Smith and Wesson (tja eða allavega Wesson) olíu. Allt í fína. Kartöflurnar ekkert mega góðar en hver bjóst svo sem við því? Margoft notað þessa olíu áður.

Svo kom að því að þrífa skúffuna. Það var engin fljótandi olía í henni þannig að henni var bara hent beint í uppþvottavélina. Með uppþvottaefni sem er nú ekki beinlínis þannig að það leysi ekki upp óhreinindi. Svona leit skúffan út þegar vélin kláraðist:

Image
Hmmm!?

Henti skúffunni í baðkarið og lét renna fullheitt vatn í hana. Við erum ekki með hámarkshitavara á baðinu þannig að vatnið verður alveg nærri 80°. Dugði EKKI til. Upp og í (tja ofan á) vaskinn, dregin upp steikarspaði og skafið úr skúffunni. Þurfti þrjár eða fjórar sprautur af uppþvottalegi til að losa rest. Áferðin var eins og trélím, þið vitið þetta hvíta, gamla góða. Ljómandi sem lím en ekki akkúrat það sem ég kæri mig um að borða.

Aumingja kransæðarnar mínar!

Megnið af jukkinu farið, ákvað að keyra langt prógramm og heitt á uppþvottavélinni. Þrír tímar, níðsterkt og basískt uppþvottaefni eins og fyrr, 65° hiti á vatninu.

Út kom skúffan. Enn klístruð í hornunum. Steikarspaðinn útvaðandi í límklessum. Hvurandskotinn?

Á eftir að taka skúffuna með stálull til að hreinsa síðustu restar. Spaðanum gat ég plokkað af límið.

Þetta eða álíka verður hins vegar ekki keypt framar. Kartöflur frá bónda eru málið.

Image

Og svona fór fyrir rest:

Image

Image


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

ágúst 2013
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa