Sarpur fyrir nóvember, 2004

æji, æji, æji! Gersamlega steingleymdi hómópata…

æji, æji, æji!

Gersamlega steingleymdi hómópatatímanum hennar Freyju í gærmorgun. Ekki hjálpar það nú upp á skapið í mér… Verð að hringja og biðjast afsökunar.

nú ætla ég að koma með aðra verulega cryptic færsl…

nú ætla ég að koma með aðra verulega cryptic færsluna sama daginn:

ég er ýkt brjáluð!!! Upptekin, og fúl.

garg Fyrir nokkrum mánuðum skiptum við hér á he…

garg

Fyrir nokkrum mánuðum skiptum við hér á heimilinu um tryggingafélag, fórum frá Sjalmennum yfir í lítið en traust tryggingafélag sem heitir Vörður.

Og nú er náttúrlega VÍS búið að kaupa Vörð. So much for samkeppni. Hvergi vært

urr!

vá hvað ég sé mína sæng upp reidda núna fram á fim…

vá hvað ég sé mína sæng upp reidda núna fram á fimmtudag.

Frumraun mín sem alvörukórstjóra að baki, gekk bar…

Frumraun mín sem alvörukórstjóra að baki, gekk bara fínt. Var ekkert stressuð, nema á einum stað, þar sem ég hélt að þetta væri að fara í sundur, en þessi frábæri kór minn leiðrétti sig sjálfur, held að enginn hafi tekið eftir villunni nema við, varla tónskáldið. Þetta er svolítið skemmtilegt, þó það sé skrítið að syngja ekki með.

Fyrripartur dagsins fór hins vegar í þrif, herbergið krakkanna var í þvílíkri rúst, tók óratíma að sortéra legókubbana, dúkkufötin og allt hitt smádótið. Nú voða fínt, hvað ætli það haldist lengi?

Hentum líka út fullt af skóm og fötum, sumt í ruslið, annað fer í Góða hirðinn. Þvílík hreinsun.

Húrra, fékk sturtu hjá Begga alltaf gaman að vera …

Húrra, fékk sturtu hjá Begga alltaf gaman að vera sakaður um að vera hrokafullur og snobbaður, snilld!

Fer hins vegar ekki ofan af því að þjóðsöngur vor er hátíðlegur, fallegur og frábær tónsmíð, þrátt fyrir að vera ekki mjög auðsyngjanlegur. Hvers vegna þarf maður alltaf að nota lowest common denominator (þýðingu, snillingar hérna, plís) og detta niður í lágkúruna alls staðar vegna þess að einhverjum finnst eitthvað erfitt.

Fer ekki út í textamálin, reyndar, kannski helsti gallinn á þjóðsöngnum að hann er sálmur.

Ekki fór Skúli áfram en ég held nú samt að bestu k…

Ekki fór Skúli áfram en ég held nú samt að bestu keppendurnir hafi farið áfram í gær. Heyrði reyndar ekki allt því hluti af þættinum var sendur út mónó, þannig að ekki nóg með að myndin hafi verið rugluð heldur fór hljóðið líka í köku.

Nú þarf maður hins vegar ekkert að horfa meira úr því að Skúli datt út.

Hnaut um grein eftir umhvurn Önund sóknarprest í F…

Hnaut um grein eftir umhvurn Önund sóknarprest í Fréttablaðinu í dag. Þar andskotast hann út í auglýsingar Vínbúðar um vínin með jólamatnum. Mér finnst svo sem allt í lagi að hvetja til þess að fólk sé ekki að fá sér í glas um jólin en þessi málsgrein satt að segja stuðaði mig svolítið: ,,Vel má vera að meining þessa ríkisfyrirtækis sé sú að veiða landann upp úr ,,sjeniversbrúsunum“ og sleppa þeim í léttvínsámurnar í staðinn, í þeirri heimskulegu trú að slíkt sé til einhverra verulegra bóta. En reynslan sýnir að léttvín með mat er viðbót við sterkt vín fyrir og eftir mat; fæstir nema fársjúkir setja í sig ,,sjeniver“ með mat. Þess vegna er það létta kærkomið þeim sem geta ekki haft á sér hemil“

Speak for yourself, kæri prestur. Við léttvínsdrykkjufólk erum ekki öll bara að bæta rauð- hvít- og freyðivíninu við brennivínsþambið klukkan 6 og 9. Mér finnst reyndar líklegast að við hér heima fáum okkur jólaöl og appelsín með jólasteikinni, en þó við skiptum á milli okkar einni rauðvínsflösku efast ég um að börnin okkar biðu skaða á sál sinni.

Já, svo er það náttúrlega Skúli í Ædollunni í kvöl…

Já, svo er það náttúrlega Skúli í Ædollunni í kvöld

tojtoj, Skúli, halda ekki annars allir með honum 😉 Verst að vera ekki með stöð 2. Og Ragnheiður vinkona í útlöndum þannig að ég get ekki farið þangað í heimsókn til að horfa. Hmm. Hver er með stöð 2 og vill fá mig og krakkana í heimsókn?

Ekki sýnist mér ég komist á Miracle í kvöld :-( E…

Ekki sýnist mér ég komist á Miracle í kvöld 😦 Eins og það hefði nú verið frábært. Eitthvað ógurlegt vinnupartídæmi hjá bóndanum, hálfgerð skyldumæting, viðskiptavinum boðið. Erum svo að fara út annað kvöld og mér er eiginlega svolítið illa við að vera í burtu frá krökkunum tvö kvöld í röð, svona ef ég kemst hjá því.

mikið þreyttur núna, ekki veit ég hvers vegna. Lé…

mikið þreyttur núna, ekki veit ég hvers vegna. Léttur og löðurmannlegur dagur, unnið smá í morgun, sungið við eina jarðarför, jú svo fimmtudagsskutlið venjulega og farið í ræktina, út að versla líka, sækja Fífu í kór, heim, elda, stutt æfing fyrir tónleikana á sunnudaginn.

Hvernig væri ég eiginlega ef ég hefði líka verið að kenna í dag? úff!

Kisa kom með upp á leikskóla eina ferðina enn. Á …

Kisa kom með upp á leikskóla eina ferðina enn. Á leiðinni til baka spurði Eysteinn í Krambúðinni hvort þetta væri minn hundur!

nú nálgast óðum 40000 á teljaranum. (Björn, banna…

nú nálgast óðum 40000 á teljaranum. (Björn, bannað að ýta á refresh 😉 Ekki að vita nema séu verðlaun í boði fyrir fjörutíuþúsundasta (fertugþúsundasta) innlit á síðuna.

Búið að leggja inn breiðband hjá okkur, svo er að …

Búið að leggja inn breiðband hjá okkur, svo er að sjá hvort við höfum áhuga á að tengjast því. Ætli Síminn sé enn með þessa pakka? Mig langar í dönsku stöðvarnar, Discovery, BBC Food og krakkana langar í Cartoon Network, síðast þegar ég vissi var þetta allt saman sitt í hvorum pakkanum. Einhverjir kvörtuðu undan því að Skjár 1 hyrfi en við sjáum hann hvort sem er ekki þannig að það breytir svo sem engu. Hmmm.

Æfing í SÁ búin alltaf jafn gaman. Þurfum að fá f…

Æfing í SÁ búin alltaf jafn gaman. Þurfum að fá fleiri raddir með á æfingarnar samt (hvar var eiginlega Finnbogi í kvöld? Og Jón Guðmunds? Hélt að báðir hefðu verið boðaðir) Næsta æfing á Jólasögunni er ekki fyrr en 7. des. Amk eins gott að koma til þeirra nótum…

Önnur kisubjörgun í kvöld, lítill kafloðinn svartur kettlingur var búinn að vera að þvælast hér í dag, og þegar hann var enn hér í kvöld rýndum við Fífa í merkimiðann hans, þar sást með naumindum símanúmer, ég hringdi og kisugreyið var komið svolítið langt að heiman (frá númer 38 til okkar á númer 6) Eigandinn var ekki heima þannig að ég tölti með köttinn heim og inn um glugga.

Eins gott að ég þurfti ekki að taka þennan inn líka. Ekki viss um að Loppa hefði tekið honum fagnandi. En sætur var hann.

Freyja spilar þessi ósköp á tónleikum þann 4. des….

Freyja spilar þessi ósköp á tónleikum þann 4. des. Bæði með sellóhópnum sínum og hljómsveitinni. Fyrstu hljómsveitartónleikarnir hennar. Mér finnst alveg hræðilegt að geta ekki verið þar. Kannski amma og afi taki vídeómynd af þessu. Hún er búin að standa sig svo vel í hljómsveitinni, skottan litla. Snarfer fram á sellóið þessa dagana. Hafði náttúrlega nógan tíma í verkfallinu.

Finni gengur líka vel á víóluna, hann biður um að fá að æfa sig á morgnana fyrir leikskóla. Ókei, það er reyndar vegna þess að verðlaun fyrir að æfa sig er smá tími í tölvunni…

þátturinn kom bara þokkalega út. Munur að vera fr…

þátturinn kom bara þokkalega út. Munur að vera frægur.

Var annars kóræfing í kvöld, ég mun stjórna kórnum á sunnudaginn kemur. Verkið lúmskt snúið og raddlega talsvert erfitt, var samið fyrir dæmigerðan íslenskan kirkjukór fyrir um 15 árum en hefur aldrei verið flutt fyrr en núna, kirkjukórinn réði náttúrlega ekki nokkurn hlut við það. Margir mjög góðir punktar í því, verður örugglega bara gaman. Við verðum bara með þetta verk á tónleikunum einhverjir fleiri kórar eiga að syngja þar, held ég. Nánar síðar.

jæja, eru ekki allir búnir að stilla á Rás 1 og ti…

jæja, eru ekki allir búnir að stilla á Rás 1 og tilbúnir að hlusta á montið í undirritaðri, klukkan rúmlega 8 í kvöld 😉

kalt, mér er kalt :-( Spurning um að fara niður o…

kalt, mér er kalt 😦 Spurning um að fara niður og undir sæng í svona hálftíma, fyrir kennslu?

Jón Lárus pantaði bíl frá BSR í kring um miðnætti …

Jón Lárus pantaði bíl frá BSR í kring um miðnætti í gær heim úr partíinu. Fór svo fram í anddyri og beið. Og beið. Og beið. Eftir hálftíma hringdi hann aftur til að ítreka pöntunina. Nema hvað, beyglan á símanum sagði: „Jú jú, við fengum símtalið en við ákváðum að þú þyrftir ekki á bíl að halda“

Hafið þið vitað annað eins? Ég held að ég hefði skellt á prontó og hringt eitthvert annað, en hann varð svo hissa að hann ítrekaði bara beiðnina og beið síðan í annan hálftíma eftir að bíllinn kæmi.

Spurning um að hringja eftir helgi og kvarta, maður á náttúrlega ekki að láta bjóða sér svona þjónustu. Ekki nóg með að þær ákveði sjálfar að það sé greinilega svo mikið fjör í partíunum að viðkomandi komi örugglega ekkert út í bílinn (sem gerist svo sem örugglega oft) en að detta í hug að segja þetta blákalt við kúnnann í staðinn fyrir að segja eitthvað í afsökunarátt um að pöntunin hljóti að hafa farist fyrir einhvern veginn.

Grrrr!


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa