Sarpur fyrir desember, 2008

Árið

var gleðilegt að mörgu leyti. Sem betur fer. Vonandi kemur svo bara eitthvað gott út úr efnahagsruglinu.

Rændi þessari mynd af vefnum, takk fyrir mig.

Og gleðilegt ár, allir.

neibb, það er víst

snilld

þeir sem ekki keyptu þetta spil eða fengu í jólagjöf – mæli með að þið reddið ykkur því hið snarasta.

bóndinn

er að útbúa desert fyrir annað kvöld, hér inni í eldhúsi, hvín í honum:

Það er aldeilis það hefur farið mikið af eggjum hér í dag, mætti halda að við hefðum verið í mótmælastöðu…

flugeldar

við Fífa fórum í skála Flugbjörgunarsveitarinnar að kaupa – stjörnuljós. Ætluðum að kaupa svona konfettiknöll líka, en brettið með þeim varð víst eftir á hafnarbakka í Kína. Ficusinn sleppur sem sagt við það í ár að vera pappírsstrimlaskreyttur og kisa étur ekki strimla í ár (hmm, ekki skyldi það vera þeirra vegna sem greyið fékk nýrnasteina?)

Verð að viðurkenna að mig langaði í Bankatertuna en ég tímdi ómögulega 24 þúsund kalli…

góð hugmynd – en stórt svið

þetta er snilld:

gullplata

Í dag veittist mér sá heiður að afhenda gullplötur, diskurinn Íslensk þjóðlög, með Hamrahlíðarkórnum er reyndar löngu búinn að ná 5000 diska markinu (fer að skríða í platínu). Íslensk tónverkamiðstöð, hverrar ég er stjórnarformaður, dreif í því að fá viðurkenningu fyrir plötuna og við héldum upp á þetta í dag, kórnum var boðið og við afhentum tvö eintök (kórstjóri, frú Þorgerður og svo kórinn og skólinn, rektor MH tók við þeim diski). Einn eigum við sjálf í miðstöðinni.

Heiður og ánægja að fá að gera þetta.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

desember 2008
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa