Sarpur fyrir febrúar, 2011

besti bógur ever

jamm, vorum með marokkóskan lambabóg í matinn, tókst ótrúlega vel. Henti uppskriftinni á brallið, hér ef einhver vill kíkja.

Veit samt ekki hvort ég þori í leikfimina í fyrramálið eftir þessa svakalegu helgi. Rauðvín á föstudaginn, samlokur frá Saffran (NAMMI) í hádeginu á laugardag, snilldar matarboð á laugardagskvöldinu (takk fyrir okkur enn og aftur bfrb).

Og svo þetta í dag, úff…

bleikt ekki samt .is

er í æsvei banni eins og ýmsir.

bara smella inn jái, það heldégnú…

mikið þarf annars að hugsa um eitthvað annað til að lifa hér af!

var boðið í þemamatarboð um daginn, upp úr myndinni um Júlíurnar tvær. Snilldarboð með bleiku þema, nánast allur matur og allt var bleikt og/eða rautt.

Nokkrar myndir fylgja og það má öfundast…


fordrykkur


rósagrautur


borðskreyting


aðalrétturinn


milliréttur


eftirréttur (hvers vegna fundu þær ekki bleika sítrónu? skil ekkert í þessu!)


og kaffi og konfekt.

Verst að myndirnar eru teknar á símann og eru ekki alveg nógu góðar. Verður að hafa það bara.

gærdagurinn

eftir að ég henti verkinu í póst fór í tölvuleiki og svo einn messusöng um kvöldið. Maður var bara kominn með fráhvarfseinkenni. Ekki frá messum samt.

Brjálaður dugnaður hins vegar í dag, leikfimi, tónsmíðatími, frágangur á pörtum í strengjakvartett sem hefur annars setið á hakanum (ekki alveg búið samt), og svo allavega átjánhundruð reddingar sem hafa líka setið á hakanum. Nenni ómögulega að telja það allt saman upp en nú sitjum við með velfortjent rauðvínsglas (gaah, já, Norton Malbec Reserva að detta út úr ríkinu! ekki góðar fréttir – keypti þrjár (ekki að ég ætli að drekka þær allar í kvöld, ónei)).

Strengjakvartettinn verður vonandi fluttur í Tékklandi í júní, ekki sérlega bjartsýn á að komast út þó ég væri reyndar verulega til í það. Sjáum til.

búinbúin

að vera að vinna að sama verkinu síðan í fyrrahaust, stórskrítin tilfinning þegar maður sendir svo frá sér. Ekki slæm, ekki slæm bara skrítin.

Ekki að það sé ekki nóg að gera, nú er að hella sér í dansverk fyrir selló og slagverk, er að spá í víbrafón (nei ekki víbrator þaddna dónarnir ykkar) ásamt væntanlega einhverju fleiru í slagverksdeildinni. Þema áherslur og leikur með pólýrytma inni í annars sakleysislegu dórísku umhverfi.

Svo svei mér þá ef ég er ekki farin að hlakka pínulítið til kennaraferðarinnar til Boston. Hef þrisvar sinnum flogið til Boston en aldrei stoppað í borginni sjálfri fyrr en núna. Kannski, já kannski verður örlítið byrjað að vora á austurströndinni þarna eftir tvær vikur.

nei

ég hef voða lítið verið að blogga undanfarið. Eins og mér hefur legið mikið á hjarta. Eyðilegging á tónlistarskólunum okkar – já eyðilegging er ekki of sterkt orð yfir það sem virðist vera að gerast hér. Verð að henda inn grein sem má lesa hér um mikilvægi tónlistarmenntunar og já, minna á grein sem ég hef birt áður hérna – fagið mitt er nefnilega ekki bara eitthvað hobbí. Skiptir svo gríðarmiklu máli fyrir þessa andlegu heilbrigði. Heilbrigð sál í hraustum líkama, já það er helling verið að hugsa um hrausta líkamann en virðist sem heilbrigða sálin sé aðeins minna mál. Hefði ég tíma myndi ég snara greininni – kannski eftir vikuna.

Icesvei – nei best að fara ekki út í þann pakka.

Deadline, I’m still sticking to it.

bættist við vika

í líf mitt í morgun þegar ég fletti aftur upp deadline á keppninni sem ég er að senda inn í og sá að póststimpill gildir, dugar semsagt að setja í póst 28. febrúar, ekki viku fyrr eins og ég var annars búin að gera ráð fyrir, til að það væri pottþétt komið á staðinn þann 28.

Fjúkkitt! Hugsa sveimérþá að ég muni ná þessu!

að afloknum

fyrstu Myrkum músíkdögum sem ég kem að sem hluti stjórnar Tónskáldafélagsins. Gersamlega búin á því eftir helgina, sautján tónleikar og aðrar uppákomur plús svo móttökur og tvö partí svona frekar langt fram á nótt. Að minnsta kosti var ekki fræðilegur að ég vaknaði til að mæta í spriklið á mánudagsmorgninum. Og tek ég þó fram að ég er ekki nægur masókisti til að vera klukkan eldsnemma, 10:15 er feikinógu snemmt fyrir slíkar píningar.

Hátíðin gekk allavega gríðarlega vel, mjög fjölbreyttir tónleikar með alls konar músík, langoftast mjög vel sótt, helst að það hafi virkað hálftómlegt á tónleikunum okkar í Hljómeyki í Neskirkju – en hún er reyndar ansi stór, hefðum við verið í Listasafninu hefði verið ágætlega setið.

Svo er víst bara að byrja að undirbúa Norræna tónlistardaga sem verða hér á landi í haust. Þar er undirrituð víst titluð aðstoðarverkefnisstjóri – og það verður ekki minni hátíð en sú sem nú var að klárast…


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

febrúar 2011
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa