Sarpur fyrir október, 2010

þingið

Jamm búin að skafa listann minn niður í ríflega þrjátíu manns. Svona er hann eins og er, en enn eru þetta jú fullmargir.

Stafrófsröðin blífur í bili, ég er ekki viss um að ég birti listann þegar hann er kominn í rétta röð eins og ég mun skila. Efst hjá mér verða þó væntanlega Smári McCarthy og Margrét Jensína Þorvaldsdóttir. Þó er þarna fólk sem ég þekki betur og treysti líka vel.

Smári veit ég að er búinn að hugsa gríðarmikið um stjórnarskrármál, talsvert lengur en bara frá því um hrun. Einnig einn gáfaðasti maður sem ég veit. Margrét er svo bráðskörp kona sem ég treysti mjög vel til að koma með góða punkta og vit inn í umræðuna.

En hér er listinn. Ekki forskrift, enda á enginn að segja öðrum hvað þau eigi að kjósa, en ég mæli með að kjósendur kynni sér fólkið:

Anna Benkovic Mikaelsdóttir 4382
Anna Kristjánsdóttir 9068
Ágúst Hjörtur Ingþórsson 5867
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir 3623
Birna Þórðardóttir 4921
Elías Halldór Ágústsson 9904
Freyja Haraldsdóttir 2303
Friðrik Þór Guðmundsson 7814
Gunnar Grímsson 5878
Herbert Snorrason 5284
Hjörvar Pétursson 3502
Hlín Agnarsdóttir 6109
Hrafn Sveinbjarnarson 4173
Illugi Jökulsson 9948
Íris Erlingsdóttir 7968
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 7319
Jón Jósef Bjarnason 5042
Kári Allansson 9145
Kolbrún Anna Björnsdóttir 2204
Kristín Elfa Guðnadóttir 6934
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir 3315
Ómar Þorfinnur Ragnarsson 9365
Sigríður Dögg Auðunsdóttir 6153
Sigurður Grétar Guðmundsson4976
Sigþrúður Þorfinnsdóttir 4261
Silja Bára Ómarsdóttir 4987
Smári Páll McCarthy 3568
Stefán Pálsson 4954
Svanur Sigurbjörnsson 4096
Þorgeir Tryggvason 8969
Þorkell Helgason 2853
Þórunn Hjartardóttir 6956

hahaaa, kemur örugglega

öllum gersamlega á óvart, sérstaklega fbvinum að nú skal plöggað kertasölu.

Strákarnir í Drengjakór Reykjavíkur keyra sig á kertasölunni fyrir jólin, allir guttar eiga að selja 50 kertaeiningar. Vill til að flestir, trúaðir sem trúlausir (jánei, ætla ekki í umræðuna hér) brenna fullt af kertum á aðventu og yfir jól og strákalingarnir eru að selja þessi fínu gegnheilu Heimaeyjarkerti. Við tókum fjóra liti, aðventufjólubláan, jólarauðan, jólasnjóhvítan og égveitekkihvernigtengistjólum fílabeinshvítan. Flottir allir, svo er hægt að redda dökkgrænum, dökkbláum og dimmrauðum líka. Átta kerti saman í pakka á þúsundkall. Frí heimkeyrsla innan Stórreykjavíkursvæðis.

Hér sjást litirnir. Ef þið sjáið ekki mikinn mun á fílabeinshvíta litnum og þeim jólasnjóhvíta þá er það vegna þess að það er nánast enginn munur á þeim í ár. Þau í Heimaey hafa ekki sett alveg eins mikinn gulan saman við blönduna og í fyrra, hugsa ég.

Hér sjást svo strákarnir, ætla ekki að pósta jólalaginu nærri strax. Finnur er í nærmynd á 1’14“ ef einhver vill sjá.

stjörnurnar

Átti erindi Vatnsendaveg í gærkvöldi, bóndinn var á vínsmakki (þar sem eiginkonur gauranna eru ekki velkomnar :þ) og við yngri krakkarnir voru í góðu yfirlæti í Garðabænum á meðan.

Sóttum Jón upp úr klukkan 10, ég hef ekki áður keyrt Vatnsendaveginn í koldimmu að ég muni og það var ótrúlega stjörnubjart. Fann útskot, stoppaði bílinn og við Freyja og Finnur fórum út og dáðumst að stjörnuhimninum. Auðvitað var smá ljósmengun frá hverfunum í kring en þetta var samt mögnuð upplifun, maður sér stjörnurnar sjaldan svona vel.

Það er reyndar leitun að stað á landinu þar sem ekki er einhver ljósmengun, tja allavega stað í sæmilegu ökufæri. Maður sér ljós frá bæjum og þorpum fáránlega langt, á dimmum nóttum, sérstaklega þegar er svona stillt veður eins og í gærkvöldi. Synd, því maður nýtur bæði stjarna og norðurljósa mikið betur ef ekki er annað ljós að trufla.

Frábær upplifun samt.

línur

Humm. Ég á 5 línur eftir af ljóðinu og þarf helst að teygja þær í allavega 7 mínútur. Það er slatti.

Hvað er annars með að biðja um 20-30 mínútna langt verk í svona keppni?

Svo þarf ég að drattast til að skrá verkin mín frá tveimur síðustu árum og leggja inn í Tónverkamiðstöð. Maður myndi halda að formaður stjórnar miðstöðvarinnar væri voða duglegur að halda verkalistanum uppfærðum, en nei ekki alveg, víst…

Búin að vera að uppfæra partana við Blandaða dansa, áhugamannabandið spilar þá í desember. Meira plögg síðar.

lió

er bara oft ári fyndinn. Stráklingur um sex ára eða svo, en talsvert eldri í anda og með smekk fyrir skrímslum.
Finnst hér til dæmis.

brjálað stuð

og búmmtsjakamúsík hér á efri hæðinni, full hæð af MHingum á leið á grímuball á Nasa. Við aldraða settið sitjum niðri í sjónvarpsherbergi sitt með hvora tölvuna, hangandi á smettinu. Gaman aðissu.

Annars hafa úllíngarnir þennan fína tónlistarsmekk, í augnablikinu hljómar Queen á fullu og gengið syngur hástöfum með. Gæti verið verra, gæti verið miiiikið verra.

aðalfundir í hrúgum

jámm, er svona smátt og smátt að reyna að losa mig úr einhverjum ábyrgðarstöðum hér og þar. Á morgun ein formennska frá – kannski losna ég meira að segja frá því að sitja í stjórn, ef einhver er til í að bjóða sig fram (krossa putta).

Tími nú samt ekki að losa tökin á Hljómeyki, það er eiginlega inngróið. Væri kannski vit samt að láta einhverjum öðrum eftir formennsku þar – ef einhver er til í slíkt. Svosem búin að sitja feikinógu lengi.

Svo er nú spurning, eiginlega á ég að vera verkefnisstjóri fyrir Norræna tónlistardaga á næsta ári. Er eitthvað vit í því? Borgar sig ekki að keyra sig í kaf…

(hvers vegna í ósköpunum ætli ég sé annars ekki með neinn póst í kategóríunni „félagsstörf“?)


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa