annars var það barnaþrælkunarpakkinn hér í dag. Fífa kom heim seint í gærkvöldi (ooohhh, það er annars ekki smá gott að vera búin að fá stóru skottu heim – var annars nokkur búinn að taka eftir því að ég saknaði hennar?). Var búin að lofa henni að henni forspurðri í kvartettspilerí í dag, með bestu hljómsveitarvinunum. Þegar ég lofaði því, vissi ég hins vegar ekki að kórinn væri að syngja í útvarpsmessu í morgun, þannig að prógrammið var stíft hjá henni í dag.
(ég ýki þetta náttúrlega helling, ég bauð henni upp á að afboða kvartettinn, en hún vildi það ekki enda dauðlangaði hana að hitta krakkana og þetta var mjög skemmtilegt allt saman)
tók hana hins vegar ekki með á tónleika, fór á kvennatónleika Camerarctica í Norræna húsinu í dag. Hörkuskemmtilegir tónleikar, allt verk eftir íslenskar konur, hafði ekki heyrt nema eitt af þeim áður. Fyrir utan náttúrlega þessi tvö eftir mig.
til hamingju með daginn, íslenskar konur, annars 🙂
Nýlegar athugasemdir