Sarpur fyrir júní, 2005

það var nefnilega það! bara vitnað í mann á Dagbl…

það var nefnilega það! bara vitnað í mann á Dagblaðinu. Og ég sem var að enda við að birta um þá níðvísu í kommentakerfinu hennar Þórdísar.

þetta er ákveðinn áfangi í lífi bloggara, því verður ekki neitað. Ekki reikna ég nú með að ég verði einelt af blaðinu eins og ákveðinn bloggari sem hætti bara.

en mig dauðlangar að sjá blaðið. Kannski maður fari og kaupi. Hvaða dag var þetta eiginlega?

já og svo er ég fokin í skálholt i 10 daga, á efti…

já og svo er ég fokin í skálholt i 10 daga, á eftir að kíkja hér við örugglega en veit ekki alveg hvenær („netkaffið“ í Skálholtsskóla var skelfilega lélegt síðast, kem heim á sunnudagskvöld amk)

klukkan er rúmlega hálftvö, síðasti lostþáttur í b…

klukkan er rúmlega hálftvö, síðasti lostþáttur í bili, aldrei að vita nema maður kaupi einhvern útlandaútsendingarpakka til að ná abc live. Maður er búinn að vera límdur við tækið (og ef þið þekkið mig þá vitið þið að ég er ekkert svo glatt límd við skjá, yfirleitt staðin upp og farin að lesa eða í tölvuleik eða að netjast eða eitthvað). úff. bíða fram á haust í það minnsta. om bluddy g

jahá! óperuhús í Kópavoginn eftir tvö ár! það væ…

jahá!

óperuhús í Kópavoginn eftir tvö ár!

það væri synd að segja að ég sé aðalaðdáandi Gunnars Birgissonar en þarna gæti hann nú skorað stóran feitan punkt hjá mér. Yrði ekki smá löðrungur framan í borgaryfirvöld, búið að tala um tónlistarhús í éveidiggi hvað marga áratugi, búið að útþynna það með einhverju ráðstefnukjaftæði og svo yrði Kópavogur á undan. Þeir eiga Salinn, mjög vel heppnað lítið tónlistarhús og svo kæmi óperan.

Hann á náttúrlega eftir að tala ríkið til en það er alveg mögulegt að þar á bæ sé fólk til í að stríða Reykjavíkurlistanum smá…

omg!

omg!

hóhóhó jólasveinninn mætti hér áðan í líki Óla br…

hóhóhó

jólasveinninn mætti hér áðan í líki Óla bróður, með fjóra næstu þætti. Þá veit maður hvað maður gerir í kvöld eftir kóræfingu. Þá vantar bara tvo…

Passa sig, núna er kominn smá spoiler í kommentin …

Passa sig, núna er kominn smá spoiler í kommentin tveim færslum neðar…

Styttist í Skálholt, förum á miðvikudagsmorguninn….

Styttist í Skálholt, förum á miðvikudagsmorguninn. Verður gaman. Sérstaklega seinni vikuna, músíkin hennar Jórunnar Viðar er bara yndisleg. Ekkert sérlega kirkjuleg, bara góð tilbreyting þar.

Pulla, you’re wrong. Lost er ekkert að missa það….

Pulla, you’re wrong. Lost er ekkert að missa það. Búin með þátt 19 og við sitjum hér titrandi og skjálfandi. Þáttur 17 (Jin) var reyndar ekkert spes en hinir voru fínir. Verst að þetta leysist ekkert í „síðasta“ þættinum. Og verst að við gætum þurft að bíða lengi eftir þáttum 24-? Ekki búið að sýna þá enn, þannig að ég efast um að þeir séu komnir á netið…

en Jack náði Sawyer ansi hreint vel í 19. þætti…

Það virðast álög á okkur að uppáhaldshvítvínin okk…

Það virðast álög á okkur að uppáhaldshvítvínin okkar hætta alltaf að fást í Ríkinu. Vinas del vero gewurstraminerinn hætti fyrir nokkrum mánuðum, Chablisvín frá Thorin hætti fyrir mörgum árum, Brown Brothers chardonnay fyrir töluverðum tíma, nú síðast voru að hætta La Chablisienne Vieilles vignes og það sem verra er: Stoneleigh chardonnay sem hefur verið algjör standard í kjallaranum.

súri pakkinn. Sem betur fer er hægt að sérpanta flest vínin, það er bara vesen…

Við hér á bæ erum miklir vínsnobbarar, eins og ein…

Við hér á bæ erum miklir vínsnobbarar, eins og einhvern tímann hefur nú komið hér fram áður. Var að fá snilldarhugmynd í sambandi við Ítalíuferðina. Góð ítölsk vín eru algjör snilld en rándýr. Þannig að fyrsta eða annan daginn skal tekinn strætó til San Marino (hálftími frá Rimini og við ætluðum þangað hvort sem er) og keyptar birgðir af Barolo, Brunello og Amarone til að drekka á meðan við erum á Ítalíu. Skattur enginn þannig að það munar hellingi á verðinu. Við verðum ekki smá rauðvínslegin þegar við komum heim…

Lost 14-16 í kvöld, 17-19 á morgun og svo kannski …

Lost 14-16 í kvöld, 17-19 á morgun og svo kannski 20-24 á sunnudag/mánudag

bliss.

komin aftur, búin að fara í gegn um öll 140 tölvub…

komin aftur, búin að fara í gegn um öll 140 tölvubréfin, lesa brandarasíðuna, senda bréf sem ég þurfti að senda. Þokkalega gott að vera aftur komin í samband við umheiminn.

Hefði reyndar alveg getað dröslað tölvunni niður á neðri hæð þar sem ég á símatengi en það var bara of mikið vesen, ég varð að hafa vinnuaðstöðuna (les hljómborðið) virka megnið af tímanum. Kláraði að hreinskrifa tvö verk og velja tökur fyrir diskinn minn (með góðri hjálp og láni á minidisk hjá Óla bróður reyndar) Kannski var bara ágætt að vera netlaus í þessa daga…

ég er flóttamaður hjá mömmu og pabba í Garðabæ. E…

ég er flóttamaður hjá mömmu og pabba í Garðabæ.

Ekki kemur það nú af mjög slæmu, heldur því að ég er netlaus (garg) heima hjá mér, við erum að pússa upp gólfið á skrifstofunni, tekur 2-3 daga og ég á ekki nægilega langa símasnúru til að ná netinu inn í stofu þar sem tölvan er á meðan.

Þannig að ég nota hverja tylliástæðu til að kíkja til Hallveigar eða mömmu.

Búast má við verulegum bloggtöfum meðan á vinnu stendur. Það er bara í stíl við vegagerðina…

einhverjir gætu átt í erfiðleikum með að skrá sig …

einhverjir gætu átt í erfiðleikum með að skrá sig hjá mikka, þar sem ég sleppti fyrstu leiðbeiningunum úr beiðninni þarna í gær.

(þessu er shamelessly stolið frá honum bróður mínum annars)

hér kemur byrjunin:

Byrja á því að RSSa bloggið sitt (eða atom.xml) Hjá Blogger er þetta gert með því að fara inn í Settings og breyta publish site feed í YES.
Þá verður sjálfkrafa til síðan http://xxxx.blogspot.com/atom.xml (þar sem xxxx stendur fyrir bloggnafnið)

Þessa síðu á að setja inn í Veituslóðargluggann í skráningunni.

assvakið hvað þetta var óskýrt þarna í gær…

fyrsta fjölskyldumáltíð á pallinum

ekki það að við höfum verið að vígja pallinn, en við höfum aldrei borðað þarna úti fyrr en á sautjánda júní. Fífa ekki heima, Finnur ekki svangur þannig að við eigum enn eftir að borða öll úti. Gæti orðið þröngt við þetta borð, en við eigum eftir að reyna. Keyptum borð og stóla (ekki sólstólana, hina) um daginn og svo tókst okkur að borða úti. Tóm snilld, þrátt fyrir veikindi und alles. Þetta verður endurtekið eins og kostur gefst í framhaldinu, svo fremi sem stólum og borðum verður ekki stolið, eins og sólstólunum okkar fyrir einu og hálfu ári (grrr).

sorrí hvað myndin er skrítilega lýst, þykist vita að hún sé ekki mjög góð nema á bestu skjáum en vélin réð ekki alveg við þessa sól á hvítum vegg bak við okkur…


fyrsta fjölskyldumáltíð á pallinum
Originally uploaded by hildigunnur.

búin að eyða síðasta klukkutímanum eða svo í að se…

búin að eyða síðasta klukkutímanum eða svo í að senda bloggurum sem ég les komment til að reka þau í mikkavefjarveitu. Trúlega hef ég misst af einhverjum, er búin að fara nokkurn veginn í gegn um tenglalistann minn, á eftir bookmarks fólkið. En fyrir þá sem ég missti af (ekki viljandi, lofa ykkur því) eru skilaboðin hér:

viltu plíís skrá þig á mikkavefjarveituna? ég er að missa af færslunum hjá þér aþþí ég kíki bara á mikkasíðuna mína til að fylgjast með hvaða færslur eru nýjar. Og það finnst mér alveg voðalega slæmt…

svo getur maður búið sér til þennan fína lista hjá mikka yfir þá sem maður vill lesa sjálfur án þess að fletta í gegn um listann, best virkar þetta fyrir fólk sem skrifar ekki mjög oft en maður vill ekki missa af færslunum þá sjaldan þær koma. Þetta kostar ekki krónu, maður fær ekki borgað heldur, ekkert spam á netfangið manns, engar auglýsingar á síðuna manns, bara plúsar og enginn mínus.

takk fyrir snilldarþjónustu Hallur og þið hinir hjá mikkavef.

Finnur var að fara að sofa, Fífa var að horfa á Lo…

Finnur var að fara að sofa, Fífa var að horfa á Lostþáttinn sem hún missti af í sjónvarpinu, Finnur þurfti að fara í gegn um sjónvarpherbergið þannig að Fífa æpti: Ekki horfa, það er ljótt í sjónvarpinu. Stoppaði síðan spóluna til að hann kæmist inn til sín. Þá var fótboltakvöld í sjónvarpinu. Ég gat nottla ekki setið á mér: Já, það er alveg rétt, Finnur minn, það er voðavoða ljótt í sjónvarpinu; ekki horfa…

annars var það barnaþrælkunarpakkinn hér í dag. F…

annars var það barnaþrælkunarpakkinn hér í dag. Fífa kom heim seint í gærkvöldi (ooohhh, það er annars ekki smá gott að vera búin að fá stóru skottu heim – var annars nokkur búinn að taka eftir því að ég saknaði hennar?). Var búin að lofa henni að henni forspurðri í kvartettspilerí í dag, með bestu hljómsveitarvinunum. Þegar ég lofaði því, vissi ég hins vegar ekki að kórinn væri að syngja í útvarpsmessu í morgun, þannig að prógrammið var stíft hjá henni í dag.

(ég ýki þetta náttúrlega helling, ég bauð henni upp á að afboða kvartettinn, en hún vildi það ekki enda dauðlangaði hana að hitta krakkana og þetta var mjög skemmtilegt allt saman)

tók hana hins vegar ekki með á tónleika, fór á kvennatónleika Camerarctica í Norræna húsinu í dag. Hörkuskemmtilegir tónleikar, allt verk eftir íslenskar konur, hafði ekki heyrt nema eitt af þeim áður. Fyrir utan náttúrlega þessi tvö eftir mig.

til hamingju með daginn, íslenskar konur, annars 🙂

formúlan var furðuleg í dag. Botnliðin tvö og eit…

formúlan var furðuleg í dag. Botnliðin tvö og eitt meðalgott voru einu sem kepptu, einhver dekkjavandræði hjá Michelin. Ljóta vitleysan…


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

júní 2005
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa