Sarpur fyrir mars, 2005

hann Gunni sæti tenór og ofurlæknanemi er kominn m…

hann Gunni sæti tenór og ofurlæknanemi er kominn með blogg í Ameríkunni. Fer að sjálfsögðu strax á tenglalistann.

urr sé fram á að vanta einn tenór í sumar, aaldre…

urr

sé fram á að vanta einn tenór í sumar, aaldrei þessu vant, nei nei! Gunni, geturðu ekki skotist heim í viku? 😉 Er þó með þrjá, hefur svo sem verið verra. Spurning um hvort maður ætti að fá einn lánaðan úr Hamrahlíðinni, þau eru núna að syngja stærsta verkið sem við verðum með í sumar.

mínídiskspilarinn farinn af svæðinu og ég ekki einu sinni búin með tvo af fjórum diskum. Mjakast, þetta mjakast…

Kom heim frá Hafnarfirði beint í grillaðan kryddle…

Kom heim frá Hafnarfirði beint í grillaðan kryddleginn þorsk, Jón Lárus búinn að draga grillið fram + kaupa kol og elda. Ekkert smá gott. Fyrsta grill „sumarsins“, við eigum ekki gasgrill, né kolagrill með loki, þannig að við grillum almennt ekki yfir vetrartímann, nema veðrið sé því betra.

þetta var amk tær snilld.

Upptökurnar mjakast, ég er þó ekki alveg viss um að ég nái að klára áður en ég missi afnot af minidiskspilaranum. Óli bróðir á hann og þarf að taka með út á laugardaginn. Gæti neyðst til að snapa annan í láni til að geta rúllað þessu upp. Verður frábært að klára. Vonandi verður síðan ekki tveggja ára bið í diskinn, annað eins hefur nú gerst…

mikið hrikalega er erfitt að velja svona tökur. H…

mikið hrikalega er erfitt að velja svona tökur. Hjálpar ekki að upptakarinn gleymdi að búa til tracks (trökk?) fyrir amk 18 mismunandi tökunúmer þannig að ég þarf sífellt að vera að hægspóla yfir fullt af efni. Svo eru teknir mislangir bútar, þvílíkt mál að halda utan um hvað er komið og hvað ekki, tína hljóma og takta innan úr hinni og þessari tökunni til að spasla í það sem var ekki alveg pottþétt í grunntökunni sem verður notuð af þessum bút…

vitið þið, ég er ekki að hugsa um að gera þetta alveg ókeypis. Hinn upptakarinn sem við notum oftast vinnur þessa grunnvinnu nefnilega alltaf, svo kemur maður inn og fínpússar með honum. Glætan að ég láti útgefandann spara sér þann kostnað með því að gefa þessa vinnu! Þó þetta sé mín eigin músík.

Stafýlókokkar og loftóháðar bakteríur í eyra á str…

Stafýlókokkar og loftóháðar bakteríur í eyra á stráksa, Zitromaxið á að taka það, sem betur fer, fékk samt líka dropa til að setja í eyrað. Ekkert smá fegin að hann sleppur við innlögn og sýklalyf í æð. Hefði ekki verið skemmtilegt (enni þurrkað með feginssvip)

rokkdrottningin og dætur í mat (nei, ekki þannig, …

rokkdrottningin og dætur í mat (nei, ekki þannig, mannæturnar ykkar, það var nú bara kjúklingur í matinn)

myndi einhver lesenda minna mæta á tónleika með Megadeth? spurning um hvort þeir komi hér í sumar. Eini rokkarinn sem ég þekki finnst þeir of heavy.

blogger erfiður núna. annars eru tenglarnir mínir…

blogger erfiður núna.

annars eru tenglarnir mínir eitthvað að týna tölunni, henti út tveimur sem voru búnir að loka síðunum :’-( Sumir eru líka komnir á gjörgæslulistann, engin hreyfing fulllengi fyrir minn smekk.

uppþvottavélin er það besta sem ég veit. Úff hvað…

uppþvottavélin er það besta sem ég veit. Úff hvað við hefðum þurft að standa við vaskinn í dag, ættum við ekki svoleiðis verkfæri. Örugglega 4 tíma, minnst. Og annað matarboð í kvöld (minna, reyndar, en samt…)

gamla páskamyndin mín virðist vera erfið, best að …

gamla páskamyndin mín virðist vera erfið, best að skella nýrri hér inn í staðinn, fengin frá tótu.

vonandi sést þetta!

Herr, herr, herr, unser Herscher – Jóhannesarpas…

Herr, herr, herr, unser Herscher –

Jóhannesarpassíon rúlar, tveim dögum eftir besta spiladag (útrunnin, haaa???).

vorum annars með páskalamb des Todes, kryddjurtalæri frá Nönnu, tótal snilld

tengdamamma er samt best, þetta læri gat ekki mælt sig við hennar. Hilda amma var eina sem ég þekki sem náði lambalærum í sömu hæðir og tengdó. Maður á langt eftir.

Forrétturinn hennar mömmu og desertinn hennar Hallveigar stóðu veeel fyrir sínu, samt…

Gleðilega páska (ef þið sjáið ekki sætu páska…Gleðilega páska(ef þið sjáið ekki sætu páskamyndina mína, þá er hún hérna)
(má ég núna, Hallveig 😉

Veit að ég hljóma eins og biluð plata (fyrir þá se…

Veit að ég hljóma eins og biluð plata (fyrir þá sem vita hvað biluð plata er), en ég sakna kommentakerfisins míns. Bannsett þrjóska bara, að vera ekki búin að skipta yfir í halló’skan, en ég tími ekki að týna gömlu kommentunum og þar fyrir utan er enetation að mörgu leyti skemmtilegra kerfi. En ekki eins stabílt, það er víst óhætt að segja það!

las nýjustu Kathy Reichs bókina í einum rykk í dag…

las nýjustu Kathy Reichs bókina í einum rykk í dag, fékk lánaða hjá þessum bloggvini. Fannst hún reyndar betri en Bare Bones, næsta bók á undan.

Og ég sem ætlaði að vera að vinna í dag. Gat reyndar klárað að velja tökur fyrir eitt lag og byrjað á öðru, er að vinna í klippingum á verkunum sem við tókum upp í lok janúar. Verður víst að gerast svo diskurinn komi einhvern tímann út…

nú fer að nálgast sextíuþúsundasta heimsóknin á sí…

nú fer að nálgast sextíuþúsundasta heimsóknin á síðuna. Vonandi verður kommentakerfið uppi, þannig að sá sem fær töluna geti látið vita af sér

(Þorbjörn, skulda ég þér ekki annars vinning? Kíkjum á það næstu helgi)

dagurinn í dag jafnerfiður og í gær. Sko, gærdagu…

dagurinn í dag jafnerfiður og í gær. Sko, gærdagurinn; tvær veislur, fermingarveisla des Todes og svo þessi scwakalega matarveisla heima í Garðabænum. Svo í dag: matarboð hjá tengdó, jafnflott og það alltaf er, matur og svo 3 mismunandi tegundir af desert. Síðan áttræðispartí (ókei, tvíburafertugsafmæli) endalaus matur og annað eins að drekka. Látið mig vinsamlegast vita af innsláttarvillunum hér, ef þið finnið…

Spjölluðum við Eirík Nönnubróður og Guðrúnu, gaman að því.

Á ekki af Finni ræflinum að ganga. Ágmentínið vir…

Á ekki af Finni ræflinum að ganga. Ágmentínið virkaði ekki bofs, nú er hann kominn á Zitromax fallbyssu, einu sinni á dag í 3 daga, við búin að fara með sýni í ræktun, vonandi sleppur hann við að leggjast inn með sýklalyf í æð. Það gæti verið næsta skref, ef þetta virkar ekki 😦

ef þetta Fischer mál hefur gott í för með sér, þá …

ef þetta Fischer mál hefur gott í för með sér, þá er kannski betur af stað farið en heima setið.

Gleðilega hátíð, allir :-) þessi blóm voru s…
Gleðilega hátíð, allir 🙂

þessi blóm voru svo fín hjá Farfuglinum að ég bara varð að ræna myndinni.

stelpurnar eru hér enn, og enn að horfa á sjónvarp…

stelpurnar eru hér enn, og enn að horfa á sjónvarpið. Held nú samt að þær hafi náð að sofa eitthvað, allar fjórar í einni hrúgu í sjónvarpssófanum. Það hefur verið þröngt.

Svo byrjar spurningakeppni fjölmiðlanna á rás 2 í dag, hún er alltaf svo skemmtileg. Ætli hún verði ekki örugglega sett á netið?

það er greinilega ekkert hægt að grípa fyrir augun…

það er greinilega ekkert hægt að grípa fyrir augun á skelfilegum stöðum í þessari mynd, þeir koma allir óundirbúið. Skrækirnir, maður minn, og móðursýkislegi hláturinn sem fylgir. Ungdómurinn nútildags… 😉


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa