Sarpur fyrir 19. mars, 2005

búið að taka til í (nærri) öllu húsinu + útbúa eit…

búið að taka til í (nærri) öllu húsinu + útbúa eitt salat og 2 kökur á leiðinni. Átvöglin í familíunni (tja, flest átvöglin amk) koma á morgun í síðbúið afmæliskaffi hjá mér. Hvað gerir maður ekki til að snapa sér afmælisgjöfum? 😉

setti annars uppskriftina að hrrrikalega góðri súkkulaðihnetuköku hér ef einhver vill.

formúlan lítur vel út, skv síðustu keppni og svo f…

formúlan lítur vel út, skv síðustu keppni og svo fyrri tímatöku fyrir þessa keppni verður þetta engin einstefna í ár, amk ekki sama átt af einstefnu og hefur verið undanfarið, sérstaklega í fyrra. Var líka orðið hundleiðinlegt, ég var steinhætt að nenna að horfa á keppnirnar, kannski maður byrji aftur núna.

Ég á aldrei aftur eftir að fara eftir uppskrift se…

Ég á aldrei aftur eftir að fara eftir uppskrift sem segir að maður geti notað eggaldin án þess að setja þau í saltmeðferð fyrst. Ojbara. Áferðin eins og gúmmí og vökvainnihaldið fáránlega mikið. Sjálfsagt rétt að það sé búið að rækta eitthvað beiskt bragð úr eggaldinum en saltið dregur úr vökvainnihaldinu og snarbreytir áferðinni. Ónýtur matur hjá mér í gærkvöldi 😦


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa