Sarpur fyrir apríl, 2012

allt að gerast

Já – það var tekið eftir frumflutningnum í útlöndum, hér er hlekkur á umfjöllunina. Síðan fæ ég silfurdiskverðlaun mánaðarins hjá Choralist í framhaldinu. Skal birta mynd þegar skjalið kemur í hús (reikna ekki með alvöru diski úr silfri :þ ). Meira að segja fleira á leiðinni – montfærsla dagsins…

Reyndar finnst mér að fleiri íslensk tónskáld ættu að nýta sér Choralist. Frábært fyrirbæri sem ég er búin að vera hluti af í örugglega 15 ár og fá slatta af flutningum og finna nýja tónlist gegnum. 

Fjársjóðskista

Fór á tónleika áðan í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom fram hinn feikigóði Kammerkór Norðurlands sem kann að syngja píanissimó eins og Hljómeyki kunni hér einu sinni (hmm þurfum að fara að rifja þá kunnáttu upp reyndar!) 

Prógrammið var íslensk kórtónlist við ljóð Halldórs Laxness. Heilir tónleikar með hléi og allt.

Og ég þekkti heil þrjú lög fyrir.

Magnað!

Reyndar slatti af frumflutningum, þrælflott og fjölbreytt lög eftir Jóhann G Jóhannsson (leikhústónlistarstjóra með meiru), þrjú mjög skemmtileg lög eftir Hróðmar og eitt bráðfallegt (og hreint ekki klisjulegt) eftir Hauk. Hlakka mikið til að komast í enn meira návígi við þessa músík, hún á þvílíkt skilið að dreifast víða.

Minn forsetaframbjóðandi var síðan á svæðinu, okkur kom saman um að stuðningsfólk Þóru sé í jákvæðu deildinni, niðurrifsfólk og svartsýnisrausarar halda sig yfirleitt annars staðar en í okkar rafrænu herbúðum. Jamm.

Matarboð með hindrunum

Við fjölskyldan gerum fátt skemmtilegra en að bjóða fólki í mat og auðvitað líka fara í boð. Kvöldstund með góðu fólki, mat og rauðvínsglasi slær út ansi margt annað.

Nema hvað. Ég var, að ég hélt, búin að bjóða vinafólki heim í gærkvöldi, höfðum rætt saman í spjallinu á fb, þau voru nýbúin að bjóða okkur heim og þegar hún hafði samband og spurði hvort við gætum komið til þeirra á miðvikudagskvöldinu, daginn fyrir sumardaginn fyrsta kvað ég neitandi við (var á æfingu) og sagði að við skulduðum þeim jú heimboð, ekki öfugt, og hvernig væri næsta helgi? Hún tók nú ekki undir neina skuld – en þarna þóttist ég vera búin að bjóða þeim.

Svo tökum við okkur til, finnum matseðil og megnið af gærdeginum fer í að elda. Klukkan verður sjö og ekki koma þau. Klukkan verður kortér yfir sjö. Hálfátta, Engir gestir. Ég hringi. Þá sitja þau með fínan mat heima og bíða eftir okkur í heimsókn.

 

Enduðum á því að borða forrétt og aðalrétt hér heima með krökkunum og taka síðan leigubíl á Háaleitisbrautina. Fyndið.

nýtt viðmót

á wordpress, ég ætlaði ekki að komast inn í morgun (og gat reyndar ómögulega kommentað hjá Parísardömunni) en nú virðist þetta ætla að smella.

Kannski maður komi þá með smá fjölskyldu- og vinnusameiningu – ég fékk kammerhópinn hennar Freyju til að spila verk eftir tónsmíðanemanda minn á tónsmíðadeildartónleikum í janúar. Þeim líkaði verkið svo vel að þær spiluðu það aftur á tónleikum Kammerklúbbsins um daginn, hér kemur það.

 

FEES spilar verkið Flóð/Fjara, tilbrigði við þara


bland í poka

teljari

  • 377.779 heimsóknir

dagatal

apríl 2012
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa