Sarpur fyrir júlí, 2011

dýragarðurinn

Bóndinn er ógurlega duglegur að lappa upp á húsið hér heima, við erum búin að búa hér í 16 ár og alltaf finnst eitthvað í viðbót fyrir laghenta. (ég fæ oft samviskubit reyndar).

Núna er hann að taka falska loftið milli síðustu tveggja bitanna niðri í ganginum milli svefnherbergjanna.

En í næsta fríi er hann að hugsa um að byrja á að pússa upp, spasla í og mála hurðirnar uppi. Gamaldags fulningahurðir sem er verulega farið að sjást að hafa aldrei verið teknar og gerðar alminlega upp frá því húsið var byggt – fyrir nærri öld.

Byrjar á þeirri verst förnu, baðherbergishurðinni uppi.

Nema hvað ég: Neeeei, þú getur ekki bara hreinsað málninguna af!?! Dýramyndirnar hverfa!

dýramyndir?…

já fiskurinn:

og ísbjörninn:

meira mont

já kemur í bunum þessa dagana…

Um daginn fékk ég vinabeiðni frá útlendingi á smettinu. Ég smellti bara á samþykkja eins og ég geri nánast alltaf (hendi síðan út aftur ef mér líst ekki á viðkomandi við skoðun eða ef statusar eru eitthvað rugl).

Sé síðan að viðkomandi setur stöðuna: @101 Reykjavík. Læktakkinn fer í notkun.

Síðan fæ ég skilaboð:

Hello! I teach at the Clive Davis Institute of Recorded Music, New York University and I am a fan of your music, as is my friend and colleague Matthew Barton, Curator of Recorded Sound at the Library of Congress. We presented some recordings of your choral works to my students last term. I am in Reykjavík for a couple of days and would love to see the Academy if it is open. Do you know if that would be possible?
Cheers,

Ég svara sem er að skólinn sé búinn í bili, eitthvað sé nú væntanlega í gangi samt en hins vegar sé húsið sérstaklega lítið spennandi að sjá, vonandi vinnan sem þar fari fram betri.

Maðurinn spyr þá hvort ég sé til í að hitta hann yfir kaffibolla daginn eftir, ég er vel til í það og sting upp á Mokka klukkan 3.

Á Mokka reynist hins vegar allt vera troðfullt, við löbbum niður á Laugaveg, fyrst í Smekkleysubúðina þar sem við hittum á Ása sjálfan, fínt spjall og keyptir örugglega 20 diskar af alls konar íslenskri tónlist. (já maðurinn er semsagt líka með útvarpsþátt þarna í Nefjork)

Allavega yfir súkkulaðibollanum á 10 dropum segir hann mér af því að hann hafi fengið téðan Matthew til að halda fyrirlestur í kúrsinum sínum. Sá hafi komið með heilmikið af músík og meðal annars hafi hann dregið upp disk og sagt: Ég ætla að leyfa ykkur að heyra lag eftir tónskáld sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, íslending sem heitir Hildigunnur Rúnarsdóttir. Minn maður hváir – haa? hún er líka uppáhalds hjá mér…

míns ennþá gapandi – en greinilega er músíkin mín farin að heyrast vestanhafs. Ekki slæmt, ekki slæmt!


bland í poka

teljari

  • 380.688 heimsóknir

dagatal

júlí 2011
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa