dýragarðurinn

Bóndinn er ógurlega duglegur að lappa upp á húsið hér heima, við erum búin að búa hér í 16 ár og alltaf finnst eitthvað í viðbót fyrir laghenta. (ég fæ oft samviskubit reyndar).

Núna er hann að taka falska loftið milli síðustu tveggja bitanna niðri í ganginum milli svefnherbergjanna.

En í næsta fríi er hann að hugsa um að byrja á að pússa upp, spasla í og mála hurðirnar uppi. Gamaldags fulningahurðir sem er verulega farið að sjást að hafa aldrei verið teknar og gerðar alminlega upp frá því húsið var byggt – fyrir nærri öld.

Byrjar á þeirri verst förnu, baðherbergishurðinni uppi.

Nema hvað ég: Neeeei, þú getur ekki bara hreinsað málninguna af!?! Dýramyndirnar hverfa!

dýramyndir?…

já fiskurinn:

og ísbjörninn:

6 Responses to “dýragarðurinn”


 1. 1 HT 2011-07-19 kl. 00:27

  Hér var maður farinn að búast við safaríkum skordýrasögum…

 2. 2 hildigunnur 2011-07-19 kl. 07:51

  haha nei við erum nokk laus við óværu. Hefði reyndar getað birt mynd af kettinum…

 3. 3 Kata 2011-07-19 kl. 09:50

  Hahahaha! Snillingur!

 4. 4 Fríða 2011-07-19 kl. 11:58

  Frábært!

 5. 5 Frú Sigurbjörg 2011-08-24 kl. 17:53

  Hann verður absolút að skilja þessa parta eftir á hurðunum! Annars eru þetta dýr í útrýmingarhættu!

 6. 6 hildigunnur 2011-08-24 kl. 18:59

  Haha nákvæmlega 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

júlí 2011
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: