búin með tvo hluta bókarinnar um Jón Leifs, afskaplega skemmmtileg og vel skrifuð bók um skapmikinn snilling. Tónlistarlífið væri allt annað og talsvert litlausara hér, hefði hans og auðvitað fleiri ekki notið við. Eldhugurinn þvílíkur og þó hann hafi skemmt talsvert fyrir sér með skapinu og já, hrokanum er ekki víst að árangurinn hefði náðst nema fyrir allt þetta skap og það að hann ætlaðist til að standardinn væri hár.
Ég mun alveg örugglega ekki lesa alla bókina í einu, treina mér hana eitthvað áfram. Magnaður lestur hingað til, takk fyrir mig.
Nýlegar athugasemdir