Sarpur fyrir desember, 2009

Leifs

búin með tvo hluta bókarinnar um Jón Leifs, afskaplega skemmmtileg og vel skrifuð bók um skapmikinn snilling. Tónlistarlífið væri allt annað og talsvert litlausara hér, hefði hans og auðvitað fleiri ekki notið við. Eldhugurinn þvílíkur og þó hann hafi skemmt talsvert fyrir sér með skapinu og já, hrokanum er ekki víst að árangurinn hefði náðst nema fyrir allt þetta skap og það að hann ætlaðist til að standardinn væri hár.

Ég mun alveg örugglega ekki lesa alla bókina í einu, treina mér hana eitthvað áfram. Magnaður lestur hingað til, takk fyrir mig.

ekki er nú hún

Loppa neitt nálægt þessum:

get ekki lýst

því hvað mér þykir mikið þægilegra þegar unglingurinn fer í síðkvöldsheimsóknir til vina sinna (nú eða á skólaböll eða álíka) að geta bara lánað henni bílinn, hún eigi auðvelt far heim. Reyndar leikur hún iðulega strætó, það er bara fínt líka. Tókst að villast í kaffibollahringjum Hafnarfjarðar um daginn og vera stoppuð af löggunni – sem fannst mjög fyndið að þurfa að benda henni á hvernig hún slyppi út úr Firðinum.

Í kvöld er hún í Kópavogi. Ef henni þótti erfitt að rata í Hafnarfirði, hvernig verður þetta þá í þetta skiptið? Svona miðað við að sagan segir að Kópavogsbúar séu þeir sem keyrðu inn í Kópavoginn og rötuðu aldrei út aftur…

ein á fótum

yndislegt aðfangadagskvöld með fjölskyldunni í Garðabæ í gærkvöldi, takk fyrir okkur aftur. Heim um miðnætti, hér eru sælir krakkar og þreyttir:

Settumst síðan í góða stund með krossgátur og myndagátur, við bóndinn fórum ekki í háttinn fyrr en um tvöleytið. Nú er ég ein vöknuð, sit í rólegheitum með jólaölogappelsín í glasi og jóladiskinn hennar Önnu Soffíu von Otter – ekki of hátt til að vekja nú ekki liðið.

Gleðilega hátíð áfram, allir.

annar eins

rólegheita aðfangadagur hefur ekki verið hér lengi – á samt eftir að sjóða rauðkálið og taka pínu til í svefnherberginu. Já og skipta á rúmunum og fara í jólabaðið. Annað er nánast komið, bara.

Segi bara gleðileg jól, kæru lesendur, hafið það nú gott um hátíðirnar.

tómir tepokar

færslurnar hjá mér núna, ég bara nenni engan veginn að velta mér upp úr „ástandinu“, bara halda jól í friði.

Við krakkarnir þrifum nánast öll gólfin í íbúðinni í dag, bóndanum til mikillar gleði, þau eru venjulega hans deild og hann var ekki beinlínis farinn að hlakka til að eyða megninu af aðfangadegi í að sópa og skúra gólf. Svo bara skreytt, tréð komið upp, aldrei átt svona langt og mjótt jólatré en það er mjööög flott og hentar afskaplega vel í okkar þröngu stofur enda sérvalið og höggvið af Egilsstaðabróður sem veit vel hvað við eigum litlar stofur. Stelpurnar skreyttu tréð, appelsínugul sería, gyllt og fjólublátt skraut. Ljósagardínurnar mislitu eru líka komnar upp og ljósajólatré í gaflgluggann. Fjólublá sería í horni á stofunni og skærblá úti, ég er litaóð og myndi aldrei vilja hafa bara hvítar seríur.

Skruppum í Þorláksmessuboðið til Nönnu að venju og hittum þar fullt af skemmtilegu fólki. Takk fyrir okkur enn og aftur, Nanna. Laugaveginn heim, hellingur af fólki og gríðarstemning.

Nú er að sjá hvort mér tekst að sofa út í fyrramálið eins og ég náði í morgun, annars steinhætt að geta þetta. Verulega góð tilfinning að það sé bara í góðu lagi að sofa fram til hádegis á aðfangadag…

þvottahúsið – tepoki

er nánast tilbúið, vorum að hamast að ganga frá og þrífa þar í allt kvöld – snilld að vera búin að fá snúrurnar mínar aftur, já og bara hafa ekki verkefnið hangandi yfir okkur (aðallega þá Jóni Lárusi reyndar) yfir hátíðarnar.

Myndir fljótlega.

Allar gjafir pakkaðar hér líka og birgðastaðan góð, búið að þurrka af og fleira, Freyja tók baðherbergin fyrir, spegla og hillur, já þetta er að smella, nei við förum ekki yfirum. Klifraði ekki upp á eldhússkápa til að þurrka af og mun ekki gera. Þarf samt að renna yfir gólfin hér, ætti að nást á morgun.

Svo geta jólin bara mætt, takk.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

desember 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa