Sarpur fyrir desember, 2009

Leifs

búin með tvo hluta bókarinnar um Jón Leifs, afskaplega skemmmtileg og vel skrifuð bók um skapmikinn snilling. Tónlistarlífið væri allt annað og talsvert litlausara hér, hefði hans og auðvitað fleiri ekki notið við. Eldhugurinn þvílíkur og þó hann hafi skemmt talsvert fyrir sér með skapinu og já, hrokanum er ekki víst að árangurinn hefði náðst nema fyrir allt þetta skap og það að hann ætlaðist til að standardinn væri hár.

Ég mun alveg örugglega ekki lesa alla bókina í einu, treina mér hana eitthvað áfram. Magnaður lestur hingað til, takk fyrir mig.

ekki er nú hún

Loppa neitt nálægt þessum:

get ekki lýst

því hvað mér þykir mikið þægilegra þegar unglingurinn fer í síðkvöldsheimsóknir til vina sinna (nú eða á skólaböll eða álíka) að geta bara lánað henni bílinn, hún eigi auðvelt far heim. Reyndar leikur hún iðulega strætó, það er bara fínt líka. Tókst að villast í kaffibollahringjum Hafnarfjarðar um daginn og vera stoppuð af löggunni – sem fannst mjög fyndið að þurfa að benda henni á hvernig hún slyppi út úr Firðinum.

Í kvöld er hún í Kópavogi. Ef henni þótti erfitt að rata í Hafnarfirði, hvernig verður þetta þá í þetta skiptið? Svona miðað við að sagan segir að Kópavogsbúar séu þeir sem keyrðu inn í Kópavoginn og rötuðu aldrei út aftur…

ein á fótum

yndislegt aðfangadagskvöld með fjölskyldunni í Garðabæ í gærkvöldi, takk fyrir okkur aftur. Heim um miðnætti, hér eru sælir krakkar og þreyttir:

Settumst síðan í góða stund með krossgátur og myndagátur, við bóndinn fórum ekki í háttinn fyrr en um tvöleytið. Nú er ég ein vöknuð, sit í rólegheitum með jólaölogappelsín í glasi og jóladiskinn hennar Önnu Soffíu von Otter – ekki of hátt til að vekja nú ekki liðið.

Gleðilega hátíð áfram, allir.

annar eins

rólegheita aðfangadagur hefur ekki verið hér lengi – á samt eftir að sjóða rauðkálið og taka pínu til í svefnherberginu. Já og skipta á rúmunum og fara í jólabaðið. Annað er nánast komið, bara.

Segi bara gleðileg jól, kæru lesendur, hafið það nú gott um hátíðirnar.

tómir tepokar

færslurnar hjá mér núna, ég bara nenni engan veginn að velta mér upp úr „ástandinu“, bara halda jól í friði.

Við krakkarnir þrifum nánast öll gólfin í íbúðinni í dag, bóndanum til mikillar gleði, þau eru venjulega hans deild og hann var ekki beinlínis farinn að hlakka til að eyða megninu af aðfangadegi í að sópa og skúra gólf. Svo bara skreytt, tréð komið upp, aldrei átt svona langt og mjótt jólatré en það er mjööög flott og hentar afskaplega vel í okkar þröngu stofur enda sérvalið og höggvið af Egilsstaðabróður sem veit vel hvað við eigum litlar stofur. Stelpurnar skreyttu tréð, appelsínugul sería, gyllt og fjólublátt skraut. Ljósagardínurnar mislitu eru líka komnar upp og ljósajólatré í gaflgluggann. Fjólublá sería í horni á stofunni og skærblá úti, ég er litaóð og myndi aldrei vilja hafa bara hvítar seríur.

Skruppum í Þorláksmessuboðið til Nönnu að venju og hittum þar fullt af skemmtilegu fólki. Takk fyrir okkur enn og aftur, Nanna. Laugaveginn heim, hellingur af fólki og gríðarstemning.

Nú er að sjá hvort mér tekst að sofa út í fyrramálið eins og ég náði í morgun, annars steinhætt að geta þetta. Verulega góð tilfinning að það sé bara í góðu lagi að sofa fram til hádegis á aðfangadag…

þvottahúsið – tepoki

er nánast tilbúið, vorum að hamast að ganga frá og þrífa þar í allt kvöld – snilld að vera búin að fá snúrurnar mínar aftur, já og bara hafa ekki verkefnið hangandi yfir okkur (aðallega þá Jóni Lárusi reyndar) yfir hátíðarnar.

Myndir fljótlega.

Allar gjafir pakkaðar hér líka og birgðastaðan góð, búið að þurrka af og fleira, Freyja tók baðherbergin fyrir, spegla og hillur, já þetta er að smella, nei við förum ekki yfirum. Klifraði ekki upp á eldhússkápa til að þurrka af og mun ekki gera. Þarf samt að renna yfir gólfin hér, ætti að nást á morgun.

Svo geta jólin bara mætt, takk.

piparkökurnar

komnar í hús, Garðabærinn sá um bakstur og skreytingar í ár. Ágætt. Ég ætlaði að gera eitthvað heima hjá mér á meðan en endaði bara á því að sækja jólatréð (laung og mjó fura að austan, mjög fín, takk fyrir okkur), klára að kaupa síðustu tvær gjafirnar og pakka þeim og svo einhverjar útréttingar.

Steingleymdum hins vegar jólaskólamótinu í badminton hjá gutta. Lítið við því að gera.

jólasöngvar

Langholtsins í kvöld, fyrstu voru í gærkvöldi, ég hef Freyju grunaða um að vanta járn, hún hvítnaði öll upp á tónleikunum og varð að fara heim í hléi, systir hennar náði að skutla henni og vera komin á tíma fyrir seinni partinn. Gef henni slátur í matinn í kvöld og sjáum nú til, vonandi heldur hún út (veit nú ekki hvort það er alveg svo fljótvirkandi samt). Hlakka allavega helling til að heyra í þeim í kvöld, ég fer á seinni tónleikana klukkan 11 til nærri hálftvö…

scratch

Barely Scratched The Surface

Customer: “Hello, young man, can you help me?”

Me: “Yes ma’am. What can I do for you?”

Customer: “Where do you keep your scratch?”

Me: “Excuse me?”

Customer: “Scratch! Where do you keep it? I need some to make pie!”

Me: “I’m not sure that I’m clear on what you need. Can you tell me what you are going to use it for?”

Customer: “My husband says that I need to make pie from scratch for Christmas, so I need to buy some scratch for the pie.”

Me: “Ma’am, that just means that you buy the ingredients and make the pie yourself.”

Customer: “I don’t have time to make pie myself! I need some scratch!”

(fundið hér, notalwaysright rokkar).

Ridiculously dangerous Siberian bridge

skoðið þetta – ég myndi ekki þora þarna yfir á bíl. Kannski, kannski mögulega gangandi, ekki alveg viss samt…

Vodpod videos no longer available.

ohhhh

hvað það er mikil snilld að vera komin í jólafrí. Tókst næstum því að klára lag í morgun, þarf samt helst að gera annað með, þetta er fullstutt fyrir peninginn sjáiði. Eru ekki tveggja laga syrpur bara fínar?

Jólaskemmtun hjá Finni á morgun, hann leikur í Kardemommubænum í bíósalnum í Austurbæjarbíói, klárt maður mætir þangað. Jólasöngvarnir hjá stelpunum um helgina, sungið fram á nótt, þangað verður mætt líka. En þetta er nú allt bara partur af jólapakkanum.

Hmm, kannski ég ætti nú samt að skila þessari einu einkunn sem ég á eftir að skila í lhí áður en ég segist vera farin í frí. Það er reyndar bara tveggja mínútu vinna eða svo.

frí, frí, frííííí…

fyrsta

vinnujólapartíið af nokkrum í gærkvöldi – Borgarleikhúsið, pálína (potluck), starfsmannafélagið bauð drykki, ekki smá flott, nunnukórinn bauð upp á þrjú jólalög með frábærri hjálp Agnars Más.

Missi af jólapartíinu í Hafnarfirði á föstudaginn, þá er nefnilega jólagleði Tónverkamiðstöðvar, hmm ætli sé eitthvað í Suzuki?

Listaháskólinn á fimmtudaginn, hjá deildarforseta

Tónsmíðapartí jú, getum riggað því upp hér heima.

Jarðarfarasönggleði, naahh…

Einfaldara hjá bóndanum, smá deildardæmi á föstudaginn, smellur akkúrat á undan Tónverkamiðstöðvarpálínunni sem við förum bæði á.

Snúið stundum að vera að vinna á mörgum stöðum.

sushiklaufar

við Fífa, enda í fyrsta sinn sem við gerum þetta alveg sjálfar og einar. Vont var þetta ekki en ekki alveg eins glæsilegt og þegar við vorum með meistarana með okkur forðum daga. Reyndar stefnt á annað meistarasushi fljótlega eftir áramót, hlakka ekki smá til.

Engar myndir í þetta sinn :þ

svefnleysi já…

ætlaði aldrei að sofna í fyrrinótt, gleymdi líka svona hinu og þessu, fyrst upp að taka sjöttu steratöfluna (tók óvart bara 5 um miðjan dag), niður aftur, æh upp aftur, gleymdi að taka bakflæðilyfið, niður aftur, einu sinni enn upp, man ekki lengur til hvers, lá uppi í og hugsaði í fullri alvöru (um hálftvöleytið) hvort ég ætti nú ekki að hengja upp úr þvottavél sem væri pottþétt búin en gerði samt ekki alvöru úr því.

Fínt að það eru bara 2 dagar af 6 töflum. Ekkert te í kvöld er ég hrædd um.

meiri sterar

jamm, lungnalæknirinn fyrirskipar annan sterakúr og áframhald af bakflæðidótinu. Segir þurfa þolinmæði, þetta muni koma á endanum. Fór í myndatöku í gær og það sést ekkert að lungunum – eins og læknirinn var reyndar búinn að spá. Hringdi síðan í mig (inn í miðjan leikfimitíma) og sagði mér að byrja aftur á lyfjunum. Varaði við meiri matarlyst (urrg, tók eftir því síðast), að ég gæti orðið uppstökkari (hmm, veit ekki með það, þarf að spyrja fjölskylduna), erfiðleikum með svefn (ekki sem verst síðast nema þegar ég asnaðist til að fá mér tebolla eitt kvöldið).

Ég vona bara ég fái frekar dugnaðarkast, klári karlakóralagið og komist vel af stað með strengjakvartettinn fyrir Tékkland. Já og svo má alveg við því að þrífa smá hérna fyrir jólin – ágætt að fá pínu steraspark til þess (já já ég veit það þarf ekki að stressa sig þannig fyrir jólin en einhvern tíma árs verður víst að þrífa almennilega inn í hornin og upp á skápum, hví ekki núna?)

næstum

því komin í jólafrí, tveir kennsludagar eftir (mánudagur og miðvikudagur), á mánudaginn og í fyrri tveimur tímunum á miðvikudag er koma-með-nammi-og-spila-skástrik-horfa-á-jútjúb dagur. Kenni samt venjulega seinni tvo tímana á miðvikudaginn.

Það er svooooo kominn tími á jólafrí.

Já karlakórslag. Hmm, búin með helminginn af kórnum og veit hvernig ég ætla að hafa undirspilið – svona nokkurn veginn.

Fyndnar fóbíur

hrikalega fyndið!

Vodpod videos no longer available.

more about "Fyndnar fóbíur", posted with vodpod

gluggi

vorum í dag við helgun á listaverki, steindum glugga sem hann pabbi minn gerði til minningar um hann elsku Halldór okkar sem lést í sumar. Glugginn er í fordyri Garðakirkju á Álftanesi, aðalkirkja Garðbæinga til mjög margra ára. Fyrst var mjög falleg minningarathöfn í kirkjunni, séra Jónu Hrönn mæltist fallega, börn Halldórs og barnabörn spiluðu og sungu og kirkjugestir fengu að vera með.

Glugginn er hér:

og hér er hann með listamanninum:

Við hefðum ekki getað beðið um betra veður – fengum sólarlag frá Álftanesi líka:

íslensk alvöruskinka

já, svona til að borða, ekki ljóshærð og feik brún, fundum svoleiðis í Frú Laugu í gær. Er frá kjötvinnslu sem heitir Krás, í Laxárdal (fyrir utan Selfoss, ekki fyrir norðan). Einhverra hluta vegna heitir þetta salsa skinka, ég næ ekki alveg upp í það, en hún er jafn góð og fínar skinkur úr góðum þýskum kjötborðum.

Hlaut að vera hægt að framleiða góða vöru hér, ég hef aldrei skilið hvers vegna megnið af niðursneiddri skinku sem fæst hér er óæt. Mæli allavega með að lesendur prófi.


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

desember 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa