Sarpur fyrir apríl, 2008

kisuræfillinn

hún hatar að fara til dýralæknis, fór með hana þangað í dag til að tékka á þessu inkontinens dæmi í greyinu, væntanlega með væga sýkingu. Titraði og skalf, hundræfill í búri vælandi þarna líka, ekki róaðist hún við það, fékk tvær sprautur og heim með sér tvenns konar lyf og nýtt fóður.

Lyfin, já, þarf að taka eina og hálfa litla pillu, tvisvar á dag. Gáfum henni fyrsta skammt núna í kvöld. Þurfti þrjá til. Ekki auðvelt. Tíu daga skammtur. Úff!

vona að hún móðgist ekki svo illilega við okkur að hún hlaupi að heiman. Ætluðum að gefa henni verðlaun, eina rækju, eftir pillurnar en auðvitað var ræfillinn orðin svo æst og pirruð og hrædd að hún leit ekki við henni. Át samt rækjuna síðar, úr dallinum sínum.

Vona virkilega að greyið átti sig á því að þetta er ekki svona svakalegt, ég hlakka engan veginn til að berjast svona við hana í 19 skipti til…

trivial

í kvöld, áttum eftir að klára leik síðan á sunnudagskvöld, Finnur átti náttúrlega afmæli þannig að vísbendingarnar sem hann fékk voru ansi breiðar og víðtækar til að hann næði að vinna (hann er nú alveg við það að fatta þetta, fer að hætta að verða hægt).

Allavega, hann fékk spurninguna, Hvar var bandaríska konan Shannon Lucid í 188 daga, 4 klst og 14 sekúndur árið 1996? Hann hafði ekki hugmynd, þrátt fyrir breið hint (hvert er merkilegt að fara, ekki út á sjó, ekki upp á fjöll), ég hallaði mér og horfði út um gluggann og upp, ekki dugði til, benti upp í loftið: ha, skýin? nei nei, ofar en skýin, nú, himnaríki?

og drengurinn sem hefur meira að segja lýst því yfir að hann trúi ekki á guð…

Svo bjargaði hann sér glæsilega út úr spurningunni: Hvaða dagur var í gær, ef í dag er aðfangadagur? Nú, auðvitað 23. desember!

skrítnir hundar

fann síðu með undarlega útlítandi hundum, þessi fannst mér einna furðulegastur:


var einhver að tala um gólfmoppu? Svo getur moppan líka stokkið:

jæja, víst kominn tími á plögg

vortónleikar okkar í Hljómeyki verða annað kvöld, fyrsta maí klukkan 20:00 í Seltjarnarneskirkju. Eins og hér hefur áður verið talað um, erum við að fara út til Frakklands í kórakeppni í lok maí og við syngjum prógrammið yfir á tónleikunum. Tökum þátt í tveimur liðum, eigum efni fyrir þá báða, milliriðla og úrslit. Verða samt ekkert ógurlega langir tónleikar, væntanlega um klukkutími án hlés.

Efnisskráin er gífurlega fjölbreytt, tónlist allt frá endurreisnartímabilinu til tuttugustuogfyrstu aldar, ekkert tímabil útundan. Nordal, Monteverdi, Wikander, Poulenc, Rúnarsdóttir, Macmillan, Smith, Eriksson, Kverno, Villette, Bruckner og Rakhmaninov koma við sögu. Sérstakt Maríu meyjarþema.

Koooma soooohhh, 1500 krónur inn nema 1000 fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja…

krakkarnir

öll farin út, hvert að gera sitt, afmælisbarnið reyndar bara í skólann, yngri unglingurinn á leið til Noregs í kórferðalag og eldri unglingurinn akkúrat núna að byrja samræmda prófið í ensku.
Veiga segir frá því í gær að skólabjallan hafi glumið í miðju prófi hjá hennar unglingi, þeir í Austurbæjarskóla mundu nú sem betur fer eftir því að aftengja hana. Hins vegar gerðist einhvern tímann þar að brunabjallan fór í gang í prófinu og tók óratíma að slökkva á henni (það eru eiginlega allir hættir að hlusta á hana, hún fer svo oft í gang). Það olli ekki sérstakri hrifningu…

Já og Finnur var fúll yfir því að Freyja fengi frí í skólanum en ekki hann, og hann sem á meira að segja afmæli!

fuglarnir

tilbúnir, öndin hóf sig til flugs í dag. „Bara“ partarnir eftir, og þetta er ekki svo gríðarflókið stykki að þeir eigi að taka langan tíma. Þarf að tala við flytjendurna og vita hvort þeir séu með einhverjar partasérþarfir, áður en ég hjóla í þá.

í augnablikinu

er eldri unglingurinn á kafi í fyrsta samræmda prófinu, íslensku, ásamt mörgþúsund öðrum 15-16 ára.

Þetta er að verða fullorðið…

hehe

ég fékk hit á eldgamla færslu í dag. Hvers vegna ætli það sé nú?

ýmsu

lendir maður nú í sem kennari.

Í dag þurfti ég að nota skyndihjálparkunnáttu mína, stór brjóstsykur stóð í nemanda og heimlich kom í góðar þarfir, ásamt góðu höggi á bakið.

Get ekki lýst því hvað ég var fegin þegar molinn hrökk út á gólf. Úff!

Ráðlegg öllum að taka skyndihjálparnámskeið, það er langt síðan ég fór í slíkt en vá hvað maður hefði verið varnarlaus hefði maður ekki kunnað neitt.

höggborar

það er mikið búið að vera að nota höggbora hér úti á Skólavörðustíg. Passlega langt frá mér til að ég heyri (og finn) smá fyrir þeim, mér finnst alltaf þvottavélin mín vera að vinda. Hugsa alltaf fyrst: Hmm, ég er ekki með neitt í þvottavél!

Reyndar virðist þetta flugganga hjá þeim, ég hélt þeir yrðu í allt sumar með þennan bút, en ef svo fer fram sem horfir verður þetta ekki nema svona mánuður í viðbót. Reyndar gæti verið seinlegt að leggja gangstéttarnar, mögulega á að rífa þær upp og leggja ljósleiðara og annað í leiðinni, ég held að það sé áreiðanlega ekki búið. Þannig að væntanlega verður bílastæðaástandið leiðinlegt hér megnið af sumrinu.

(dugar ekki að vera allt of bjartsýnn…)

eldsnögg afgreiðsla

eins og ég sagði frá á föstudaginn, fórum við þá rétt fyrir hádegið að sækja um ný vegabréf.

Duttu hér inn um lúguna með póstinum fyrir tíu í morgun. Og þetta var engin flýtisafgreiðsla neitt, bara venjulegur farvegur.

Þetta kallar maður þjónustu.

hehe

nokkuð góður þessi. Allt í lagi að kíkja gegnum kommentin líka, nokkrir sem bæta við.

6 mínútur

svo fljótur getur maður verið frá Njálsgötunni inn í Langholtskirkju, svo fremi maður sé heppinn með fyrstu og síðustu ljós.

Nei, ég keyrði ekki kílómetra yfir hámarki, enda græðir maður ekki nokkurn skapaðan hlut á því. En ljósin eru fullkomlega samstillt, og engin umferð rétt fyrir tíu á sunnudagsmorgni. Rennur beint í gegn.

Var hins vegar talsvert lengur á leiðinni til baka…

arghh!

stórhættulegt að lesa uppskriftir, sérstaklega þegar maður er að reyna að halda sér á mottunni. En þetta bara verð ég að prófa, einhvern tímann…

gæsamamma

enn bætist á seríurnar sem ég „verð“ að fylgjast með:

gæsamamma

þvílíkt góð tilfinning

að fara út í garð bara á stuttermabol og berfættur í inniskónum. Ókei, var ekki lengi úti þannig en smástund samt.

Sumarið ER að koma.

nammi

nýja Remi kexið með dökka súkkulaðinu er ef mögulegt ennþá betra en það gamla.

úff

ekki vissi ég að bara Ísland, Holland og Sviss væru með lífeyrissjóðsmál í svona föstum skorðum. Var að hneykslast á því að Haarde líkti olíusjóði Norðmanna við lífeyrissjóðsfé hér við Jón Lárus og hann: sko, svona sjóðir eru bara eiginlega hvergi til.

Forsjárhyggja dauðans, en hvað mörg okkar þurfa á henni að halda? Ansi hreint margir, held ég, amk. miðað við hvað er mikil eftirspurn eftir svörtu vinnuafli. Einn þekki ég sem hefur alltaf unnið mikið svart, sá er kominn talsvert yfir sjötugt, búinn að slíta sér út alla tíð en hefur engan veginn efni á að hætta að vinna.

Svo er hins vegar spurningin hvað er verið að gera við sjóðina. Láta þá fjárfesta í uppþurrkun og eyðileggingu hálendisins?

Samt er ég ekki viss um að ég væri til í að hafa hlutina eins og í BNA, með sinn 401K. Og ef þú ekki borgar, hmm, þá ertu væntanlega upp á möguleg afkvæmi þín kominn. Já eða súpueldhúsin…

langar fólk hér

í glænýja hot hringitóninn á símana sína?

heh, best að

skrifa: Muna að fara með gömlu passana, þarna í iCal áminninguna…


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa