hún hatar að fara til dýralæknis, fór með hana þangað í dag til að tékka á þessu inkontinens dæmi í greyinu, væntanlega með væga sýkingu. Titraði og skalf, hundræfill í búri vælandi þarna líka, ekki róaðist hún við það, fékk tvær sprautur og heim með sér tvenns konar lyf og nýtt fóður.
Lyfin, já, þarf að taka eina og hálfa litla pillu, tvisvar á dag. Gáfum henni fyrsta skammt núna í kvöld. Þurfti þrjá til. Ekki auðvelt. Tíu daga skammtur. Úff!
vona að hún móðgist ekki svo illilega við okkur að hún hlaupi að heiman. Ætluðum að gefa henni verðlaun, eina rækju, eftir pillurnar en auðvitað var ræfillinn orðin svo æst og pirruð og hrædd að hún leit ekki við henni. Át samt rækjuna síðar, úr dallinum sínum.
Vona virkilega að greyið átti sig á því að þetta er ekki svona svakalegt, ég hlakka engan veginn til að berjast svona við hana í 19 skipti til…
Nýlegar athugasemdir