Sarpur fyrir janúar, 2006

Þetta er hverju orði sannara. Margbent tónfræðane…

Þetta er hverju orði sannara. Margbent tónfræðanemendum á þetta (það er ekkert leiðinlegt í tónheyrn, þarf ekki að benda þeim á…). Fínt að geta bent þeim á færsluna líka.

kannski væri ég til í hund ef hann liti svona út: …

kannski væri ég til í hund ef hann liti svona út:

þessi er næstum því sætur.

er nærri búin að setja annarrarfiðlupartinn af fyr…

er nærri búin að setja annarrarfiðlupartinn af fyrsta kaflanum af Koussevitskykonsertinum, það er bara svoooo leiðinlegt að skrifa parta. Á eftir styrkleikabreytingar á einni blaðsíðu, þá er kaflinn kominn. Langar samt meira til að fara að sofa.

Ekki viss um að ég nái öllum konsertinum fyrir æfinguna annað kvöld.

Finnur fékk Orkubók Latabæjar senda heim í dag, ég…

Finnur fékk Orkubók Latabæjar senda heim í dag, ég þykist vita að næstu fjórar vikurnar tali hann bara um orkustig og hollustu, ojbara.

Verð að viðurkenna að mig langar í Orkubók, bara á ensku…

hundurinn hér í bakhúsinu gjammar stanslaust. Mig…

hundurinn hér í bakhúsinu gjammar stanslaust. Mig langar ekki í hund. Ekki núna, ekki nokkurn tímann.

vá! (ekki fyrir dyrum, þó) mig langar í stígvél

vá! (ekki fyrir dyrum, þó)

mig langar í stígvél

Jæja, þá er að byrja á bloggfóníunni! Fékk hálft …

Jæja, þá er að byrja á bloggfóníunni! Fékk hálft ár úr Tónskáldasjóði, ætli það dugi ekki fyrir svo sem einum kafla?

jæja, ástandið mun skárra í dag, náði líka að sofa…

jæja, ástandið mun skárra í dag, náði líka að sofa til tíu. Verð ekki eins hrikalega mygluð á kóræfingu í kvöld. Við Hallveig sátum á æfingunni í gær, hvor annarri fúlli (varabatteríið ekki hrokkið inn) Hlakka reyndar til þegar þessir tónleikar eru frá og við getum farið að kíkja á nýtt efni. Erum búin að æfa þetta upp tvisvar áður án þess að ná að halda tónleikana. Flókið þegar um tvo hópa er að ræða.

Tókst ekki að sofna nema í hálftíma í dag, Finnur …

Tókst ekki að sofna nema í hálftíma í dag, Finnur hellti niður fullt af Frissafríska appelsínuvaríant og Freyju náttúrlega datt ekki í hug að hjálpa honum, émeina, mar er nottla að spila Sims II héddna, mar!

Kláraði Bookmans Promise, frábær bók. Verð að redda mér hinum eftir höfundinn. Hafið þið lesið hann, einhver?

Annars keyrt sig á varabatteríinu í kvöld, mjög skemmtilegt en ég held að morgundagurinn fari fyrir lítið. Gestirnir bráðskemmtilegir, bæði fullorðnir og börn, krakkarnir horfðu á Júróforkeppni þar til búin, stóru stelpurnar skemmtu sér við að horfa á Grimms Brothers á eftir. Frábært kvöld.

en nú skal sofið og það út! Hmm? Spurning hvað Finnur þolir við í sínu rúmi (í morgun flúði hann í Freyju rúm) Látum á það reyna.

þreyttur, maður. Svaf afskaplega takmarkað í nótt…

þreyttur, maður. Svaf afskaplega takmarkað í nótt, litli gaurinn alltaf að koma upp í og svo gat hann ekki legið kyrr þegar hann kom. Sísparkandi í mann. Ég var ekki upp á mitt allra besta á fjögurra tíma kóræfingu í morgun. Kom heim, þá hringdi í mig maður til að fá leiðbeiningar um íslenska stafi í Finale forritinu (þetta er sá þriðji sem ég hjálpa með þetta, ætti að fara að titla mig tölvuráðgjafa og taka pening fyrir). Rukum út í búð, fólk í mat í kvöld. Jón Lárus farin á fótboltamót í vinnunni (fengu búninga og allt saman, verð að muna að taka mynd og henda henni hér inn), setti ossobucoið í gang og nú er ég farin að leggja mig. Vona ég geti sofnað, annars er ég hrædd um að ég verði eins og draugur í kvöld.

haldið þið ekki að páskaliljurnar séu farnar að kí…

haldið þið ekki að páskaliljurnar séu farnar að kíkja upp? Jújú, sést á græna enda. Og ekki kominn febrúar. Eins gott að þetta er harðgert. Ekkert á við þessar sem blómstruðu hjá mér milli jóla og nýárs hér fyrir nokkrum árum.

Gekk bara geipivel í gær, litlasystir brilleraði á…

Gekk bara geipivel í gær, litlasystir brilleraði ásamt hinum sólistunum, Gunnar og Guðrún Jóhanna voru sérstaklega fín, útlendi sólistinn pínu mistæk en mjög flott á köflum, fínt hjá Rannveigu Fríðu og Davíð ágætur í sínu litla hlutverki.

Stjórnandinn var mjög ánægður með kórinn, ég gæti vel trúað að við fáum fleiri svona tækifæri. Ekki smá gaman. Nema reyndar að sitja á hörðum trébekkjum með engu baki í óratíma milli kafla. Það var ekki gaman.

svo var líka gaman á eftir. Fullgaman, kannski. Mig langar EKKI að fara að kenna. Ekki einu sinni mínir bekkir. Dauðsé eftir að hafa tekið að mér þessa afleysingakennslu. Fimm heilir tímar í dag. Mu!

frekar undarleg og óvenjuleg tilfinning að vera að…

frekar undarleg og óvenjuleg tilfinning að vera að fara að syngja á tónleikum og þurfa barasta ekkert að plögga. Uppselt í kvöld. Mæli með útvarpinu, þetta verður mjög skemmtilegt. Renndum þessu í morgun (reyndar ekki í gegn um allar aríurnar) Atli Rafn las millikaflana hans Árna Heimis snilldarlega. Mér finnst þetta bara koma mjög vel út svona. Mozart light, reyndar, en úr því hann samdi ekki resitatífin sjálfur er þetta fín lausn.

Farin í bað og svo tónleikar. Mmmm.

Æfing með Melabandinu í morgun tókst bara svona lj…

Æfing með Melabandinu í morgun tókst bara svona ljómandi…

Ekki smá gaman að fást við þessa músík, hún syngur sig eiginlega sjálf. Við syngjum náttúrlega yfirleitt nýja tónlist, íslenska eða erlenda, og svo stundum gamla tónlist, ss renaissance og eitthvað smá fram í barrokkið. Klassík og rómantík ekki hátt á flutningslistum. Kannski breytist það eitthvað með nýjum stjórnanda, þó ekki í vetur. Mozartgiggið annað kvöld, Poulenc tónleikar í febrúar og svo tónleikar með glænýrri tónlist eftir blómann af ungu tónskáldunum hér (bleagh, væmið, maður!) Úlfar Ingi staðartónskáld í sumar, Norrænir músíkdagar í haust, nóg um að ske (eða var það skeast???)

En semsagt, þeir sem ekki eiga miða í stóra bíósalinn annað kvöld, ekki reyna að kaupa, það er uppselt en Ríkisútvarpið Rás 1 okkar allra er með beina útsendingu. Yndisleg tónlist, flottir einsöngvarar, hljómsveitin stendur fyrir sinu að vanda og síðast en ekki síst, snilldar kór 😉

Fyrsta hljómsveitaræfingin í kvöld, tónleikar efti…

Fyrsta hljómsveitaræfingin í kvöld, tónleikar eftir tæpar þrjár vikur (eins og minnuga lesendur kannski rámar í skrópaði ég á þá fyrstu og í síðustu viku var meira áríðandi æfing (semsagt ég skrópaði aftur))

Þetta verður fínt, bráðskemmtileg Haydnsinfónía (já, þær eru sko til), frægur Beethovenforleikur og svo kontrabassakonsert eftir Koussevitsky, Kontri kemur frá Danaveldi og spilar, hlakka mikið til að heyra. Ætli ég fjalli nú ekki nánar um þetta þegar þar að kemur.

Er hins vegar píínulítið hrædd um að æfingar og tónleikar á þessu rekist á æfingar fyrir tónleika sem Hljómeyki og Kór Áskirkju eru að fara að halda uppi í Hallgrímskirkju um miðjan febrúar. Ég get eiginlega ómögulega skrópað á fleiri hljómsveitaræfingar þannig að hitt verður að lúffa í þetta skiptið. Hmmm. Flókið líf. Ef ég fyndi nú einhvern tíma til að semja yrði ég nokkuð ánægð.

(mikið var þetta nú leiðinleg færsla!)

kúl…

kúl…

okkur í tónlistardeild og leiklistardeild LHÍ er u…

okkur í tónlistardeild og leiklistardeild LHÍ er uppálagt að lækka hjá okkur einkunnirnar. Í tónheyrn eru einkunnir nokk fastar, ef þau gera 75% dæmis rétt fá þau 7,5, erfitt að komast hjá því. Þannig að það eina sem við getum gert er að þyngja prófin. Mér sýnist það hafa tekist í síðustu viku. Einkunnir frá 2,5 upp í (jú reyndar) 9,8. Ekki smá breidd nemenda sem maður er með…

keypti Landsliðsrétti Hagkaupa í afmælisgjöf handa…

keypti Landsliðsrétti Hagkaupa í afmælisgjöf handa bóndanum (já já, ég veit, en hann fékk garminn í jólagjöf og afsalaði sér þar með fínni afmælisgjöf)

Bókin lítur bara mjög vel út, en hvers vegna í óspökunum (sic) er bók sem er lagt svona mikið í ekki sett í prófarkalestur? Brauðtengingar? HÁRSKINKA???

fyrir utan nú hinar og þessar stafsetningarvitleysur á erlendum matarheitum. Sem maður hefði haldið að landsliðsmenn í matreiðslu ættu að vita rétta stafsetningu á, ef ekki aðrir. Þvuh!

það er alveg að koma svakalega flott tala á teljar…

það er alveg að koma svakalega flott tala á teljarann minn.

kvitta í kommentakerfið, takk!


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa