Sarpur fyrir október, 2008

skorður og hömlur

heh Hannes Hólmsteinn skrifar í dag í Fréttablaðið, vonandi það að fólk fari nú að byrja kannski að taka mark á honum aftur.

Man einhver minna tryggu (og minna tryggu) lesenda eftir því að HHG hafi nokkurn tímann talað um að frelsinu þurfi að setja hömlur, áður?

ekki ég…

fyndið

við vorum að hækka lausafjártrygginguna hjá okkur, keyptum selló um daginn og svo kom í ljós að fiðlan sem unglingurinn er með í láni er smá penings virði.

Fór upp í Vörð, (úff hvað ég er annars fegin að vera þar, ekki í þessum stóru þremur sem þurfa að standa fyrir sínu þessa dagana), fékk fína þjónustu með smá kröfu á þeim og svo að hækka lausafjártrygginguna.

Allt í fína, hækkunin fór í gegn, svo fékk ég bréf: ‘Hækkaði að þinni beiðni lausafjártryggingu fyrir hljóðfæri, værirðu til í að senda mér upplýsingar um þessi hljóðfæri, myndir eða kvittanir e.þ.l.’

Hefði eitthvert netfang eða jafnvel nafn fylgt, hefði þetta verið auðsótt mál…

(ókei, hringdi í Vörð í dag og fékk uppgefið netfang til að senda upplýsingarnar á. Samt fyndið)

erum við

mæðgurnar nokkuð líkar?

ég

og svona

to prove myself wrong, þetta er áhugaverð lesning.

jafnvel hér líka, þó á allt annan hátt.

sorrí

hér verður væntanlega óþolandi að vera næstu daga, ekkert nema montmyndir af börnunum, á meðan ég er í þessu skönnunarverkefni…

Fifa

nýja dótið

mitt virkar, skanninn kominn í gagnið, sjá hér mynd af frumburðinum.

Fifa

Geeekt gaman!

hnotskurn

nýfrjálshyggjan, skoðið seríuna. Verður að fara inn á hverja mynd fyrir sig, en þær eru þó aðeins 8.

haha

gott að ég var ekki búin að spyrja í búðinni um þessa örstuttu snúru úr skannanum, hún er nefnilega úr lokinu niður í sjálfan skannann. Skildi ekkert í þessu, parallel tengi og alltsaman.

Nú ætti skanninn að fara að komast í gagnið sem sagt.

Og enn eykst við snúruflækjurnar, bæði uppi og niðri…

mjakast

ljósleiðarinn er aaaalveg að koma, sjónvarpið komið, þráðlausa netið líka en okkur vantar að tengja turninn við net og svo símann. Þurftum 12 metra netsnúru en auðvitað var bara til 10 og 20 metra. Nú þarf að fela 8 metra af snúru einhvers staðar…

Svo er bara sirka 20 cm snúra aftan í skannanum, þarf að fá framlengingu á því. Undarlegt.

bendi

á þessa grein. Vel þess virði að lesa.

heimska – eða troll?



heimska – eða troll?, originally uploaded by hildigunnur.

ég held að þetta hljóti að vera tröllkall, það getur enginn verið svona vitlaus. Eða hvað?

og svo

heyrir maður utan að sér að til standi að flytja stærsta verkið manns í útlöndum!

Skrifa væntanlega meira um þetta, fái ég staðfestingu…

cute overdose

æ, þarf maður ekki smá svoleiðis núna?

gott

að vera kominn heim, þessir fyrstu 3 dagar vikunnar eru svo ferlega langir. Finnst ég vera búin með vinnuvikuna, jafnvel þótt ég kenni tvo tíma á fimmtudagsmorgnum, það er nú bara huggulegt, tónsmíðakrakkarnir koma hingað heim (Hafdís, ég er samt ekki farin að gefa þessum tveimur te).

Fimmtudagarnir, sem hafa verið svo hrikalega mikið span síðustu árin, með að koma krökkum fram og til baka í hljóðfæratíma, dans og kór eru allt í einu orðnir rólegustu dagar vikunnar. Ég gæti vel vanist þessu…

kviðlingur

fundinn hjá Málbeininu:

 
VIÐ Sjálfstæðismenn

Dásamlegt líf
með Davíð við völdin
Græðum á daginn,
grillum á kvöldin.

Annars birtir málbein líka snilldargrein eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, kom víst í Mogga í dag. Tek undir hvert orð.

óæfð

það er ekki tilhlökkunarefni að mæta óæfð á hljómsveitaræfingu og vera að spila Mahler.  Þó er það tilfellið í kvöld, ég hef bara ekki náð (hmm eða á sunnudaginn, orkað) að taka upp hljóðfærið.  Feikitt till jú meik itt verður mottóið í kvöld.  Verst það er svo helvíti erfitt að feika þegar maður situr á fyrsta púlti…

vel mætt

á fyrstu æfingu eftir tónleika, það er snilld, oft sem fólk tekur sér frí eitt skipti, en ég þurfti ekki að senda eitt einasta sms um hvort liðið ætlaði að mæta (jámm, geri það hikstalaust ef við höfum ekki heyrt í einhverjum. Enda er búið að ala liðið upp í góða mætingu, eina vitið, það er svo pirrandi í svona litlum hópi ef vantar á æfingu og þarf að endurvinna hluti).

Fékk samt áfall, stefnt að upptöku, helgi sem við vorum búin að plana að fara í sumarbústað, langþráður tími, bara með fjölskyldunni, Jón ætlar að tékka á morgun hvort við getum fært þetta til, annars er spurning um að beila, ég eiginlega verð að láta fjölskylduna ganga fyrir núna.

Þau geta alveg gert þetta án mín. Það var þetta með vatnsglasið og holuna.

Tékka samt á morgun…

afraksturinn

af myndatökum Freyju er svo hér. Ætli hún verði fréttaljósmyndari, stúlkan?

Þessi finnst mér flott:

eldur

Freyja

er á forsíðu Fréttablaðsins í dag, stelpan með myndavélina, lengst til hægri á myndinni:

Freyja á forsiðunni

velgengni

gekk alveg ljómandi vel á tónleikunum í dag, auðvitað kom eitthvað smá upp á, enda ekki skrítið þegar verið er að frumflytja fjögur glæný verk. (ég átti eitt smáklúður, var fullsein að taka tón frá tónkvísl) Eigum bókað eftir að flytja þessi verk aftur, það er ljóst.

Svo voru hörkumótmæli í dag, þó ég sé reyndar enn að bíða eftir þessum með 20.000 manns. Mikil stemning og fólk vildi stjórn og seðlabankastjórn burt. Áfram næst, bara, mér finnst fínt að hafa tilbreytingu í þessu, fyrst Arnarhóll, þá Austurvöllur og nú gengið að Ráðherrabústað. Reyndar hélt ég að það yrði bara gengið þangað og mætti ekki fyrr en klukkan 4, mér sýnist á Mogga að það hafi verið eitthvað á Austurvelli á undan.

Og: ‘Nokkur fjöldi’, segja þeir, ég held að hann hafi sirka tvöfaldast frá fyrir viku.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

október 2008
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa