Sarpur fyrir janúar, 2011

stend á haus

í Myrkum músíkdögum, hátíðin byrjaði í dag og þó ég sé nú ekki formlega í framkvæmdanefnd hennar þá er ýmislegt um að hugsa og svona sem stjórnarmaður í Tónskáldafélaginu mæti ég nú á alla þá tónleika sem ég mögulega næ.

Mæli annars með hátíðinni, sýnist hún verða gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg, heimasíðan er hér, kíkið endilega!

bóndinn

á afmæli í dag, til hamingju með daginn allrabesti maður í heimi!

botnfraus

hjá mér tölvan áðan, kisa settist á lyklaborðið og sat þar örugglega í mínútu, þegar ég kom aftur hreyfðist hvorki mús né skrifaðist af lyklaborði.

Kannski hún ætti frekar að heita Morri en Loppa?

óli bróðir vann

humarsúpan hans í gær var mun betri en mín um daginn…

Hef á tilfinningunni að ég hafi brúnað skeljarnar of lengi, það var orðið beiskt bragð að súpunni, reyndar sama bragð og maður man eftir af svona gamaldags humarsúpum sem maður hefur fengið hundrað sinnum sem forrétt á árshátíðum og álíka. Ekki alveg minn tebolli. Tókst líka að afstýra koníaksslysi, hvað er með þetta koníak-saman-við-humarsúpur? Koníak er fínt, sama með súpuna en ekki saaaaman! Allavega hefur maður oft fengið súpu þar sem kokkurinn hefur ætlað að gera vel og slett fullmiklu koníaki saman við – humarbragðið er svo fíngert að það þarf nánast ekkert koníak til að drekkja því. Sem er synd.

Svo verður ein humarsúpan til í matinn næstu helgi, þá er það sprenglærður kokkur í vinahópnum sem eldar, verulega spennandi að bera saman.

Prófa allavega næst að steikja skeljarnar í ofni eins og Óli gerði í gær, í stað þess að brúna þær svona vel í potti eins og um daginn. Já og takk fyrir mig í gær annars.

(sést ekki greinilega að maður er í átaki að léttast…?)

er ekki upplagt

að hlusta á þetta í dag og næstu daga?

(og hver veit nema textinn sé tóm vitleysa…?)

óvitlaust

Hún Magga Pála er óvitlaus, hlustið endilega á hana hér. Þetta hefur reyndar alltaf verið viðkvæðið hér heima. Man eftir einu sinni að við fjölskyldan sátum á Grillhúsinu, pöntunin okkar hafði gleymst, þannig að við þurftum að bíða ansi lengi eftir matnum. Finnur var ekki fæddur, stelpurnar hafa verið þriggja og sjö ára eða álíka. Sátu þarna sallarólegar og lituðu eða eitthvað og við bóndinn spjölluðum saman á lágu nótunum.

Áður en við fórum heim höfðu tvær manneskjur, sín í hvoru lagi, undið sér að okkur og hrósað okkur fyrir hvað þetta væru róleg börn.

Það þarf að vera virðing fyrir börnunum, auðvitað þurfa þau að komast að líka en þau mega sannarlega ekki valta yfir allt og alla. Svolítið hrædd um að allt þetta peningapakk sem fór svona illa með okkur hafi alltaf verið vant því að geta hegðað sér eins og þeim sýndist og aldrei þurfa að taka tillit til neins nema sjálfs sín.

kemst ekki yfir

að ég skuli hafa drattast og skráð mig í leikfimina aftur í dag, ekki að ég nenni því ekki (ótrúlegt en satt) en ég bara HEF EKKI TÍMA TIL ÞESS núna að klippa 3 morgna í viku í sundur fyrir eitthvað sprikl.

Hef bara svo fjári gott af því samt…

Lofa síðan að hvorki skrifa staf né status um ræktina. Enda slíkir statusar nærri jafn leiðinlegir og fjölpóstar eða auglýsingapóstar.

Tókst síðan að bakka á bíl fyrir utan hjá Bárusprikli en sem betur fer var það auðkúlan mín í dekkið á hinum bílnum. Hjúkk!

og aftur í gang aftur

en nú með verkið sem ég er að semja – þetta sem ég uppgötvaði skömmu fyrir jól að þyrfti að vera minnst hálftími. Er búin að vera að vandræðast hvernig í ósköpunum ég gæti teygt það svona langt, textinn er ekki sérlega langur, aðeins 13 línur. Tæpar 3 mínútur á línu, það er laaaaaangt!

En semsagt, sparkaðist aftur í gang í morgun og ég hugsa að ég nái þessu nú.

Keppnisverk þannig að ég vil ekki tala of mikið um það, ef einhverjir sem málið er skylt séu nú að lesa. En skemmtilegt er það.

í gang aftur

jamm, pínu seinna en flestir, LHÍ byrjar ekki alveg strax og Suzuki var í fríi á mánudaginn en á morgun er það alvara lífsins á ný með Hafnarfirði.

Ekki gott að vita hvað við í Tónlistarskólanum þurfum að taka á okkur, ekki var sagan hans Halla rokkara úr leikskólanum fögur. Fáum væntanlega að frétta af því fljótlega, örugglega kennarafundur í næstu viku. Sama gildir um Suz, borgin hljómaði ekki sérlega vel, jafnvel niðurskurður núna um áramót. Hrikalegt að gera slíkt á miðjum vetri, ekki segjum við börnum upp vistinni í janúar.

En þetta kemur jú allt í ljós – vonandi verður ástandið ekki allt of slæmt!

ég er ekki viss

um að við höfum nokkurn tímann haft eins flottan matseðil í áramótaboði.

Franskt þema, Jón Lárus lýsir því hér.

Vill okkur til afsökunar að haga okkur svona gróðærislega að okkur áskotnuðust bæði trufflur og foie gras. Kálfurinn var síðan keyptur í uppáhalds matarbúðinni okkar.

bloggið mitt í fyrra

smá sjálfhverfa:

The stats helper monkeys at WordPress.com mulled over how this blog did in 2010, and here’s a high level summary of its overall blog health:

Healthy blog!

The Blog-Health-o-Meter™ reads Wow.

Crunchy numbers

Featured image

About 3 million people visit the Taj Mahal every year. This blog was viewed about 31,000 times in 2010. If it were the Taj Mahal, it would take about 4 days for that many people to see it.

In 2010, there were 165 new posts, growing the total archive of this blog to 5254 posts.

The busiest day of the year was February 2nd with 231 views. The most popular post that day was já er þetta ekki Elsa?.

Where did they come from?

The top referring sites in 2010 were blogg.gattin.is, facebook.com, blog.eyjan.is, swanurinn.blogspot.com, and tumsa.blogcentral.is.

Some visitors came searching, mostly for hildigunnur, hildigunnur rúnarsdóttir, brandarar, hljómsýn, and blóm.

Attractions in 2010

These are the posts and pages that got the most views in 2010.

1

já er þetta ekki Elsa? February 2010
6 comments

2

vill einhver July 2010
20 comments

3

Um mig March 2007
5 comments

4

ekki versla við Hljómsýn og Litsýn August 2010
2 comments

5

endurtekningar January 2010
21 comments


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

janúar 2011
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa