formaðurinn sem var kjörinn með smölun kom með dæmi um heimska vinstrimanninn sem fattaði ekki hvað hann hafði grætt og þótti dæmið sniðugt.
Sá til vinstri hafði keypt sér hús fyrir húsnæðisbólu, það hafði auðvitað eins og allt annað húsnæði hækkað um margar milljónir. Þetta var til marks um hvað hann hefði nú grætt á „góðærinu“
Það sem litli guttinn sér ekki er auðvitað að vinstra fólk og annað fólk þarf að búa einhvers staðar ekki satt? Jú jú, það er fræðilegur möguleiki að selja húsnæðið, ekki auðvelt en mögulega hægt. Hins vegar þarf væntanlega að kaupa annað húsnæði sem er orðið jafn dýrt og það selda, núna. Eða flytja til útlanda, jú kannski – en gróðinn samt farinn fyrir minna þegar krónan hefur hrapað um meira en helming.
Gróði vinstramannsins er sem sagt bara tölur á blaði, sýndargróði. Eins og öll bólan.
Og litlu Sjálfgræðismennirnir eru ekki búnir að fatta þetta ennþá…
Nýlegar athugasemdir