Sarpur fyrir september, 2009

nýi

formaðurinn sem var kjörinn með smölun kom með dæmi um heimska vinstrimanninn sem fattaði ekki hvað hann hafði grætt og þótti dæmið sniðugt.

Sá til vinstri hafði keypt sér hús fyrir húsnæðisbólu, það hafði auðvitað eins og allt annað húsnæði hækkað um margar milljónir. Þetta var til marks um hvað hann hefði nú grætt á „góðærinu“

Það sem litli guttinn sér ekki er auðvitað að vinstra fólk og annað fólk þarf að búa einhvers staðar ekki satt? Jú jú, það er fræðilegur möguleiki að selja húsnæðið, ekki auðvelt en mögulega hægt. Hins vegar þarf væntanlega að kaupa annað húsnæði sem er orðið jafn dýrt og það selda, núna. Eða flytja til útlanda, jú kannski – en gróðinn samt farinn fyrir minna þegar krónan hefur hrapað um meira en helming.

Gróði vinstramannsins er sem sagt bara tölur á blaði, sýndargróði. Eins og öll bólan.

Og litlu Sjálfgræðismennirnir eru ekki búnir að fatta þetta ennþá…

óvenjuleg útgáfa af Rakaranum

haha, þetta er klikkað flott! Og er ég þó ekki mikið fyrir Hooked on Classics nema síður sé…

bölvun járns

Ekki man ég hvort ég hef byrjað plögg fyrir tónleika svona snemma áður en mikið hrikalega held ég að tónleikarnir okkar þann 8. nóv verði magnaðir. Kolheiðið verk í kirkjunni, fáránlega flott, Raua Needmine eftir Veljo Tormis. Já fleira, margt fleira en nú er ég bara með það á repeat.

Ekki verra að stóri litlibróðir kemur frá Egilsstöðum til að syngja tenórsólóið.

vantar samt diskinn minn ennþá…

Nánar þegar nær dregur.

heh

hefði það ekki verið fyrir að Finnur þarf að breyta víólutímanum sínum í næstu viku hefði ég bókað ekki farið inn á stundatöfluna mína í Listaháskólanum og aldeilis ekki uppgötvað að ég er í fríi þar á morgun. Bara mætt galvösk, ætlað að fara að kenna og ekkert skilið í því hvað væri með nemendurna…

Nú skal samið. Árans blessuð leikfimin þvælist þvílíkt fyrir tónsmíðunum, morgnarnir eru einmitt tíminn sem nýtist mér hvað best. Verð að fara að klára þetta tvennt sem ég á útistandandi.

hóst, snörl, rýt

nei, ég er ekki komin með kvef, eiginlega ætla ég aðallega að hrósa tónleikagestunum í gær.

Það var nefnilega bara hóstað milli fyrsta og annars kafla, bilin milli annars og þriðja og fjórða kafla fengu að vera nánast alveg hóstafrí.

Þagnir í tónlist eru jafnmikilvægar og tónarnir nefnilega. Líka milli kafla í heildstæðum verkum. Áhrifamikil lok kafla, byrjun á næsta er ekki veiðileyfi á líkamshljóð. Milli verka, hvort sem er klappað eða ekki er allt annar hlutur.

Og að fólk skuli ekki fatta að nota tækifærið þegar allt er á fullu í hljómsveitinni, brass og slagverk í gangi, til að losa sig við hóstann og snýturnar, því næ ég bara engan veginn. Þá heyrist nefnilega ekki neitt.

Var einmitt að kenna Finni þetta í gær, hann vildi endilega hvísla einhverju að mér rétt á meðan strengirnir voru með tremoló í pp – stoppaði hann af en leyfði svo næst þegar eitthvað meira var að gerast. Mikið sniðugra og truflar ekki neinn.

Só ðer!

var á

tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nánast troðfullt Háskólabíó, þau spiluðu hina glæsilegu og erfiðu 5. sinfóníu Sjostakóvitsj. Og það ekkert smá vel.

Hafði keypt tvo miða fyrir okkur Jón Lárus, besta stað í húsinu sirka, áttunda bekk aðeins vinstra við miðju. Svo vildu krakkarnir náttúrlega koma með þannig að þegar ég keyrði Fífu klukkan hálffimm þegar hún átti að mæta keypti ég tvo miða fyrir þau líka. Auðvitað ekkert eins góðan stað, 23. bekk. Drógum síðan um hvar hver sæti. Við Finnur lentum í verri sætunum – dauðsá eftir því að hafa ekki keypt bara strax fjóra miða.

Gerði svo sem ekkert þannig mikið til – þetta var verulega flott og skemmtilegt. Enda ætlaði þakið að rifna af húsinu í lokin. Fannst reyndar fólk svolítið seint að taka við sér að standa upp, við nokkur aftast í húsinu spruttum strax upp en nánast enginn annar, fyrr en í þriðja uppklappi þá drattaðist fólk á fætur. Hefur þó oft verið staðið upp að minna tilefni.

Takk fyrir mig krakkar!

vaaaá

hrikalega var gaman í kvöld. Gekk ekki smá vel, ruglaðist einu sinni pínulítið (átti að fara út sviðs hægri en fannst allar hinar vera að fara til vinstri – en það voru þá bara þær sem ég sá til – þetta var bara andartaks hik). Hinar nunnurnar (og ballgestirnir) toguðu mig til ef eitthvað var en það var algerlega minimal. Var gersamlega ekkert stressuð, mesta furða.

Gerði algjör mistök með því að klippa mig svona stutt í haust, þvílíkt vesen að setja galagreiðslu í hárið á mér og ég held ég hafi verið sirka hálftíma að ná af mér míkrófóninum vegna þess að það voru svo margar spennur í hárinu á mér til að halda því í skefjum.

Hraðskipti frá ballgesti í nunnu gengu betur en á æfingunni um daginn, ég var ekki móð þegar ég kom inn á svið – gat semsagt sungið.

Já og ég mundi alltaf eftir höndunum innan í búningi, mjög nunnuleg…

Núna rauðvínsglas til að halda upp á frumraun á sviði (utan æfinga). Congratulations are in order :þ


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

september 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa