Sarpur fyrir ágúst, 2007

já og í

Vatnsvirkjanum, þar sem sturtuhausinn var á tilboðinu, sáum við baðker sem hefði fyllt út í allt baðherbergið okkar. Ef það hefði þá komist þar fyrir.

reddingar

alltaf skemmtilegt þegar allt gengur upp, ætluðum að skjótast og redda nokkrum atriðum áðan. Létum laga fjarstýringuna á öðrum bíllyklinum, keyptum risastóran sturtuhaus (hvað er með að geta lækkað svona græjur úr 16K í 6K á útsölu? Einhver hefur álagningin verið) skiptum ónýtri rauðvínsflösku í (vonandi) heila, (Addi, þetta vín var ekki til í Heiðrúnu, redda meiru takk!), Fífa keypti sér síma (og við féllum úr staðfestu okkar og keyptum síma handa miðbarninu, sá litli fær að prófa að hafa gamla síma stórusystur og sjá hvort hann týnir). Já og smá innkaup í Bónus. Allt tók þetta vel innan við klukkutíma.

finale

nei, þetta eru ekki mín lokaorð hér á blogginu. Lítil hætta á því.

Keypti mér bara um daginn uppfærslu á Finale nótnaskriftarforritinu mínu. Hef hins vegar ekki þorað fyrir mitt litla líf að setja hana inn. Lendi alltaf í tómu tjóni í marga daga þegar ég er að uppfæra, sérstaklega með íslensku stafina.

Hmmm. Á maður að leggja í þetta? Engin deadline næstu vikurnar…

wah!

já, best að fara að læra þetta sóló almennilega, var búin að renna yfir það, virkaði bara mjög einfalt. Svo í fyrrakvöld að syngja það með því sem kórinn er að gera á meðan…

ég ruglaðist.

TVISVAR!

skammarlegt.

farin að æfa mig (Stefán, ég skal ekki ruglast á tónleikunum)

fyrsti kennsludagur

að kvöldi kominn, fínn bara. Líst mjög vel á hópana, frábærir krakkar á ferð. Pínu misjafnlega stödd, en varla kemur það nú á óvart.

Skólasetning í Suzuki á föstudaginn klukkan 17.00, ekki smá súrt að næsta Keðjuverkun er á nákvæmlega sama tíma. Ég hélt hún ætti að vera klukkan sex og að ég næði henni vel. En nei. Fimm. Grrr.

dugnaður getur þetta verið

myndarbúskapur, búin að sulta bæði rabarbara og rifs, tína rifs til að frysta, tína bláber og frysta, sólberin mega vera aðeins lengur en í kvöld tíndir, steiktir og frystir sveppir fyrir veturinn. Líka slatti af hrútaberjum, þó ekki nóg til að sulta. Verður étið.

monti lokið í bili.

(vona annars

að fólk hafi áttað sig á því að síðasta færsla var vottur af sjálfsháði, ég er ekki aaalveg svona sjálfhverf…)


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa