Sarpur fyrir júlí, 2010

vill einhver

plís segja mér hvað „vextir seðlabankans“ þýðir? Ég er búin að sjá tölur um 17% og 21% en á heimasíðu bankans sé ég „vextir á óverðtryggðum útlánum 8,25%“

17-21% vextir á gengistryggðu lánin er bara fáránlegt. 8,25% óverðtryggt er hinsvegar nokkuð sem ég get ekki vorkennt fólki að taka á sig. Verðbólga núna er um 6%, raunvextir þá væntanlega 2,25%. Slæmt? Nei. 3% vextirnir sem voru á lánunum þegar þau voru bundin við gengi franka, yens og fleira hefðu náttúrlega aldrei í lífinu boðist án einhvers konar verðtryggingar. Að segja slíkt eiga að standa verð ég að viðurkenna að er álíka fáránlegt og hugmyndin um þessa 17-21% vexti í hina áttina. Í raun neikvæðir vextir miðað við verðbólgu. (og já ég veit reyndar að kaupið okkar er ekki að hækka um 6% á ári).

Aftur, hvaða vexti seðlabankans er verið að miða við? Finn það hvergi í neinum fréttum né skýringum.

Stormur í vatnsglasi?

hvernig væri nú

að bregða sér á tónleika í hádeginu á morgun fimmtudaginn 22. júlí?

Sveinn Arnar Sæmundsson og Kristín Sigurjónsdóttir halda hádegistónleika í Hallgrímskirkju á Alþjóðlegu orgelsumri – frumflytja þar meðal annars sálmforleik eftir undirritaða en auðvitað er margt fleira á dagskrá, nýtt og gamalt, erlent og innlent.

Mæli annars með þessum tónleikum öllum saman, það er aldrei leiðinlegt að hlusta á flotta spilara á þetta stórkostlega hljóðfæri.

Hér er smá sýnishorn:

er búin

að reyna að ota bókum Rick Riordan um hálfguðinn Percy Jackson að litla guttanum, án mikils árangurs þar til í dag. Hann er að verða búinn með bókaflokk Philip Pullmans en sá er reyndar svolítið þungur fyrir 10 ára. Stráksi vildi helst sjá myndina um eldingaþjófinn áður en hann læsi fyrstu bókina. Þrátt fyrir sannfæringar móðurinnar um að bókin væri svona 18 sinnum betri og myndin væri eiginlega bara rusl.

Nema hvað, gutti gefur sig áðan og byrjar á bók #1.

Ég kem niður til að segja honum að fara að sofa um hálfellefuleytið – karatenámskeið í fyrramálið og hann yfirleitt ómögulegur á morgnana ef hann fær ekki nægan svefn.

Finnur: Mamma, hvers vegna neyddirðu mig ekki til að byrja að lesa þessar bækur fyrr??? Rosa skemmtilegar!

ég: \o/ …

besta helgin

til að vera hér í bænum var ekki þessi helgi núna – ekki að þið hefðuð ekki getað logið því að mér.

Næsta helgi og verslunarmannahelgin (sem er venjulega sú besta á árinu til að vera í bænum) þurfa reyndar að sýna ansi vel að þær séu betri. Ójá. Skora á þær…

sjáið bara

fallegu stelpurnar mínar með litlu dýrðarfrænku sína:

freyja og karen ólöf

fífa og karen ólöf

hátt…



Öxarárfoss að ofan, originally uploaded by hildigunnur.

Skutumst í sumarbústað systur Jóns og mágs við Þingvallavatn um þarsíðustu helgi. Mig hefur alltaf langað til að ganga að Öxarárfossi ofan frá og á leið til baka í bæinn stöðvuðum við bílinn rétt við brúna og röltum okkur niðureftir. Bráðskemmtilegur stuttur göngutúr en ég verð að viðurkenna að mér var hreint ekki alveg sama þegar við komum út á brún…


bland í poka

teljari

  • 380.688 heimsóknir

dagatal

júlí 2010
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa