er búin

að reyna að ota bókum Rick Riordan um hálfguðinn Percy Jackson að litla guttanum, án mikils árangurs þar til í dag. Hann er að verða búinn með bókaflokk Philip Pullmans en sá er reyndar svolítið þungur fyrir 10 ára. Stráksi vildi helst sjá myndina um eldingaþjófinn áður en hann læsi fyrstu bókina. Þrátt fyrir sannfæringar móðurinnar um að bókin væri svona 18 sinnum betri og myndin væri eiginlega bara rusl.

Nema hvað, gutti gefur sig áðan og byrjar á bók #1.

Ég kem niður til að segja honum að fara að sofa um hálfellefuleytið – karatenámskeið í fyrramálið og hann yfirleitt ómögulegur á morgnana ef hann fær ekki nægan svefn.

Finnur: Mamma, hvers vegna neyddirðu mig ekki til að byrja að lesa þessar bækur fyrr??? Rosa skemmtilegar!

ég: \o/ …

3 Responses to “er búin”


  1. 2 baun 2010-07-23 kl. 09:41

    Heppin eruð þið að geta „neytt“ barnið til lestrar;)

  2. 3 hildigunnur 2010-07-24 kl. 10:43

    Baun, haha þarf reyndar yfirleitt ekki til 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

júlí 2010
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: