Sarpur fyrir maí, 2006

Sidasti

heili dagurinn i Køben. Vedrid ekki upp a marga fiska. Uppgotvadi (tja, Hallveig uppgotvadi) ad madur kemst fritt a netid a hotelinu. Suzhotelid ljomandi fint, annars, vist verra med Hafnarfjardar…

A leidinni ad skoda Rytmisk Konservatorium, spennandi.

køben

Netkaffi i kaupmannahofn, Hallveig a leid i operuna med Finnboga og Torhalli (muuu, en tad var bara til einn midi og eg leyfdi henni)

Bunar ad frika pinu ut i budunum og sitja a kaffihusum og drekka bjor. Vel hægt ad sitja uti, halfskyjad, vid vorum mikid i tvi ad fara ur og i jakka a kaffihusinu i hadeginu. Turftum to aldrei ad nota teppid sem teir hofdu a stolbakinu tarna a Diamanten.

Nu bara upp a hotel aftur. Vignir kommentadi um ad hann væri til i ad hitta mig, en eg er ekki med simann hja ter, Vignir minn, annars væri eg buin ad hringja. Matt hringja i mig ef tu serd tetta (692-1339)

Aldrei ad vita nema eg nai ad kikja aftur a netid sidar.

Svo er það bara Danmörk

í fyrramálið, húrra!

Ekki víst að ég kíki neitt á bloggið, mér hefur tekist nokkuð vel að halda mér tölvufrírri í útlöndum. Mögulega kvöldið sem ég gisti hjá henni Irme sem var eins og aukamamma mín þegar ég átti von á Fífu þarna fyrir fjórtán árum. Lofa samt engu. Langþráð frí. Skjáumst, folks.

Meira Project Runway

Ný sería byrjaði í dag, alveg óvænt (ég er ekki vön að lesa sjónvarpsdagskrána í ofvæni) Nokkrir gersamlega óþolandi karakterar þarna. Veit ekki einu sinni hvort ég muni elska að hata þá. Annars lofar þetta góðu.

Látið berast:

Sælir allir Íslendingar
Til stendur að hafa meðmælagöngu þann 27. maí þar sem farið verður fram á
virkt lýðræði í sambandi við stóriðjustefnuna og undirskriftasöfnun hefst
með áskorun til stjórnvalda.

Endilega hafið samband við alla kunningja, vini og fjöldskyldu og látið
orðið berast um gönguna því við viljum fá alla með og gera þetta að
stórviðburði.

Laugardaginn 27. maí, kl. 13:00 standa Íslandsvinir fyrir göngu sem lagt
verður í frá Hlemmi í Reykjavík. Gengið verður niður Laugaveginn og endað
með útifundi á Austurvelli, þar sem
fram koma margir af okkar helstu tónlistarmönnum, auk skálda og annara
listamanna.

Við göngum . . .

fyrir íslenska náttúru
fyrir fjölbreytt atvinnulíf, hugvit, menningu
fyrir sköpunarkraft og frumkvæði
fyrir ný tækifæri
fyrir menntun
fyrir velferð
fyrir lífsgæði
fyrir lýðræði
fyrir sjálfstæði Íslendinga

Við göngum . . .

gegn misnotkun á náttúruauðlindum okkar
gegn efnahagslegu ósjálfstæði
gegn einhæfu atvinnulífi
gegn stóriðjustefnu stjórnvalda

Aldrei áður hefur náttúrugersemum okkar, efnahagslegu sjálfstæði og velferð
verið ógnað sem nú og því liggur mikið við.

Drög að dagskrá 27. maí.

13:00 – 14:00 Ganga frá Hlemmi niður á Austurvöll
14:00 Dagskrá hefst á Austurvelli
14:00 – 15:40 Örstutt kynning á undirskriftasöfnun 3 mín
Hjálmar
KK
Fjallkonan flytur ljóð
Ragnhildur Sigurðar (vistfræðingur) talar
Flís og Bogomil Font
Benni Hemm Hemm
Unglingar flytja beiðni sína
Ragnhildur Gísladóttir
Fræðsluefni rúllar á skjá allan tímann

Kærar þakkir til þeirra sem eru tilbúnir að leggja málefninu lið. Nú er
tækifærið til að „gera eitthvað“

Íslandsvinir
http://www.islandsvinir.org

Oooojjj

það er kafaldsbylur fyrir utan gluggann minn, ég get svo svarið það! Finnur fór í úlpu, húfu og vettlinga til að fara í leikskólann. Erum við alveg viss um að það sé seinnipartur maí, hérna?

Té mínus tveir

dagar í Köben.

Fyrir hvað stendur annars T-ið í T minus? Time? Besserwisserar hér?

í dag

kláraði ég tvo nýja fiðludúetta (annar af þeim var reyndar nærri tilbúinn). Hálfnuð með dúettaseríuna.
fékk ég nýja pöntun, skilist um áramót 2006-2007
horfi ég út í skítkalda rokið og hugsa að það geti ekki orðið annað en betra í Köben, hvað þá Prag.
setti ég ógeðslega flottan broskall á síðustu færslu, aðeins til að uppgötva að hann tollir ekki þar. Bandwidth theft. Ég er skammvinnur bandwidth þjófur.

Ég á alltaf

héðan í frá eftir að kjósa utankjörfundar, eins snemma og ég get. Besta afsökun í heimi að geta bara brosað sætt framan í liðið og sagt – Búin að kjósa 😀 Slapp auðveldlega fram hjá tveimur básum í Kringlunni áðan.

kosningar

Nú eru bæði Hvatarkona og Framsóknarfrauka búnar að hringja í mig til að reyna að veiða atkvæðið mitt. Byrjaði á því að benda þeim báðum á að ég sé krossmerkt í símaskránni, sú frá D þóttist nú ekki hafa símanúmerið mitt þaðan, ekki veit ég hvaðan hún hefur það þá, þessi frá Exbé hins vegar hélt að það þýði bara bann við símasölu, ég sagðist nú halda að það hlyti að gilda um allt símaónæði. Ég meina, eru ekki meira að segja áhöld um hvort Gallup og hinar kannanastofnanirnar megi hringja í fólk sem er búið að merkja sig?

Að minnsta kosti gat ég bent báðum dömunum á að ég hefði nú verið andlit í auglýsingu Vinstrigrænna um daginn þannig að það þýddi mjög takmarkað að hringja í mig. Hvatarkonan var mjög kurteis og kvaddi mig og sagði – gangi ykkur vel. Sú frá exbé spurði hvort ég væri nú aaaalveg viss. Jú, þóttist vera það.

Var svo ekki fyrr búin að leggja á þegar ég mundi eftir að ég hefði getað sagt henni að þetta þýddi enn minna, ég kaus nefnilega utankjörfundar í morgun.

Rétt, að sjálfsögðu.

Hef annars aldrei fyrr en núna fengið svona upphringingar frá flokkunum. Ætli ég sé komin á einhvern lista? Búin að ná einhverjum aldri? Hvað með ykkur hin, er verið að hringja svona í ykkur líka? (svarist þegar Enetation kemur upp aftur)

fljótandi apótekaralakkrís

það er ég að drekka núna. Algjört nammi. Eigum eftir að kaupa Köstritzer Schwartzbier aftur, ekki spurning. Eigum meira að segja Köstritzer bjórglas, keypt dýrum dómum á pöbb í Heidelberg.

København

Ég var farin að hlakka þessi lifandis ósköp til að komast úr þessu norðanbáli hér og í vorið í Køben eftir nokkra daga.

Svo kíkti ég á veðurspána fyrir Kaupmannahöfn og haldið þið ekki að það sé alveg sama spáin þar og hér? 6-10 gráðu hiti og rok. Urrr.

JEIIII

Finnland, gó Finnland!

Lettland

kjósa Lettland, ég stóla á ykkur!!!

Þurfið ekki að kjósa Finnland, þeir fá pottþétt 12 stig frá okkur, hvortsemer.

ljómandi

fínn dómur um kórtónleikana í Mogga í dag. Jónas er sérlega ánægður með framtakið, talar um að efnisskrár á kórtónleikum séu iðulega skelfilega einhæfar, allir að syngja það sama, þannig að fleiri mættu taka okkur til fyrirmyndar. Það mættu náttúrlega bara líka fleiri kórar syngja þessi fínu verk sem við vorum með.

Hann hrósar líka verkunum, er sérlega ánægður með Martröðina mína, Ljóðið hennar Elínar og Örlög Þóru. Gagnrýnin sem hann kemur með er alveg réttmæt, sólistarnir í Bóthildarkvæðinu mínu voru misgóðir og við kunnum verkið hans Hreiðars ekki alveg nægilega vel, enda kom ekki upp fyrr en daginn áður að það þyrfti að vera utanað. Verður betra næst.

Jónas hrósar síðan samhljómnum í kórnum og er ánægður með heildarsvip tónleikanna. Held við getum ekki kvartað yfir þessum dómi. 🙂

Dræm aðsókn

samkvæmt Fréttablaði dagsins er heldur dræm aðsókn að vinnuskólanum í Reykjavík í ár.

Spurning hvort við þurfum að fara að flytja inn Pólverja?

gaman

að elda á nýju vélinni. Mjöööög gaman að elda á nýju vélinni. Rísottóið ljómandi gott. Mhmmm. Svo er bara spurning um að prófa ofninn á morgun eða hinn. Þar gæti munurinn orðið mestur, þar sem það var engan veginn hægt að treysta hitastiginu á þeim gamla. Vonandi eru allar föllnu kökurnar fortíð núna, annars missi ég alveg traust á bakaranum í mér…

math curse

Feðgarnir að lesa þessa bók, við keyptum hana fyrir Fífu fyrir nokkrum árum. Tóm snilld. Sagði einhver að stærðfræði væri leiðinleg?

og nýja græjan

Þetta er nú eitthvað annað! Prufukeyrt á kindarísottóinu hennar Hallveigar á eftir. Hlakka til 🙂
og nýja græjan
Originally uploaded by hildigunnur.

gamla skrogið

á leiðinni í Sorpu. Nei, ég ætla ekki að bjóða neinum hana, ekki einu sinni gefins. Fiðbjóður.
gamla skrogið
Originally uploaded by hildigunnur.

bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

maí 2006
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa