Sarpur fyrir júlí, 2005

Innsiglingin til Feneyja

 

Enn meiri Feneyjar


Originally uploaded by hildigunnur.

þarna var töluverður loftraki eins og sést á myndinni. En fallegt er nú þarna.

stelpur hjá Tíberíusarbrú

 

stelpur hjá Tíberíusarbrú


Originally uploaded by hildigunnur.

þessi flotta og eldgamla brú er í gamla miðbænum í Rimini. Byggð um árið 20

sundlaugin

 

Finnur í sundlauginni


Originally uploaded by hildigunnur.

þarna var trúlega mestum tímanum eytt í ferðinni.

tagliatelle bolognese

 

tagliatelle bolognese


Originally uploaded by hildigunnur.

og gott, maður minn. Trattoria La Bel Fiore, ekki man ég götunafnið. (Via Marsala, kannski). Ef þið komið þangað, ekki panta ykkur vín hússins, frekar af seðli, hins vegar eru desertarnir snilld. Þó var möndlukakan rommbætt fullmikið fyrir okkar smekk. Panna cotta best sem við höfum bragðað, hins vegar.

omg! þvílíkt vínkvöld! og við nýkomin frá stóra …

omg! þvílíkt vínkvöld! og við nýkomin frá stóra (hmm, eitt þeirra stóru) vínlanda. Addi víninnflytjandi dældi í okkur Chiantium og Baroloum og Brunelloum og einum Ástrala, ásamt freyðaranum sem við komum með handa honum frá Talíu. Aldrei að vita hvort hann reynir ekki að flytja hann inn.

En bragðupplifun kvöldsins var samt Amedei súkkulaði. Og okkur sem fannst Thorntons gott, nevermænd Lindt eða Valrhona. Fæst í Yndisauka og stundum í Ostabúðinni. Hvet ykkur til að smakka. Ekki ódýrt en þvílíkt vel þess virði!

Ragnheiður og skinkan

þokkalega stór, ekki satt? Nærri eins stór og stelpan. Fannst í sælkerabúð í Bologna. Mér finnst Bologna frábær. Sælkerakapítal Ítalíu, samkvæmt vínsogmatar sérfræðingi okkar.
Ragnheiður og skinkan
Originally uploaded by hildigunnur.

Neptúnusarstytta og gosbrunnur

flottasta stytta sem við sáum í Bologna. Mér finnst Bologna frábær borg, þó hótelíerinn skildi ekkert hvers vegna við vildum fara þangað, þar væri ekkert. Fínt bara, ég er alveg til í ekkert…
Neptúnusarstytta og gosbrunnur
Originally uploaded by hildigunnur.

bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

júlí 2005
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa