Sarpur fyrir júlí, 2005

Innsiglingin til Feneyja

 

Enn meiri Feneyjar


Originally uploaded by hildigunnur.

þarna var töluverður loftraki eins og sést á myndinni. En fallegt er nú þarna.

stelpur hjá Tíberíusarbrú

 

stelpur hjá Tíberíusarbrú


Originally uploaded by hildigunnur.

þessi flotta og eldgamla brú er í gamla miðbænum í Rimini. Byggð um árið 20

sundlaugin

 

Finnur í sundlauginni


Originally uploaded by hildigunnur.

þarna var trúlega mestum tímanum eytt í ferðinni.

tagliatelle bolognese

 

tagliatelle bolognese


Originally uploaded by hildigunnur.

og gott, maður minn. Trattoria La Bel Fiore, ekki man ég götunafnið. (Via Marsala, kannski). Ef þið komið þangað, ekki panta ykkur vín hússins, frekar af seðli, hins vegar eru desertarnir snilld. Þó var möndlukakan rommbætt fullmikið fyrir okkar smekk. Panna cotta best sem við höfum bragðað, hins vegar.

omg! þvílíkt vínkvöld! og við nýkomin frá stóra …

omg! þvílíkt vínkvöld! og við nýkomin frá stóra (hmm, eitt þeirra stóru) vínlanda. Addi víninnflytjandi dældi í okkur Chiantium og Baroloum og Brunelloum og einum Ástrala, ásamt freyðaranum sem við komum með handa honum frá Talíu. Aldrei að vita hvort hann reynir ekki að flytja hann inn.

En bragðupplifun kvöldsins var samt Amedei súkkulaði. Og okkur sem fannst Thorntons gott, nevermænd Lindt eða Valrhona. Fæst í Yndisauka og stundum í Ostabúðinni. Hvet ykkur til að smakka. Ekki ódýrt en þvílíkt vel þess virði!

Ragnheiður og skinkan

þokkalega stór, ekki satt? Nærri eins stór og stelpan. Fannst í sælkerabúð í Bologna. Mér finnst Bologna frábær. Sælkerakapítal Ítalíu, samkvæmt vínsogmatar sérfræðingi okkar.
Ragnheiður og skinkan
Originally uploaded by hildigunnur.

Neptúnusarstytta og gosbrunnur

flottasta stytta sem við sáum í Bologna. Mér finnst Bologna frábær borg, þó hótelíerinn skildi ekkert hvers vegna við vildum fara þangað, þar væri ekkert. Fínt bara, ég er alveg til í ekkert…
Neptúnusarstytta og gosbrunnur
Originally uploaded by hildigunnur.

stórt splass

í sundlauginni við hótelið. Ekki smá sem krakkarnir undu sér vel. Finnur þorði varla að fara í kaf fyrir ferðina en nú er það ekkert mál.
stórt splass
Originally uploaded by hildigunnur.

langar einhvern

í stórt glas af Nutella?
langar einhvern
Originally uploaded by hildigunnur.

flöskurnar

þessar sendi hótelstjórinn með okkur heim, vorum að drekka þetta vín í boði hans allan tímann. Ein handa okkur, ein handa Hallveigu og Jóni Heiðari og ein handa Arnari vini okkar og innflytjanda fínna vína. Væri óvitlaust að koma þessu á markað hér heima.
flöskurnar
Originally uploaded by hildigunnur.

Rimini utan frá sjó

fórum út á hjólabát, voða gaman 🙂
Rimini utan frá sjó
Originally uploaded by hildigunnur.

hótelið okkar, framan frá

Residence Hotel Astoria. Algjör snilld. Ókei, hef gist á meira lúxushóteli en innbyggður hótelstjóri með freyðivín í bunum slær það nú allt út.
hótelið okkar, framan frá
Originally uploaded by hildigunnur.

flinkar

Gengu þvers og kruss um laugina svona, þ.e. Fífa gekk og Freyja hélt jafnvægi.

Flickr er hræðilega seinvirkt núna þannig að ég hinkra með fleiri myndir þar til þeir komast í lag.


flinkar
Originally uploaded by hildigunnur.

Myndirnar komnar á netið, hér eru þær. Hendi einh…

Myndirnar komnar á netið, hér eru þær. Hendi einhverjum völdum inn hér, fyrir þá sem ekki nenna í stóra fjölskyldualbúmið mitt (ítalíusettið eru 161 mynd, mest fólkið mitt sko)

mikið gaman að sjá þennan kominn aftur, tengill pr…

mikið gaman að sjá þennan kominn aftur, tengill prontó. Best að henda þá líka inn bróður hans, lengi staðið til.

Ferðasagan, já… Við lentum á besta hóteli í hei…

Ferðasagan, já…

Við lentum á besta hóteli í heimi, hóteleigandinn þekkir vin okkar Hallveigar, sá var búinn að segja okkur að skila kveðju. Gaurinn bar í okkur fínasta ítalska freyðivín allan tímann (kampavínsgæði, ekkert x@%$ dísætt Asti Spumante)

Hitt og þetta var gert sér til dundurs þarna úti, það er ljóst.

Fórum til Feneyja, fýlan úr síkjunum er stórlega ýkt. Lékum ofurtúrista og fórum í gondólaferð, vorum heppin með ræðara, okkar bæði söng fyrir okkur (tja, raulaði, reyndar, ekkert belgings ósólemíó, en samt…) Hallveig, Jón Heiðar og Ragnheiður ekki eins heppin með sinn, hann var bara fúll, söng ekki neitt og benti þeim ekki einu sinni á merkileg hús eða brýr á leiðinni. Súri gaukur. Við Finnur slepptum göngutúrnum með leiðsögumanninum, hann var svo pirraður af hita og þreytu að það var mun gáfulegra að setjast bara á kaffihús. Kaffihús á Markúsartorgi eru örugglega með þeim dýrustu í heimi, skal ég segja ykkur. Hefði viljað ná á tvíæringinn og sjá verkið hennar Gabríelu, en það var svolítið úr leið, hefðum örugglega kíkt ef við hefðum ekki verið með krakkana.

í Feneyjum varð okkur trúlega heitast í ferðinni, kannski fyrir utan heimferðardaginn.

Kíktum til San Marino, ghastly and touristy eins og hún Ghislaine vinkona okkar lýsti, en hei, vel þess virði fyrir þessar 3 líkjörsflöskur og 4 rauðvín sem við komum með heim (Hallveig hélt á einni, vonandi minnkar ekkert í flöskunni). Þvílíkur sölumaður sem við lentum á, annars, við ætluðum bara að kaupa 1-2 rauðvín og svo flösku af núggalíkjörnum sem við keyptum þar síðast.

Róm og Flórens eigum við inni þar til næst og þarnæst, ekki alveg málið með þann 5 ára. Ég er reyndar líka með safnafóbíu, er allt of óþolinmóð til að standa og dást að listaverkum í óratíma, svo er líka bara sensory overload á þessum gömlu stóru söfnum.

Keyptum okkur viku strandarpassa, nýttum ekki nema hluta af honum, þvílíkur munur að vera með sundlaug við hótelið. Það höfðum við nefnilega ekki þegar við vorum þarna síðast. Þægilegt að leyfa krökkunum að busla að vild, liggja sjálfur og lesa við sundlaugarbarminn, dýfa sér út í þegar hitinn varð óbærilegur. Láta síðan bera í sig freyðivín í ísfötu í boði hússins. Verður það mikið betra? Ja, kannski hefði ég viljað sleppa við að brenna yfir Harry Potter, gleymdi eiginlega að kæla mig þann daginn. Aloe vera hlaupið mitt bjargaði málum.

Heilmikið etið og drukkið að sjálfsögðu, eitt snilldarveitingahús sem við fórum á, Osteria de burg. Gleymdi myndavélinni í þeirri ferð, því miður, þar hefði ég viljað ná myndum af kræsingum. Næst, næst… Skruppum til Bologna í pílagrímsferð að borða tagliatelle bolognese í réttu umhverfi, gert á réttan hátt, sé ekki eftir því. Fundum ógurlega sælkerabúð hvar við keyptum rúmlega kílós stykki af parmiggiano reggiano, nú er bara að finna út hvernig við geymum hann eftir að hann er opnaður. Ætluðum á stóra Nutellabarinn á svæðinu en þá var hann bara lokaður, krakkarnir voru ekki smá fúl. Opnaði bara ekkert aftur, eftir hádegishléið.

keyptum okkur gíga Nutellakönnu, einn lítra, (glass of Nutella, anyone?), krukku með niðursoðnum risarækjum (verður búið til risotto á sunnudaginn), einn pakka af piadinum (langar í pönnu, kaupi svoleiðis þegar við fáum okkur gaseldavélina), bel paese ost (er að verða búinn).

Hóteleigandinn leysti okkur síðan út með sitthvorri flöskunni til að fara með heim.

Heimferðin var ári erfið, eftir langan og mjöööög heitan dag var lagt af stað frá hótelinu okkar þegar klukku vantaði kortér í átta, tínt upp fólk af tveim öðrum hótelum, keyrt í einnoghálfan tíma til Bolognaflugvallar, fáránlega löng röð í innritun (snarbrjáluð ítölsk kerling hellti sér yfir okkur og fararstjórann þegar Hallveig og Jón fengu að tékka sig inn með okkur). Vélinni seinkaði um klukkutíma og kortér, gekt stuð með tvö dauðþreytt fimm ára kríli, bæði farþegar og áhöfn voru síðan orðin dauðþreytt og hundpirruð í fluginu, krakkarnir sváfu sem betur fer eiginlega alla leiðina. Vorum komin heim um hálffimmleytið (hálfsjö að okkar líkamsklukku), vaknaði klukkan níu. Þess vegna sundurlaus frásögn. Er að fara að sofa aftur, sko.

Stærstu kostirnir við að vera kominn heim:

Glaður köttur
Hætt að þurfa að drekka vatn eins og við séum á tímakaupi við það. (held að vatnsbúskapur Ítalíu hafi skaðast illilega á tímabilinu)
Íslenskt vatn úr krananum.
Rúmið mitt.
Baðkarið mitt.
Almennilega hreint hár, ekki síþvalt af svita.
Verslunarmannahelgi þungskýjuð og svalt. (kyrr í bænum að venju)

Myndir fylgja fljótlega, er búin að tæma vélina inn í iPhoto en á eftir að velja úr til að henda á netið.

ps. Jón Lárus rakst síðan á þessa brjáluðu ítölsku úti á horni hjá okkur þegar hann fór út að skokka…

Jæja, þá er maður mættur á klakann. Klakar eru gó…

Jæja, þá er maður mættur á klakann. Klakar eru góðir. Amk þegar síðasta hitastig var 40°. Oj.

þarf að setja niður ferðapunkta áður en sagan kemur.

her er eg aftur, fann i gaer bokabud sem seldi Pot…

her er eg aftur, fann i gaer bokabud sem seldi Potterinn uppi i gamla baejarhlutanum, keypti tvaer, eina fyrir mig og eina fyrir Hallveigu, eg er buin med mina. Hun Joanna er ekkert buin ad tyna thessu. Snilldarbok. Vonandi ekki morg ar i tha sidustu.

Styttist i heimferd, oj

buin med timann, ekki med nema eina og halfa evru a mer. Skjaumst, ppl.

aahhh, italia, hiti, is og bjor og raudvin og snil…

aahhh, italia, hiti, is og bjor og raudvin og snilldarmatur, buin ad taka ut feneyjar og san marino, sundlaugin i hotelgardinum stendur fyrir sinu, madur nennir eiginlega ekki ut a strond. Eini gallinn er ad eg er buin med pro-derm solarvornina, eina sem virkar a solarexemid. Klikkadi a birkioskunni sem a ad virka a thad lika.

en hei, thetta er samt tom snilld. Farin ad fa mer is. Kannski kiki eg aftur, kannski ekki (1 1/2 evra fyrir korterid, sko…)

Ítalía, here we come. (já, ég veit að þessi mynd…

Ítalía, here we come. (já, ég veit að þessi mynd er frá San Marino, fer þangað líka)

Verðum ekki með fartölvu (fartölvueigandinn í fjölskyldunni hnussaði þegar ég spurði hvort hann yrði með tölvuna með) þannig að ég kíki hér við ef ég nenni og rekst á netkaffi. Ekkert víst.

Búin að fá bróður hans Jóns Lárusar til að vera í húsinu á meðan við erum í burtu, þýðir ekkert að reyna að brjótast hér inn og stela kisu, ónei.

Þannig að hafið það gott næsta hálfa mánuðinn. Við Hallveig, Jón Heiðar, Árni Heimir og Farfuglinn ásamt fjölskyldum og vinum verðum að spóka okkur í sólinni. Vonandi verður veðrið gott hjá ykkur hinum líka.

bless í bili


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

júlí 2005
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa