Sarpur fyrir apríl, 2004

það er ekkert minna en hneyksli ef önnur hvor hinn…

það er ekkert minna en hneyksli ef önnur hvor hinna söngkvennanna kemst áfram en hallveig ekki! langbest. ein af þeim reyndar belgísk, maður veit ekki stöðuna á heimadómaradæminu en þessi keppni er mjög virt og á alveg að vera að marka útkomuna. það er víst ekki alls staðar.

sú fyrsta kemst bókað ekki áfram, var með fallega rödd en réð ekkert við verkefnin sem hún var með í seinni hlutanum.

hallveig búin að syngja fyrri partinn! henni gekk…

hallveig búin að syngja fyrri partinn! henni gekk rosalega vel! aríurnar eftir, tojtoj!

ég vildi ég kynni betri frönsku, kynnarnir töluðu þessi ósköp á eftir, ég heyrði ekki betur en þeir væru hrifnastir af hennar útgáfu af nýja verkinu, og almennt ánægðir með hana, en ég skildi bara svo lítið í þessu!

keep u posted 🙂

nýr skemmtilegur tengill: brall í bauk þurfum bar…

nýr skemmtilegur tengill: brall í bauk þurfum bara að passa okkur á því að einhverjir síðuhöfundar úti í bæ fari að birta uppskriftirnar sem sínar eins og kom fyrir hjá nönnu (ætli séu nú miklar líkur á því samt, við erum ekki heimsfrægir gúrmetar)

hann finnur minn á afmæli í dag litli kútur er …

hann finnur minn á afmæli í dag

litli kútur er fjögurra ára, las sjálfur á afmæliskortið sitt.

duglegur lítill engill 🙂

alsæll að fara með ís í leikskólann og gefa krökkunum, svo fær hann hamborgara í kvöld.

hér er tengill á söngkeppnina sem hún hallveig er …

hér er tengill á söngkeppnina sem hún hallveig er í.hún virðist eiga að syngja síðust af þessum þremur sem eru þarna klukkan 1, þannig að eins gott að beina straumunum á hana en ekki bara einhvern sem er að syngja þarna klukkan eitt

😉

skiptast á skin og skúrir í þessu lífi neinei, …

skiptast á skin og skúrir í þessu lífi

neinei, það var ekkert að koma fyrir, ég er nú bara að tala um veðrið 😉

hefði alveg mátt vera eins í dag og í gær. mér fannst virkilega að það hefði átt að gefa frí í tónlistarskólum vegna veðurs. enda sleppti ég bekkjunum eilítið snemma út, nema reyndar tónheyrnarkrökkunum, þau hafa ekki gott af því 😉

en í dag hef ég enga ástæðu til að sleppa neinum fyrr út. er að kenna fyrir þessa sem komst áfram í keppninni sinni. hún syngur aftur á morgun um kl. 13.00 að okkar tíma, url http://www.rtbf.be endilega hlustið og sendið góða strauma. ekki viss hvað hún syngur, nokkur númer, trúlega eitt lag eftir sibelius og svo eitt brjálað nútímaverk, svona upp, niður, hænuskref til vinstri verk, þrælsnúið í taktinum. ekki allir sem ráða við svoleiðis pakka, en hallveig er alvön að syngja undarlega músík (nei, ekki mína, ég sem ekkert sérstaklega undarlega músík)

amk skylda að senda góða strauma til belgíu klukkan eitt á morgun, hvort sem þið hlustið eður ei.

trallalla :-) hallveig systir komst áfram í 36 …

trallalla 🙂

hallveig systir komst áfram í 36 manna hóp í keppninni sem hún er í, úti í belgíu :):):)


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

apríl 2004
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa