Sarpur fyrir apríl, 2004

það er ekkert minna en hneyksli ef önnur hvor hinn…

það er ekkert minna en hneyksli ef önnur hvor hinna söngkvennanna kemst áfram en hallveig ekki! langbest. ein af þeim reyndar belgísk, maður veit ekki stöðuna á heimadómaradæminu en þessi keppni er mjög virt og á alveg að vera að marka útkomuna. það er víst ekki alls staðar.

sú fyrsta kemst bókað ekki áfram, var með fallega rödd en réð ekkert við verkefnin sem hún var með í seinni hlutanum.

hallveig búin að syngja fyrri partinn! henni gekk…

hallveig búin að syngja fyrri partinn! henni gekk rosalega vel! aríurnar eftir, tojtoj!

ég vildi ég kynni betri frönsku, kynnarnir töluðu þessi ósköp á eftir, ég heyrði ekki betur en þeir væru hrifnastir af hennar útgáfu af nýja verkinu, og almennt ánægðir með hana, en ég skildi bara svo lítið í þessu!

keep u posted 🙂

nýr skemmtilegur tengill: brall í bauk þurfum bar…

nýr skemmtilegur tengill: brall í bauk þurfum bara að passa okkur á því að einhverjir síðuhöfundar úti í bæ fari að birta uppskriftirnar sem sínar eins og kom fyrir hjá nönnu (ætli séu nú miklar líkur á því samt, við erum ekki heimsfrægir gúrmetar)

hann finnur minn á afmæli í dag litli kútur er …

hann finnur minn á afmæli í dag

litli kútur er fjögurra ára, las sjálfur á afmæliskortið sitt.

duglegur lítill engill 🙂

alsæll að fara með ís í leikskólann og gefa krökkunum, svo fær hann hamborgara í kvöld.

hér er tengill á söngkeppnina sem hún hallveig er …

hér er tengill á söngkeppnina sem hún hallveig er í.



hún virðist eiga að syngja síðust af þessum þremur sem eru þarna klukkan 1, þannig að eins gott að beina straumunum á hana en ekki bara einhvern sem er að syngja þarna klukkan eitt

😉

skiptast á skin og skúrir í þessu lífi neinei, …

skiptast á skin og skúrir í þessu lífi

neinei, það var ekkert að koma fyrir, ég er nú bara að tala um veðrið 😉

hefði alveg mátt vera eins í dag og í gær. mér fannst virkilega að það hefði átt að gefa frí í tónlistarskólum vegna veðurs. enda sleppti ég bekkjunum eilítið snemma út, nema reyndar tónheyrnarkrökkunum, þau hafa ekki gott af því 😉

en í dag hef ég enga ástæðu til að sleppa neinum fyrr út. er að kenna fyrir þessa sem komst áfram í keppninni sinni. hún syngur aftur á morgun um kl. 13.00 að okkar tíma, url http://www.rtbf.be endilega hlustið og sendið góða strauma. ekki viss hvað hún syngur, nokkur númer, trúlega eitt lag eftir sibelius og svo eitt brjálað nútímaverk, svona upp, niður, hænuskref til vinstri verk, þrælsnúið í taktinum. ekki allir sem ráða við svoleiðis pakka, en hallveig er alvön að syngja undarlega músík (nei, ekki mína, ég sem ekkert sérstaklega undarlega músík)

amk skylda að senda góða strauma til belgíu klukkan eitt á morgun, hvort sem þið hlustið eður ei.

trallalla :-) hallveig systir komst áfram í 36 …

trallalla 🙂

hallveig systir komst áfram í 36 manna hóp í keppninni sem hún er í, úti í belgíu :):):)

nú ætla ég að fara að dæmi begga frá því 14. apríl…

nú ætla ég að fara að dæmi begga frá því 14. apríl og kommenta á baggalút kommon strákar, chateau d’Yquem er hvorki rauðvín né getur það með nokkru lifandis móti talist SÚRT!!!

(ég kann ekki að vísa í dagsetningu eða sérstaka grein á blogginu, hmm, þarf að skoða málið 🙂

kominn tími á hlekk á kontrabassaleikarann ógurleg…

kominn tími á hlekk á kontrabassaleikarann ógurlega sem er alltaf dæmið sem ég tek um ofurhraða í tónfræðakennslu, þegar lötu ormarnir mínir eru að kvarta um hvað efnið sé erfitt og mikið torf: sko einu sinni byrjaði strákur hjá mér á fyrsta hluta í mars og í maí tók hann próf í fimmta hluta!!!

þreyttur! löng æfing hjá sinfóníuhljómsveit áhuga…

þreyttur! löng æfing hjá sinfóníuhljómsveit áhugamanna; þó ekki eins löng og síðast. þá gleymdi stjórnandinn sér og var til kortér yfir ellefu! en gaman er það nú samt, bilað fjör að spila dvorák níundu, uppáhalds sinfóníuna hans bó hall 😉

ég er enn ekki alveg búin að ákveða hvað ég á að taka með hljómsveitinni í desember, er að spá í fyrstu sinfóníu prókoffíeffs, hún er stutt en verulega flott. spurning samt hvort ég þurfi að taka eitthvað jólalegt. hmmm? maður getur nú alltaf útsett einhver jólalög, ef ég hef þá tíma til þess, sé ekki betur en það verði verulega þétt setið hjá mér haustið. gaman að því.

ég verð að viðurkenna að ég hef óneitanlega þá til…

ég verð að viðurkenna að ég hef óneitanlega þá tilhneigingu til að vera á móti öllu því sem núverandi ríkisstjórn íslands er fylgjandi

that said:

ég er að mörgu leyti sammála umdeildu frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum. þó ég treysti ekki ríkisstjórninni til að líta á og kynna mál á hlutlausan hátt (HAHAHAHAHAHA) þá ber ég eiginlega líka svolítið takmarkað traust til þess að baugsveldið hliðri ekki málum í sína þágu með því að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla í þess eigu, því miður!

hins vegar er stjórnin gersamlega að leggja þetta fram á röngum forsendum, eins og hefur verið margbent á; væri það árvakur sem ætti alla þessa fjölmiðla tel ég 100% víst að þetta hefði ekki einu sinni komið til tals.

því miður.

aaahhh, snilldartilfinning að geta sagt – bless kr…

aaahhh, snilldartilfinning að geta sagt – bless krakkar mínir og takk fyrir veturinn – við fyrstu nemendur sína að vori 🙂 🙂 🙂

mikið hrrrikalega er teiknimyndaserían rocky í fré…

mikið hrrrikalega er teiknimyndaserían rocky í fréttablaðinu ófyndin! hvernig fara þeir að því að finna svona súrar sögur? ef þeir vilja ljótar og passlega grófar sögur, hvers vegna þá ekki wulffmorgenthaler eða eitthvað. hún er að minnsta kosti fyndin!

jæja, það sem eftir er af uppþvottinum ætti að kom…

jæja, það sem eftir er af uppþvottinum ætti að komast fyrir í einni vél – kannski 🙂

kóræfing á eftir, fer að styttast í listaháskólatónleikana sem við syngjum á. benni stjórnar aftur í kvöld, snilld. mikið hlakka ég til þegar maðurinn flytur aftur til landsins. búið að vera frekar leiðinlegt í hljómeyki í vetur.

fyrir æfingu samt kvöldmatur, það er afgangur af ossobucoinu, mmm!

hvað er annars eiginlega með kommentakerfin? tómt vesen?

matarboð tókst bara fínt, úff hvað fauk mikið hvít…

matarboð tókst bara fínt, úff hvað fauk mikið hvít- og rauðvín. þó á löngum tíma, við jón fengum okkur dropa með eldamennskunni, hófst klukkan 4 🙂

mesta furða hvað maður er hress!

en uppþvottavélin fær að vinna fyrir sér í dag.

jæja, þetta var bara sólarhringspest, sem betur fe…

jæja, þetta var bara sólarhringspest, sem betur fer, ég er alveg orðin góð, eins gott, þar sem það getur verið erfitt að finna tíma fyrir þetta upptekna lið sem er að koma í mat til okkar í kvöld.

fífa í hljómsveit, freyja að fara í hóptíma, á að spila heillangt lag sóló, voða dugleg skotta.

nei, ætli ég verði ráðin á veðurstofuna í bili :-)…

nei, ætli ég verði ráðin á veðurstofuna í bili 🙂 reyndar bara allt í lagi, mín vegna, ég er eiginlega orðin hundlasin, einhver ljót og leiðinleg magapest, þannig að væri mjög súrt ef veðrið væri eins og það var í gær!

hananú, enetation eitthvað að klikka einn ganginn …

hananú, enetation eitthvað að klikka einn ganginn enn!

það á að vera hægt að sjá kommentin með að smella á check master server comments neðst í glugganum, vona að það gangi. ég sé þetta alveg hjá mér, þannig að orðsendingar til mín komast amk til skila 🙂

annars fullt af viðvikum búin í morgun, láta smíða nýjan lykil fyrir bílinn, tvöföld þjófavörn á lyklinum þannig að við þurftum að fara á tvo staði, anton, sem seldi okkur bílinn týndi öðrum lyklinum (eða það segir hann, hrmm, ef bílnum verður stolið er alveg ljóst hver verður grunaður fyrstur 😉 fara með skattadótið, kaupa varahluti í ísskápinn, athuga með stærri bílstól fyrir gutta, nú er jón að skipta um dekk á ólabíl og ég er að blogga í stað þess að vinna, hehe. svo bara búð og ríkið á eftir, matarboð annaðkvöld.

þvílíkur dýrðardagur í gær! og litið út um glugga…

þvílíkur dýrðardagur í gær! og litið út um glugga, lítur út fyrir að verða ekki síðra í dag. verst að verða að vinna 😦 en kemst víst ekki hjá því.

annars á að gera svona um það bil þúsund hluti í dag, allt frá því að fara með bílinn hans bróður míns til að láta pilla undan honum nagladekkin, til þess að fara með skattagögnin til endurskoðandans (urrgh, skatturinn) eins gott að fara að byrja á þessu.

gleðilegt sumar, allir :-) tengdamamma bjarga…

gleðilegt sumar, allir 🙂

tengdamamma bjargaði deginum, ég hafði í stressi síðustu daga alveg steingleymt að kaupa sumargjafir handa krökkunum. einu sinni sá ég viðtöl við „fólkið á götunni“ þar sem ein kona sagðist ekki kaupa sumargjafir þar sem það væri örugglega einhver danskur siður. ignoramus, er þetta ekki eini alíslenski hátíðisdagurinn? vona að sjónvarpsfólkið hafi leiðrétt hana þegar hún var komin úr mynd!


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

apríl 2004
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa