skiptast á skin og skúrir í þessu lífi
neinei, það var ekkert að koma fyrir, ég er nú bara að tala um veðrið 😉
hefði alveg mátt vera eins í dag og í gær. mér fannst virkilega að það hefði átt að gefa frí í tónlistarskólum vegna veðurs. enda sleppti ég bekkjunum eilítið snemma út, nema reyndar tónheyrnarkrökkunum, þau hafa ekki gott af því 😉
en í dag hef ég enga ástæðu til að sleppa neinum fyrr út. er að kenna fyrir þessa sem komst áfram í keppninni sinni. hún syngur aftur á morgun um kl. 13.00 að okkar tíma, url http://www.rtbf.be endilega hlustið og sendið góða strauma. ekki viss hvað hún syngur, nokkur númer, trúlega eitt lag eftir sibelius og svo eitt brjálað nútímaverk, svona upp, niður, hænuskref til vinstri verk, þrælsnúið í taktinum. ekki allir sem ráða við svoleiðis pakka, en hallveig er alvön að syngja undarlega músík (nei, ekki mína, ég sem ekkert sérstaklega undarlega músík)
amk skylda að senda góða strauma til belgíu klukkan eitt á morgun, hvort sem þið hlustið eður ei.
Nýlegar athugasemdir