svei mér þá, skemmtilegasta sem ég hef farið á var um helgina. Hljómeyki fór í Skálholt og hélt tónleika, óóótrúlega skemmtilega, uppleggið var að velja tónlist sem hefur verið samin fyrir Skálholt og við flutt – þar er heldur betur úr mörgu að velja, enda höfum við pantað og flutt ný verk þar á hverju ári í yfir 20 ár. Valkvíðafestival. Allavega völdum við verk eftir Jón Nordal, Báru Gríms, Elínu Gunnlaugs og Óliver Kentish, allt frábær stykki, undirrituð fékk meira að segja að syngja sóló í uppáhalds íslenska verkinu sínu, Óttusöngvum að vori eftir Jón Nordal.
Uppeftir á föstudagskvöldi, æft frá átta til tíu í kirkjunni, til þess að gera snemma í bólið, vaknað til að æfa aftur klukkan tíu, pása frá eitt fram að tónleikum klukkan fjögur.
Má vel segja að árshátíðin hafi byrjað á þessum yndislegu tónleikum, ágætlega mætt miðað við árstíma og að þetta var ekki mikið auglýst, vel tekið undir (klappað, meira að segja – ekki alveg algilt í þessari kirkju)
Þá út í sumarbúðir, já fer svo sem ekki að lýsa mat og skemmtiatriðum nema hvað í kórnum eru kokkur og þjónar og kjötvinnslumaður, neituðu annarri aðstoð við matinn – fáránlega góð þriggja rétta máltíð göldruð á borð, ég á ekki myndir, myndavélin mín er dáin (mu).
En þetta verður svooo gert aftur. Ójá.
Nýlegar athugasemdir