Sarpur fyrir janúar, 2004

á morgun, sunnudaginn fyrsta febrúar klukkan fimm …

á morgun, sunnudaginn fyrsta febrúar klukkan fimm í langholtskirkju, frumflytur kammersveit reykjavíkur ásamt 36 kvenna úrvalskór hið frábæra, stórkostlega…

trois petites liturgies de la présence divine

eftir olivier messiaen, undir stjórn pauls zukofskys

brilljant verk, hittir mann beint í hjartastað. flutningurinn verður líka fyrsta flokks, þessi kór er æði, mun betri heldur en kórarnir á upptökunum, hreinn og tær tónn, tandurhreint, og mikið æpt í síðasta kaflanum 🙂 hljómsveitin flott og mótun/stjórnun pottþétt! mæli eindregið með tónleikunum. allir mæti!

einnig flutt nýtt verk eftir hauk tómasson, veit ekkert um það, ekki búin að heyra, örugglega flott.

lesið líka áróðurinn hjá hallveigu

dramað hér bak við hús hjá okkur! kviknað í númer…

dramað hér bak við hús hjá okkur! kviknað í númer 8b, 2 slökkvibílar, 3 sjúkrabílar, 3 lögreglubílar, læti! sem betur fer virðist sem allir hafi sloppið út og þeir eru að ljúka við að reykræsa í augnablikinu. úff

gott að þetta er ekki samliggjandi hjá okkur, engin hætta á að breiðist hingað, þó það hefði verið meiri eldur!

nei, ekki alveg laus við kitling í hálsi! enn ekk…

nei, ekki alveg laus við kitling í hálsi! enn ekki sestur á röddina, vona ég sleppi við það.

nú á loksins að fara að klippa messuna og drífa í útgáfu á henni. gaman. ég er búin að vera í sambandi við konu í hinum fræga bæ derry í new hampshire, hún er spennt fyrir að flytja messuna en ég þarf að gera eitthvað drastískt í partamálum! hún pantaði einn kórpart frá tónverkamiðstöð og hann kostaði fimmþúsundkall! ekki nokkur kór sem hefur efni á því að panta svoleiðis fyrir 50-70 manns, fyrir utan að leigja hljómsveitarparta og partítúr, nevermænd kaupa hljómsveit. er að spá í að búa til kórparta með engum undirleik, þó það sé reyndar ekki mjög vinsælt af söngvurum klippir það blaðsíðurnar niður um helling, tala nú ekki um ef ég minnka nóturnar slatta. verð að reyna að bjarga þessu við einhvern veginn, ef ég vil að þetta verði flutt einhvern tímann aftur! og ÞAÐ vil ég!

ég þarf greinilega að fara að drífa mig eitthvað a…

ég þarf greinilega að fara að drífa mig eitthvað austur á bóginn.

create your own visited country map

or write about it on the open travel guide

tókst að skemmileggja nýja lyklaborðið mitt, skvet…

tókst að skemmileggja nýja lyklaborðið mitt, skvettist á það vatn í gærkvöldi 😦 súrt. fór í morgun niður í apple og keypti mér nýtt, eins gott að maður getur dregið þetta frá skattinum.

hálsinn minn er miklu betri og ég er hætt að hósta, ekki lengur með áhyggjur af sunnudeginum. svo er bara að vona að hallveig sé bara með mína pest en ekki þessa ljótu og leiðinlegu sem allir virðast vera að fá eða búnir að vera með síðustu 2-3 mánuði.

fimmtudagar eru sækjum og sendum dagar, þarf að keyra stelpurnar bæjarenda á milli fyrst freyju í dans vestur í frostaskjól, þá fífu í fiðlutíma, austur í tranavog, (tvennum gatnamótum austan við ikea) og sækja síðan freyju aftur. fífa fer síðan beint á kóræfingu í langholtskirkju og er sótt þangað á endanum. síðdegið fer fyrir lítið í vinnu!

kominn tími til að setja tengil á hann daníel og þ…

kominn tími til að setja tengil á hann daníel og þó fyrr hefði verið! annars þyrfti ég að fara að taka til í tenglasafninu hjá mér, nokkrir orðnir ansi slappir í færslunum 😦

ú hú, þá fer að koma að tíuþúsundustu heimsókninni…

ú hú, þá fer að koma að tíuþúsundustu heimsókninni á síðuna

ég er að hugsa um að hafa verðlaun, en ekki fyrir þann 10.000. heldur frekar þann sem er númer 9999, miklu flottari tala 🙂

ég er pottþétt að fá eitthvað í hálsinn, grrr. ke…

ég er pottþétt að fá eitthvað í hálsinn, grrr. keypti mér náttúrlega ekki þennan sólhatt sem ég var að tala um. þetta er nú ekkert á röddinni samt, en gæti verið að ég fengi hóstaköst, vonandi ekki, samt, ekki gaman á tónleikum.

mér finnst ég ekki hafa neinn tíma til að vera í vinnunni þessa dagana, upptekin af messiaen og að reyna að pota einhverjum nótum niður á skjá fyrir sumarið. midi dótið mitt í einhverju hassi, gæti þurft að tala við rikka (eða kannt þú eitthvað á midi, finnbogi ;-))

ég er í fýlu út í enetation. hallveig sagðist ha…

ég er í fýlu út í enetation. hallveig sagðist hafa ætlað að skrifa eitthvað mega komment og svo tók síðan ekki við því. grrrr!

langur dagur að kvöldi kominn, búin sectional æfin…

langur dagur að kvöldi kominn, búin sectional æfingin fyrir messiaen, var bara stutt, zúkki hæstánægður með okkur! jess! kom til mín og þakkaði fyrir hvað ég var búin að undirbúa hópinn vel. ég nottla sagði sem var að þetta er samvalinn hópur, allar góðar, ekki bara mér að þakka.

síðan spiluðum við dóttirin saman á tónleikum í fyrsta skipti, óperuprógramm í tónlistarskólanum í hafnarfirði, gekk bara fínt, hefði reyndar samt eiginlega heldur viljað syngja. alveg er ég viss um að tóta og óliver biðu með að setja þetta verkefni í gang þar til ég útskrifaðist 😉

sendum börnin í pössun og fórum út að borða í kvöl…

sendum börnin í pössun og fórum út að borða í kvöld, la primavera, bara mjög fínt. maður þykist vera einhver mega gourmet, blasé, tried it (almost) all, en þeim tókst bara nokkuð vel upp með bragðupplifanirnar! fengum okkur matseðil dagsins, 5 rétti, 3 forrétti, aðalrétt og eftirrétt, og allt var þetta toppmatur. steinbítur með chili-rúsínu-perlulaukssósu opnaði fyrir tilraunir með að setja rúsínur í mat, sem annars var á algjörum bannlista hjá heimilisföðurnum, linguine með ferskum kóngssveppum og myrklum (nammi!), parmiggianoinn reyndar fullfínt rifinn fyrir minn smekk, en sveppirnir algjört æði. lambafillet í aðalrétt með rösti kartöflum og anískrydduðum gulrótum, aldrei hefði manni dottið það í hug! eftirrétturinn byrjaði á því að vera ósköp venjulegt tiramisu, ekkert betra en við búum til, (notum meira að segja iðulega rjómaost í stað mascarpone), en svo kom þjónninn og gaf okkur glas af vin santo með, og það var punkturinn yfir i-ið, ójá!

þjónustan líka óaðfinnanleg, ólíkt því þegar við fórum síðast þangað, þá var ekki séns að ná sambandi við þjón, ekki fyllt á vatnsglösin hjá manni, og svo framvegis, ég er svolítið hrædd um að ég hafi verið dæmigerður óþolandi íslenskur kúnni í það skiptið, ég var orðin pirruð og það sást! annars er það nokkuð sem maður leggur upp úr að vera ekki!

Il est parti le Bien-Aimé, C’est pour nous. Il est…

Il est parti le Bien-Aimé, C’est pour nous. Il est monté le Bien-Aimé, C’est pour nous! Il a prié le Bien-Aimé, C’est pour nous. Pour nous!

syngur þetta nokkuð í höfðinu á manni, neinei!!!

finnur greyið vaknaði með hálsbólgu í nótt, leið i…

finnur greyið vaknaði með hálsbólgu í nótt, leið illa og gat ekki talað. kallaði náttúrlega á mig – „mamma, ég get ekki talað, viltu hjálpa mér að tala!“ mikil trú á mömmunni. elsku kallinn.

en það er sko eins gott að smitast ekki, messiaen framundan… best að kaupa mér sólhatt, í fyrsta skipti á ævinni.

jónas sen bloggar, ekki seinna vænna en að bæta ho…

jónas sen bloggar, ekki seinna vænna en að bæta honum á listann. snilldarpenni!

bóndinn á afmæli í dag, þannig að það er tvíheilag…

bóndinn á afmæli í dag, þannig að það er tvíheilagt hjá okkur. hmmm, eitthvað fær hann gott að borða í kvöld, keypti engin blóm, en hinsvegar fína afmælisgjöf sem hann er alsæll með 🙂

mail, safari og address book eru mjööög flott forr…

mail, safari og address book eru mjööög flott forrit í tíunni! allt dótið samnýtt, leitar hvert í öðru alveg sjálfkrafa. dock er líka smart, vá hvað þetta er schwakalega glæsilegt viðmót! og hrynur víst bara ekki. unix basi, ótrúlega stöðugur. gaman.

hallveig vildi að ég segði einhverjar hryllingssög…

hallveig vildi að ég segði einhverjar hryllingssögur af paul zukofsky, sem er að fara að stjórna okkur í hinu margumtalaða messiaenverki. ég man svosem ekki margar skemmtilegar, þó ég hafi unnið með honum nokkrum sinnum,

maður var alltaf skíthræddur við hann, en samt var hann mjög skemmtilegur, svona hræðilega skemmtilegur einhvern veginn! augnaráð sem gat drepið, ef augnaráð geta það á annað borð, en alltaf laumandi út úr sér einhverjum gullkornum. hann átti það hins vegar til að taka fólk fyrir, ég held ég geti talið upp alla sem hann tók fyrir á námskeiðunum sem ég tók þátt í hjá honum, oftast var þetta fólk sem voru hans helstu stuðningsmenn og aðdáendur, sérkennileg sjálfseyðingarhvöt þar að verki. ég var alveg í aðdáendaklúbbnum, var þrátt fyrir það búin að sjá mynstrið hjá honum, og þegar hann ætlaði að fara að terrorisera mig, veifaði ég bara bless og stóð ekki í því! hætti við að vera á því námskeiði.

gat svo vel unnið með honum aftur þegar við sungum tímann og vatnið eftir atla heimi! (þá var það atli sjálfur sem paul þoldi ekki, var alltaf að tala um „the Atli Heimir Disease“, hehe)

það er semsagt heilmikil upplifun að vinna með honum. en dyntirnir og tiktúrurnar, maður minn! hann lét til dæmis alltaf keyra sig milli hótels sögu og hagaskóla annars vegar og háskólabíós hins vegar! held það dæmi hafi reyndar skánað með árunum. hann kom varla út undir bert loft, enda snjóhvítur, svona marilyn manson hvítur, eiginlega.

verða þokkalega þéttar æfingar á þessu í næstu viku, 6 þriggja tíma æfingar og einir tónleikar á 9 dögum, urrgh!

quality time með verðandi unglingnum í morgun. hú…

quality time með verðandi unglingnum í morgun. hún fór í lestrarpróf og var semsagt sirka fimm mínútur í skólanum í dag. nemahvað, þar sem ég kenni flesta daga frá 14-19 sé ég hana ekki nema á kvöldin og um helgar; þá er áreitið í toppi, allir heima og litlu krakkarnir þurfa sína athygli. þannig að þegar var búið að skila litla gutta í leikskólann eftir eyrnabólguaðgerð fórum við mæðgur í bæinn, keyptum úlpu og gallabuxur á fífu og fórum á emm sé dónalds. ómetanlegt að ná svona tíma með þeirri elstu, ekki nógu oft sem það tekst.

finnur í bílnum áðan: bíllinn: bzzzzzzzzz! f…

finnur í bílnum áðan:

bíllinn: bzzzzzzzzz!

finnur: pabbi! er þetta draugur???

pabbi: neinei finnur minn, þetta er bara loftnetið

(sem var bilað, munið þið?).

hugmyndirnar hjá blessuðum börnunum!

missti mig gersamlega á útsölu í dag! og nei, það…

missti mig gersamlega á útsölu í dag! og nei, það var ekki í tólf tónum, er ennþá ekki búin að þora að fara þangað.

útivist og sport, keypti mér einhvern brjálaðan vind/regnjakka með flíspeysu innaní, svona samrennt og alle grejer, aðra flíspeysu og svo galla á litla gutta, er að hugsa um að fara aftur og kaupa úlpu á verðandi unglinginn og kannski fer jón lárus og kaupir sér líka flíspeysu. fáránlegt verð þarna á fínum vörum.

þannig að maður er orðinn þokkalega gallaður 😉


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

janúar 2004
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa