langt síðan einhver svona leikur hefur gengið. La parisienne klukkaði mig.
1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Almáttugur! Það veit ég ekki. Fullt af bókum sem hafa haft mikil áhrif á mig, Lord of the Flies, To Kill a Mockingbird, nú verð ég að fara að drattast til að lesa Draumalandið svo ég geti nefnt hana.
2. Hvernig bækur lestu helst?
Viðurkennist hér með: Ég er léttmetislesari að mestu, krimmar og sf/fantasy í uppáhaldi. Les samt allan fjárann. Ljóð í vinnunni.
3. Hvaða bók lastu síðast?
Hmm. Meint hvaða bók ég kláraði síðast eða hvaða bók ég er að lesa núna? Síðasta bók sem ég kláraði var líklega Svo fögur bein, eftir Alice Sebold. Sífellt með tárin í augunum, alltaf að leggja hana frá mér því ég gat ekki lesið meira. Svo gat ég heldur ekki annað en tekið hana upp aftur og kláraði á endanum. Núna er ég að lesa The Devil’s Feather eftir Minette Walters. Ekki komin langt en bókin lofar góðu.
EKki nokkur leið að velja bara fjóra til að klukka, gæti tekið 20. Klukka Hallveigu, Syngibjörgu, Önnu K, Jón Lárus og Þorbjörn. Já og hún Freyja er að panta klukk, bæti henni við.
Nýlegar athugasemdir