Sarpur fyrir júní, 2006

diskurinn

enn um Landsbankagjöfina (ætli þetta sé svona inverse afmælisgjöf)? Hann bara batnar við hverja hlustun. Lögin fín og textarnir eftir hann Braga Valdimar tóm snilld eins og venjulega.

Hef aldrei heyrt um höfundinn (saxófónisti sem heitir Eyjólfur Þorleifsson) en svei mér þá ef hann er ekki bara efni í nýjan Jón Múla ef hann heldur áfram að pússa. Og þetta var mikið hrós ef einhver áttar sig ekki…

útlandarigning

það er svoleiðis hér fyrir utan gluggann minn núna. Ég er ekki á leiðinni út.

svo vorum við Jón Lárus að fá sendan disk frá Landsbankanum, sem Vörðufélagar. Óvenjulega smekkleg gjöf, þessi fíni djassdiskur. Alltaf að fá sendar einhverjar gjafir, það liggur við að ég sé með samviskubit yfir þessu, þar sem við notum þessa reikninga svo til ekki neitt, launin mín eru lögð inn á minn reikning og ég færi þau beint yfir á Netbankareikninginn minn, allt nema lífeyrissparnaðinn sem er tekinn út af þessum.

En bara liggur við.

húsmæðraorlofið

er farin að hlakka gífurlega til að komast í Skálholt. Jú, þetta er heilmikil vinna, maður syngur meira og minna allan daginn en þvílíkur lúxus, allt eldað ofan í mann (yfirleitt snilldarmatur), tvisvar í vikunni þarf að taka þátt í uppvaski og frágangi. Mhmmm. Heitir pottar og (vonandi) smá sól.

leiðinlegt

var búin að skrifa hundleiðinlegt blogg um heimilisstörf dagsins en ákvað að sleppa mínum kæru lesendum við þann lestur. Er þó að affrysta ísskápsómyndina (uss, ljótt að segja, fengum þennan fína ísskáp í brúðargjöf frá tengdó – en það eru 17 ár síðan og hann er bara búinn).

Snilldarveður, eitthvað annað en spáin. Humm. Grill? Og það er ekki til að fá manninn til að sjá um eldamennskuna, ólíkt greininni hennar Möggubestrar í Blaðinu í dag; minn kall eldar oft inni líka.

já, og

La Vida reddaði síðustu afmælisgjöfinni. Stórhættuleg búð, enda stóðst ég ekki að kaupa eitthvað handa okkur þar líka.

jíha

og það er miðvikudagur, þau kvöld eru lögð undir gláp á ómerkilegt sjónvarpsefni. Já, ég játa, ég horfi bæði á Project Runway og ANTM. Catty bitching á fullu í báðum þáttum, Nicky Hilton heiðursgestur, já, þetta er hár standard, maður! Frábært.

ferfalt afmæli

kaffi á eftir, búin að redda 3 afmælisgjöfum en á eftir þá síðustu. Eins gott að þau baki 4 afmæliskökur 😀

annars er allt klárt fyrir Skálholt. Ekki alveg glöð með suma bassana mína, ekki góð latína að láta mann ekki vita fyrr en á síðustu stundu (og einn meira að segja ekki fyrr en ég hringdi til að tékka á því hvort hann yrði ekki pottþétt með, þar sem ég var ekkert búin að heyra frá honum og hann hafði ekki mætt á æfingar). Reddast samt, ég var með hjartað í buxunum að hringja í þann síðasta, sem hafði ekki verið viss um að hann gæti, en ætlaði að reyna allt. Sem betur fór gat hann svo reddað þessu og verður með. Það er nefnilega ekki svo gott að fá fólk til að fórna viku af sumarfríinu sínu þegar það er bara vika til stefnu. Langflestir búnir að gera áætlanir, eðlilega. Hrumpf.

En ég læt mína fjóra traustu duga, hefði helst viljað hafa fimm. Eins gott að flotta músíkin sem við erum að syngja skiptist nær ekki neitt, það hefði verið verra.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

júní 2006
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa