eða Pan’s Labyrinth
er mjöööög góð mynd.
Unglingurinn dró okkur gamla settið að horfa með sér, hún hafði séð myndina áður og vinkona kom að gista. Þær sóttu myndina út í Krambúð og hún horfði svo á okkur, hvort við ætluðum ekki að horfa líka. Ég er bíófæla og sit yfirleitt frekar við tölvuna á ircinu eða blogginu, Jón fór niður að horfa með stelpunum. Ætlaði síðan að færa JLS uppfærslu á bjórstatus þegar ég sá einhvern skógarpúka á skjá: Ha? Er þetta fantasía? Kom náttúrlega niður og horfði, og mikið sé ég ekki eftir því.
Ekki horfa með ungum krökkum samt, þetta er ekki barnamynd. Gerist í borgarastyrjöldinni á Spáni en vefur inn fantasíunni á mjög sannfærandi hátt. Og endirinn er ekki Hollívúddlegur.
Nýlegar athugasemdir