Sarpur fyrir september, 2007

El laberinto del fauno

eða Pan’s Labyrinth

er mjöööög góð mynd.

Unglingurinn dró okkur gamla settið að horfa með sér, hún hafði séð myndina áður og vinkona kom að gista. Þær sóttu myndina út í Krambúð og hún horfði svo á okkur, hvort við ætluðum ekki að horfa líka. Ég er bíófæla og sit yfirleitt frekar við tölvuna á ircinu eða blogginu, Jón fór niður að horfa með stelpunum. Ætlaði síðan að færa JLS uppfærslu á bjórstatus þegar ég sá einhvern skógarpúka á skjá: Ha? Er þetta fantasía? Kom náttúrlega niður og horfði, og mikið sé ég ekki eftir því.

Ekki horfa með ungum krökkum samt, þetta er ekki barnamynd. Gerist í borgarastyrjöldinni á Spáni en vefur inn fantasíunni á mjög sannfærandi hátt. Og endirinn er ekki Hollívúddlegur.

Öll fjölskyldan – nema ég

meira og minna Valsarar – nema ég sem er dedicated antiValsari (hvað er með íþróttafélag nátengt Sjálfstæðisflokknum og svo með kapellu á svæðinu?) fór á úrslitaleik í úrvalsdeildinni í lappablöðru í gær. Jón Lárus lýsir í færslu hjá sér. Þau hjóluðu meira að segja á völlinn, mest til að sleppa við bílakaosið sem við sáum fram á að yrði líklega á svæðinu.

Verð nú að viðurkenna að ég varð glöð fyrir þeirra hönd að Baslarar séu hættir baslinu í bili. Og tók þátt í fagni með því að fara með þeim á Mokka, hvar við fengum okkur heitt súkkulaði með rjóma.

Ekki veitti þeim af eftir vosbúðina á vellinum, allavega…

gamall leikur og spurning til lesenda

Var að rifja upp um daginn þululeik sem við frænkur mínar lékum okkur oft í sem krakkar (úff, hljómar eins og ég sé allavega áttræð). Hann var spilaður með spilum, mig minnir að hann hafi verið kallaður Hjónabandsleikur eða eitthvað þvíumlíkt og átti að lýsa brúðkaupi okkar, þegar til kæmi.

Aðeins var notaður hluti spilastokksins. Farið var með þulu, spilin tínd eitt og eitt í bunka og þegar ákveðið spil (hjartadrottningin?) kom upp stoppaði þulan og orðið sem maður sagði, gilti (úff, þetta er ekki vel orðað, vonandi skilst þetta).

Ég man tvær eða þrjár þulanna en þær voru miklu fleiri. „Maddama, kerling, fröken, frú“ er líklega sú þekktasta, einnig var hvernig við færum til brúðkaups: „Gangandi, akandi, ríðandi, skríðandi, hjólbörum, bíl“, ein þulan var um starf tilvonandi eiginmanns (eitthvað um prest og kóng og bónda). „Hús, kofi, kamar, höll“ lýsti híbýlum sem hjónin myndu búa í, og svo framvegis. Áreiðanlega 6-7 þulur.

Man einhver eftir þessum leik, og þá fleiri þulur? Gúgull skilar engu…

Hver ræður?

Já, það er góð spurning.

jaæja

búinn að vera svo effektívur dagur að ég hef ekki einu sinni náð að klára blogghringinn minn. Og þá er nú verulega mikið sagt.

Var búin að fá upp í háls af jólalaginu í gær þannig að ég steypti mér á kaf í aðra pöntun sem ég var ekkert byrjuð á (nema smá pælingar), náði að klára heila mínútu í gærkvöldi og meira í dag.

Talaði svo við mömmu, las fyrir hana ljóðið fallega sem jólalagið er við og fékk inspírasjón til að halda áfram þar, svo svei mér þá ef þetta er ekki allt saman á réttri leið. Kannski maður taki sér pásu.

(hrmm, irkliðið getur nú reyndar vitnað um að ég var ekki eingöngu að vinna í allan dag. En þetta er samt búið að ganga alveg ótrúlega vel…)

spennandi réttur

rákumst á þetta á víðnetsvafri (ókei, höfðum séð nafnið og fórum að leita). Sett á plan á laugardaginn, hold me to it…

skyndijarðarför

Hringt í mig í morgun, klukkan 10.51. Geturðu mætt í jarðarför klukkan 11 í kirkju x?

Ég nýkomin úr baði í rólegheitunum, rennblautt hár í flækju og ekki komin á lappir. Jújú, rýk á fætur og næ í kirkjuna á 6 mínútum, náði að setja maskara á annað augað á þessum einu ljósum sem ég þurfti að stoppa.

Hafði steingleymst að bóka kór og organista. Síðasti sópraninn mætti svona hálfum takti áður en við áttum að byrja að syngja, organistinn byrjaður á forspilinu að sálminum. En hún hafði líka þurft að keyra alla leið úr Hafnarfirði…

beilaði

á æfingunni, eftir að hafa kennt allan daginn og verið við það að leka niður. Sjáið fyrir ykkur tónheyrnarkennara að missa þráðinn yfir krökkum í prófi að lesa nótnanöfn.

Eins gott fyrir mig að hamast á fiðlunni heima í staðinn. Alveg nokkrir erfiðir staðir þarna. En reyndar verða þetta örugglega mjög flottir tónleikar. Ótrúlega flott botndeild, 6 celló og heilir 5 kontrabassar.

besta

Baggalútsfrétt í óratíma…

úff, er ekki smá

þreytt núna. Rugl að vera að vaka svona lengi frameftir. Skamm, Hildigunnur.

ég verð skrautleg á hljómsveitaræfingu í kvöld…

hrmmm?

skoðið nokkrar efstu færslur hennar Evu núna.

Ég á ekki orð. Á þá að henda okkur öllum út? Fyrir að ráðast að grundvallargildum íslensku þjóðarinnar?

Sorrí, mín grundvallargildi eru bara svolítið önnur…

ætli kötturinn týnist núna?

síðustu tvö skipti sem hún hvarf var einmitt svona veður. Ekkert allt of kalt en hellings rok. Hmm, kannski var úrkoma…

mikið ofboðslega

er Vespers eftir Rachmaninoff (sem við erum að syngja núna) flott músík.

Allt saman á rússnesku sem er líklega ástæðan fyrir að þetta er ekki sérlega oft flutt, við vitum reyndar ekki til þess að þetta hafi verið flutt hér í heild áður.

Spurning um að fara að hanna plakötin með stóru stöfunum: FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI :>

Takið allavega frá 11. nóvember nú þegar. Nánar síðar.

smælinginn,

broskallinn, smiley, emoticon eða hvað sem maður vill kalla fyrirbærið varð 25 ára um daginn (Jón Lárus skrifaði einmitt afmælisfærslu).

Það sem mér finnst merkilegt er hvað fólk hefur lagst í mikla rannsóknarvinnu til að finna þetta. Og að það skuli hreinlega hafa verið til vél sem gat lesið afritið sem þetta var geymt á. Eins og við vitum er þróunin í tölvumálum óhemju hröð, allir löngu búnir að henda floppydiskum og litlum diskum, hvað þá kassettunum sem maður man eftir úr Sinclair Spectrum vélunum, sem voru vinsælar örlítið á undan fyrsta smælingjanum. Maður fréttir síðan af tölvufólki sem þarf að henda vélum sem eru stór og merkilegur hluti af tölvusögu hér á landi og erlendis, þar sem ekkert pláss er fyrir þær og enginn vill taka að sér þessa sögu. Er ekki löngu kominn tími á safn hérlendis?

Mér hefði þótt skelfilega sorglegt ef þessi litli bútur sögunnar, um smælingjann hefði týnst. Þótt sumum þyki þetta leiðindafyrirbæri verður að segjast að þetta er hlutur sem langstærstur hluti tölvu- og netnotenda notast við. Og mér þykir saga hans bara þó dálítið merkileg.

Hér tala svo ég sem segist ekki hafa minnsta áhuga á sögu…

orðlaus

sptt

kötturinn

lék Garfield í morgun.

Henni er gefið þrisvar á dag, á morgnana, í hádeginu og kvöldin, svona sirka á okkar matartímum. Ekki aukabiti á kvöldin eða milli mála, þó hún væli. Sættir sig yfirleitt bara alveg við það.

Nema hvað, venjulega á morgnana gefur sá sem fyrstur kemur upp henni mat í dallinn. Yfirleitt er það önnurhvor stelpnanna sem eru fyrstar upp.

Fífa kom svo frekar snemma upp í morgun, eiginlega bara til að ná sér í handklæði til að fara í sturtu. Kisa náttúrlega býst við að fá morgunmatinn sinn, en þegar Fífa gerir sig ekki neitt líklega til að gefa henni, verður hún þetta litla fúl. Reynir fyrst að veiða Fífu niður um handriðið á stiganum, ekkert virkar. Hleypur þá á eftir henni niður og slengir í hana loppu og bítur létt í fótinn á henni.

Ekkert verið að láta mann komast upp með neitt, hér…

hrmmm?

ég sem hélt að Scheduled downtime hjá WordPress ætti að laga þetta rugl? (tja, reyndar var það ekki alveg búið þegar ég birti síðustu færslu. Gefum þessari séns)

humm, nei, sé núna að það er nýtt, möguleiki á að setja tags í stað categories. Sko, það var ekki ÞAÐ sem vantaði!

framkvæmdir

Þá á að fara að búa til herbergið fyrir litla orminn. Ný hurð + umbúnaður + hleðslugler kemur í hús eftir hálftíma eða svo, smiðurinn kemur reyndar ekki fyrr en eftir helgi.

Einn lítill maður hér er orðinn pínulítið spenntur.

týndu tónverkin

Önnur tveggja tónsmíðanemenda var hjá mér í tíma í morgun. Í lok tímans fórum við út í umræður um það sem við værum að semja, hvað maður væri ánægður með og hvað ekki, stundum er maður hundóánægður og hendir öllu í ruslafötuna í horni skjásins og tæmir.

Hún kunni sögu af Burt Bacharach og Stevie Wonder, þeir höfðu báðir verið spurðir að því hvernig þeir gætu samið svona falleg popplög. Báðir svöruðu svipað: Ég sem svona 10 lög á dag, eitt af þeim er kannski gott. Restinni er hent.

Hvernig ætli það sé þá með löngu týnd verk frægra tónskálda sem finnast? (verkin, sko, ekki tónskáldin) Gæti ekki verið ástæða fyrir að þau voru týnd? Viðkomandi tónskáld ekkert viljað halda þeim á lofti. Ég hef ekki heyrt af nýrri Jóhannesarpassíu eða Brandenborgarkonsert, eða neinu álíka.

Hefði kannski verið gott fyrir þessi tónskáld að eiga svona fína ruslakörfu í horni á skjá…

þetta er nú held ég það versta

sem ég hef séð, allavega mjög lengi.

skoðið hér en þetta er eiginlega ekki fyrir viðkvæma. Frekar grafískt.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa