Sarpur fyrir september, 2007

El laberinto del fauno

eða Pan’s Labyrinth

er mjöööög góð mynd.

Unglingurinn dró okkur gamla settið að horfa með sér, hún hafði séð myndina áður og vinkona kom að gista. Þær sóttu myndina út í Krambúð og hún horfði svo á okkur, hvort við ætluðum ekki að horfa líka. Ég er bíófæla og sit yfirleitt frekar við tölvuna á ircinu eða blogginu, Jón fór niður að horfa með stelpunum. Ætlaði síðan að færa JLS uppfærslu á bjórstatus þegar ég sá einhvern skógarpúka á skjá: Ha? Er þetta fantasía? Kom náttúrlega niður og horfði, og mikið sé ég ekki eftir því.

Ekki horfa með ungum krökkum samt, þetta er ekki barnamynd. Gerist í borgarastyrjöldinni á Spáni en vefur inn fantasíunni á mjög sannfærandi hátt. Og endirinn er ekki Hollívúddlegur.

Öll fjölskyldan – nema ég

meira og minna Valsarar – nema ég sem er dedicated antiValsari (hvað er með íþróttafélag nátengt Sjálfstæðisflokknum og svo með kapellu á svæðinu?) fór á úrslitaleik í úrvalsdeildinni í lappablöðru í gær. Jón Lárus lýsir í færslu hjá sér. Þau hjóluðu meira að segja á völlinn, mest til að sleppa við bílakaosið sem við sáum fram á að yrði líklega á svæðinu.

Verð nú að viðurkenna að ég varð glöð fyrir þeirra hönd að Baslarar séu hættir baslinu í bili. Og tók þátt í fagni með því að fara með þeim á Mokka, hvar við fengum okkur heitt súkkulaði með rjóma.

Ekki veitti þeim af eftir vosbúðina á vellinum, allavega…

gamall leikur og spurning til lesenda

Var að rifja upp um daginn þululeik sem við frænkur mínar lékum okkur oft í sem krakkar (úff, hljómar eins og ég sé allavega áttræð). Hann var spilaður með spilum, mig minnir að hann hafi verið kallaður Hjónabandsleikur eða eitthvað þvíumlíkt og átti að lýsa brúðkaupi okkar, þegar til kæmi.

Aðeins var notaður hluti spilastokksins. Farið var með þulu, spilin tínd eitt og eitt í bunka og þegar ákveðið spil (hjartadrottningin?) kom upp stoppaði þulan og orðið sem maður sagði, gilti (úff, þetta er ekki vel orðað, vonandi skilst þetta).

Ég man tvær eða þrjár þulanna en þær voru miklu fleiri. „Maddama, kerling, fröken, frú“ er líklega sú þekktasta, einnig var hvernig við færum til brúðkaups: „Gangandi, akandi, ríðandi, skríðandi, hjólbörum, bíl“, ein þulan var um starf tilvonandi eiginmanns (eitthvað um prest og kóng og bónda). „Hús, kofi, kamar, höll“ lýsti híbýlum sem hjónin myndu búa í, og svo framvegis. Áreiðanlega 6-7 þulur.

Man einhver eftir þessum leik, og þá fleiri þulur? Gúgull skilar engu…

Hver ræður?

Já, það er góð spurning.

jaæja

búinn að vera svo effektívur dagur að ég hef ekki einu sinni náð að klára blogghringinn minn. Og þá er nú verulega mikið sagt.

Var búin að fá upp í háls af jólalaginu í gær þannig að ég steypti mér á kaf í aðra pöntun sem ég var ekkert byrjuð á (nema smá pælingar), náði að klára heila mínútu í gærkvöldi og meira í dag.

Talaði svo við mömmu, las fyrir hana ljóðið fallega sem jólalagið er við og fékk inspírasjón til að halda áfram þar, svo svei mér þá ef þetta er ekki allt saman á réttri leið. Kannski maður taki sér pásu.

(hrmm, irkliðið getur nú reyndar vitnað um að ég var ekki eingöngu að vinna í allan dag. En þetta er samt búið að ganga alveg ótrúlega vel…)

spennandi réttur

rákumst á þetta á víðnetsvafri (ókei, höfðum séð nafnið og fórum að leita). Sett á plan á laugardaginn, hold me to it…

skyndijarðarför

Hringt í mig í morgun, klukkan 10.51. Geturðu mætt í jarðarför klukkan 11 í kirkju x?

Ég nýkomin úr baði í rólegheitunum, rennblautt hár í flækju og ekki komin á lappir. Jújú, rýk á fætur og næ í kirkjuna á 6 mínútum, náði að setja maskara á annað augað á þessum einu ljósum sem ég þurfti að stoppa.

Hafði steingleymst að bóka kór og organista. Síðasti sópraninn mætti svona hálfum takti áður en við áttum að byrja að syngja, organistinn byrjaður á forspilinu að sálminum. En hún hafði líka þurft að keyra alla leið úr Hafnarfirði…


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

september 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa