Sarpur fyrir febrúar, 2006

ég er að drepast úr syfju. Og hljómsveitaræfing e…

ég er að drepast úr syfju. Og hljómsveitaræfing eftir, úff, bara.

Búin að dobla Fífu til að spila með í þetta skiptið, gæti þurft að fara svolítið í verkin með henni. Það verður gaman. Brjálað stuð í Brahms og Sjosta.

Auðveldur dagur í kennslunni, 3 bekkir að taka pró…

Auðveldur dagur í kennslunni, 3 bekkir að taka próf. Verður gott að vera búinn með þau, þá slepp ég við að vera alltaf að fara yfir þessi endalausu verkefnablöð. Einn bekkurinn tók prófið síðast, hinir þrír núna og þá á ég bara eftir einn Hafnarfjarðarbekk. Nú er hægt að snúa sér að meiri tónheyrn, endalaus tónheyrn enda nýtist hún krökkunum miklu beinna en tónfræðin sjálf. Hlustun og greining verður að vera með og einhverri sköpun ætti ég að troða inn líka.

Námskeiðið í síðustu viku gekk mjög vel að ég held, krakkarnir lærðu helling á þessu. Hitt og þetta sem ég þarf síðan að setja inn í fyrirlesturinn fyrir næsta skipti, ég var alla vikuna að muna eftir atriðum sem þyrfti líka að segja frá, sumpart vegna þess að ég hafði hreinlega gleymt þeim og sumpart vegna þess að ég hélt ekki að það þyrfti að taka þau fram.

Ætla að reyna að fá að halda svona námskeið annað hvert ár. Trúlega óþarfi að gera það á hverju ári. Líka fínt að vita hverjir fara á námskeiðið og kunna eitthvað til verka, svo maður viti hvert maður á að beina pöntunum 😉

hún Ester vinkona mín kom í hádegismat til mín á f…

hún Ester vinkona mín kom í hádegismat til mín á fimmtudaginn og lærði að blogga í leiðinni. Tengill á hana, að sjálfsögðu, sérstaklega þar sem hún byrjar vel

Fermingarfötin í húsi. vínsmakk áðan hjá Adda o…

Fermingarfötin í húsi.

vínsmakk áðan hjá Adda og Rakel, þau voru að fá álit á hvaða vín þau ættu að fara að flytja inn næst, fyrirtækið er með mjög lítið af vínum í ódýrari endanum á skalanum, gaman að geta haft smá áhrif á hvað komi á markaðinn. Bráðgóð vín, sum hver.

Á meðan við sötruðum vín bökuðu stelpurnar vatnsdeigsbollur, gekk bara svona ljómandi vel hjá þeim. Betur en hjá mér, ég er óttalegur klaufi við vatnsdeigsbollur. Hef kennt ofninum um, hann er handónýtur, en þær notuðu nú sama ofninn þannig að ég get ekki sagt mikið…

Matarboð í gær, tókst bara ljómandi vel, held ég. …

Matarboð í gær, tókst bara ljómandi vel, held ég. Við spáðum heilmikið í hvað við ættum nú að hafa (þverskorinn flóðhestur kom helst til greina, ef við ættum að hafa eitthvað sem einn gestanna hefði ekki smakkað), en ákváðum að hafa bara venjulegan mat, enduðum á veal parmiggiano, alltaf klassi. Var líka ágætt, þar sem viðkomandi gestur er búinn að vera að þvælast mikið á Food & Fun og smakka hinar undarlegustu samsetningar. Þáði bara með þökkum að fá eitthvað venjulegt.

Vínlistinn hjá okkur var hins vegar þokkalegur, uppáhaldsvínið Stoneleigh Chardonnay frá Nýja Sjálandi með forréttinum, Chianti Classico frá Fontodi með aðalréttinum, steinlá með kjötinu, Tokaji með eftirmatnum og svo rósakampavín frá Laurent-Perrier á eftir. Skrukkugott.

Óperan, já. Bara ljómandi skemmtilegt, söngvararn…

Óperan, já. Bara ljómandi skemmtilegt, söngvararnir flestir mjög fínir, Beggi stal sjóinu eins og hann er vanur, brilleraði bæði í leik og söng (ósammála að hann hafi farið yfir strikið, mér finnst karakterinn algerlega skrifaður svona. Á minni útgáfu er hann eiginlega enn ýktari). Sesselja og Garðar Thor bæði mjög flott í sínum hlutverkum. Mér fannst leikstjórnin snilld, kórinn var óborganlegur. Bandið líka mjög gott, þétt sánd. Mesta furða, úr þessari troðningsgryfju (kannski getur sándið bara ekki orðið annað en þétt?) Húsið náttúrlega skar uppsetningu þröngan stakk, mikið verður nú gaman að koma í Kóperuna, eða ÓpKó…

Finnst samt ennþá Sweeney Todd flottasta sýningin sem ég hef séð í óperunni. Missti af Tökin hert (Tökunum hertum?) í haust út af lungnabólgukjaftæðinu en það segja reyndar allir að hún hafi líka verið ótrúlega flott.

Öskubuska í kvöld, öfugt við Árna Heimi finnst mér…

Öskubuska í kvöld, öfugt við Árna Heimi finnst mér Rossini bara hreint ekkert leiðinlegur. Þurfti að redda pössun fyrir yngri afkvæmin, Fífa fer með okkur. Tengdó bara alveg til í að koma og vera hjá þeim, það er ekki svo oft að við þurfum að biðja um pössun lengur, síðan Fífa varð passfær.

Reyndar varð Freyja hundmóðguð á að fá ekki að fara með í óperuna. Hún hefur ekki verið neitt sérlega mikið fyrir tónleika hingað til, en það virðist vera að breytast. Gaman að því.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

febrúar 2006
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728  

sagan endalausa