Sarpur fyrir febrúar, 2006

ég er að drepast úr syfju. Og hljómsveitaræfing e…

ég er að drepast úr syfju. Og hljómsveitaræfing eftir, úff, bara.

Búin að dobla Fífu til að spila með í þetta skiptið, gæti þurft að fara svolítið í verkin með henni. Það verður gaman. Brjálað stuð í Brahms og Sjosta.

Auðveldur dagur í kennslunni, 3 bekkir að taka pró…

Auðveldur dagur í kennslunni, 3 bekkir að taka próf. Verður gott að vera búinn með þau, þá slepp ég við að vera alltaf að fara yfir þessi endalausu verkefnablöð. Einn bekkurinn tók prófið síðast, hinir þrír núna og þá á ég bara eftir einn Hafnarfjarðarbekk. Nú er hægt að snúa sér að meiri tónheyrn, endalaus tónheyrn enda nýtist hún krökkunum miklu beinna en tónfræðin sjálf. Hlustun og greining verður að vera með og einhverri sköpun ætti ég að troða inn líka.

Námskeiðið í síðustu viku gekk mjög vel að ég held, krakkarnir lærðu helling á þessu. Hitt og þetta sem ég þarf síðan að setja inn í fyrirlesturinn fyrir næsta skipti, ég var alla vikuna að muna eftir atriðum sem þyrfti líka að segja frá, sumpart vegna þess að ég hafði hreinlega gleymt þeim og sumpart vegna þess að ég hélt ekki að það þyrfti að taka þau fram.

Ætla að reyna að fá að halda svona námskeið annað hvert ár. Trúlega óþarfi að gera það á hverju ári. Líka fínt að vita hverjir fara á námskeiðið og kunna eitthvað til verka, svo maður viti hvert maður á að beina pöntunum 😉

hún Ester vinkona mín kom í hádegismat til mín á f…

hún Ester vinkona mín kom í hádegismat til mín á fimmtudaginn og lærði að blogga í leiðinni. Tengill á hana, að sjálfsögðu, sérstaklega þar sem hún byrjar vel

Fermingarfötin í húsi. vínsmakk áðan hjá Adda o…

Fermingarfötin í húsi.

vínsmakk áðan hjá Adda og Rakel, þau voru að fá álit á hvaða vín þau ættu að fara að flytja inn næst, fyrirtækið er með mjög lítið af vínum í ódýrari endanum á skalanum, gaman að geta haft smá áhrif á hvað komi á markaðinn. Bráðgóð vín, sum hver.

Á meðan við sötruðum vín bökuðu stelpurnar vatnsdeigsbollur, gekk bara svona ljómandi vel hjá þeim. Betur en hjá mér, ég er óttalegur klaufi við vatnsdeigsbollur. Hef kennt ofninum um, hann er handónýtur, en þær notuðu nú sama ofninn þannig að ég get ekki sagt mikið…

Matarboð í gær, tókst bara ljómandi vel, held ég. …

Matarboð í gær, tókst bara ljómandi vel, held ég. Við spáðum heilmikið í hvað við ættum nú að hafa (þverskorinn flóðhestur kom helst til greina, ef við ættum að hafa eitthvað sem einn gestanna hefði ekki smakkað), en ákváðum að hafa bara venjulegan mat, enduðum á veal parmiggiano, alltaf klassi. Var líka ágætt, þar sem viðkomandi gestur er búinn að vera að þvælast mikið á Food & Fun og smakka hinar undarlegustu samsetningar. Þáði bara með þökkum að fá eitthvað venjulegt.

Vínlistinn hjá okkur var hins vegar þokkalegur, uppáhaldsvínið Stoneleigh Chardonnay frá Nýja Sjálandi með forréttinum, Chianti Classico frá Fontodi með aðalréttinum, steinlá með kjötinu, Tokaji með eftirmatnum og svo rósakampavín frá Laurent-Perrier á eftir. Skrukkugott.

Óperan, já. Bara ljómandi skemmtilegt, söngvararn…

Óperan, já. Bara ljómandi skemmtilegt, söngvararnir flestir mjög fínir, Beggi stal sjóinu eins og hann er vanur, brilleraði bæði í leik og söng (ósammála að hann hafi farið yfir strikið, mér finnst karakterinn algerlega skrifaður svona. Á minni útgáfu er hann eiginlega enn ýktari). Sesselja og Garðar Thor bæði mjög flott í sínum hlutverkum. Mér fannst leikstjórnin snilld, kórinn var óborganlegur. Bandið líka mjög gott, þétt sánd. Mesta furða, úr þessari troðningsgryfju (kannski getur sándið bara ekki orðið annað en þétt?) Húsið náttúrlega skar uppsetningu þröngan stakk, mikið verður nú gaman að koma í Kóperuna, eða ÓpKó…

Finnst samt ennþá Sweeney Todd flottasta sýningin sem ég hef séð í óperunni. Missti af Tökin hert (Tökunum hertum?) í haust út af lungnabólgukjaftæðinu en það segja reyndar allir að hún hafi líka verið ótrúlega flott.

Öskubuska í kvöld, öfugt við Árna Heimi finnst mér…

Öskubuska í kvöld, öfugt við Árna Heimi finnst mér Rossini bara hreint ekkert leiðinlegur. Þurfti að redda pössun fyrir yngri afkvæmin, Fífa fer með okkur. Tengdó bara alveg til í að koma og vera hjá þeim, það er ekki svo oft að við þurfum að biðja um pössun lengur, síðan Fífa varð passfær.

Reyndar varð Freyja hundmóðguð á að fá ekki að fara með í óperuna. Hún hefur ekki verið neitt sérlega mikið fyrir tónleika hingað til, en það virðist vera að breytast. Gaman að því.

hvurn fjárann var ég að bæta þessu klarinetti við?…

hvurn fjárann var ég að bæta þessu klarinetti við? Annars væri ég búin…

eða jú, ég veit reyndar alveg hvers vegna ég er að bæta því við. Lærði nefnilega atriði í hljóðfærafræði um daginn sem ég hafði ekki haft hugmynd um. Sem gerir klarinettið algerlega ómissandi, amk í þessu samhengi.

Æææææðislegir tónleikar, War of the Worlds, bara m…

Æææææðislegir tónleikar, War of the Worlds, bara mjög vel útfært af Sinfó, Benna, Sigga Sigurjóns, Jóhanni Sigurðar (hinum nýja Burton), Jónsa svartklædda, Friðriki Ómari, Matta og Margréti Eir. Eina sem pirraði mig var að sumir söngvaranna gátu ómögulega staðið kyrrir, þau voru ekki að syngja, Jóhann með áhrifaríkan texta (þýðingu Gísla Rúnars, kom reyndar hvergi fram í prógramminu að ég fái séð) og söngvarar eiga að STANDA KYRRIR þó áheyrendur séu kannski að fíla músíkina í ræmur. Smá sviðsframkomupússun til að kunna á tilefnið. Sungu hins vegar öll mjög vel.

Extongaurinn og ljósamennirnir verulega góðir, ekki eitt hikst, allt small. Ókei, kannski var ljósasjóið flottara á Stones tónleikunum í London fyrir tveimur árum en þetta var samt bara mjög töff.

vá!

naumast að sumir nutu tónleikanna okkar um daginn: Alltaf gaman að fá svona krítik.

Samfelld unaðsstund

TÓNLIST Hallgrímskirkja Frönsk og íslenzk verk fyrir kór a cappella eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Debussy, Báru Grímsdóttur og Poulenc.
Kór Áskirkju og Hljómeyki. Stjórnandi: Kári Þormar. Sunnudaginn 19. febrúar.
Kórtónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju efndi til kórtónleika án undirleiks á sunnudag, er voru að vanda vel sóttir. Fór hvort tveggja saman forvitnilegt viðfangsefni og vænlegir flytjendur þar sem einn reyndasti og einn yngsti kammerkór landsins komu fram sem einn hópur. Í ljósi árangurs hins eftirtektarverða akureyrska kammerkórs Hymnodiu á Myrkum músíkdögum aðeins rúmri viku áður er von að maður spyrji hvort íslenzkur kammerkórsöngur, er tók hraustlega við sér laust fyrir síðustu aldamót, hafi nú hafið nýja sókn er gæti á endanum jafnvel leyst stóru blönduðu kórana af hólmi. A.m.k. hefur lengi þrengt illþyrmilega að stærri miðlinum miðað við ástand fyrri áratuga, meðan áhugasöngvarar hafa í vaxandi mæli flykkzt í karla- og kvennakórana. Eftir ýmsu að dæma lítur því út fyrir að stórum blönduðum kórum fari senn fækkandi á móti fjölgun kammerkóra, er með tilstyrk æ menntaðri söngvara eiga auðveldara með að sérhæfa sig í erfiðum verkefnum. Meðal neikvæðari hvata kammerkóra má auðvitað telja króníska karlaeklu. Enda tókst jafnvel ekki einu sinni hér að fullskipa í tenór (10- 8-5-8), er háði svolítið fullum heildarhljómi. Það var hins vegar nánast eini dragbíturinn á frammistöðu kóranna tveggja, því hljómgæði hverrar raddar fyrir sig voru óhikað í úrvalsflokki, og í markvissri og sveigjanlegri mótun stjórnandans fékkst hið bezta úr hverri í undragóðri samblöndun. Gerði það, ásamt ósviknu gæðamarki viðfangsefna, tónleikana að einni samfelldri unaðsstund – og er þá vægt til orða tekið. Fjórar kórperlur Þorkels Sigurbjörnssonar – Til þín, Drottinn, Legg ég nú bæði líf og önd, Heyr himna smiður og Englar hæstir – er jafnvel í miðlungsflutningi hafa yljað landsmönnum um hjartarætur, náðu hér virkilega að blómstra. Þ.á.m. hin næstsíðasttalda – þrátt fyrir óvenjuhratt tempó sem raunar fór henni betur en fyrst hefði mátt ætla. Túlkun hinnar rytmískt líflegu tónsetningar Hildigunnar Rúnarsdóttur á Drottinsfagnandi 150. Davíðssálmi hefði, ásamt kraftmestu stöðunum í ljóðrænum Trois chansons Debussys (einkum í Quant j’ai ouy la tambourin) að vísu mátt létta ögn af fáguninni til ágóða fyrir beinskeyttari lífsgleði, en listileg mótunin lét þó hvergi að sér hæða. Hér fór seiðandi smíð er þyldi jafnvel enn meira slagverk en handsymbala Steefs van Oosterhout. Vinsæl Guðsmóðurlög Báru Grímsdóttur, María Drottins liljan og erkismellurinn Ég vil lofa eina þá, steinlágu eins og sagt er. Loks var komið að „munkinum með götustráksinnrætið“, skv. sjálfslýsingu Francis Poulencs. Einlæg hómófónísk mótetta hans Salve Regina (1941) skartaði, líkt og fleira undangengið, skemmtilega víðfeðmri dýnamík og næmari textatúlkun en gengur og gerist í hérlendum kórsöng. Lokaverkið, 16 mín. löng Credo-laus Messa Poulencs í G-dúr (1935), var kröfuharðasta atriði dagsins, m.a. fyrir krómatískt djarfa hljómabeitingu, auk þess sem mikið var lagt á einsöngvara og smærri sönghópa (einkum í háttlægum kvenröddum), en í óþvingaðri túlkun kóranna var samt engu líkara en að flest væri þeim kálfskinn eitt. Sérstaklega bar Agnus Dei lokaþátturinn yfirbragð innblásins frumleika, enda nánast eins og mannshugurinn næði þar þyngdarlausri „satori“ alsælu í eftirminnilega ómsætri meðferð kóranna. Þar sem fyrr mátti og heyra bráðfallegan smáhóp- og einsöng. Er vonandi á engan hallað þó sérstaklega sé tilgreint íðiltært sólóframlag Hallveigar Rúnarsdóttur, er í Kyrie og Agnus Dei jafnaðist á við það fegursta sem maður hafði nokkru sinni heyrt frá þeirri frábæru seiðkonu efstu upphæða.

Þetta verður örugglega skemmtilegt: Verst að ég e…

Þetta verður örugglega skemmtilegt: Verst að ég er að fara á War of the Worlds með Sinfó í kvöld.

*** Orgelið í öllu sínu veldi ***

Félag íslenskra orgelleikara stendur fyrir fimm tónleika orgel-
tónleikaröð á fimmtudagskvöld 23. febrúar í Dómkirkjunni, eftir að
borgarstjóri hefur sett vetrarhátíð.

Tilgangur organista er að sýna og sanna hvað orgelið er stórkostlegt
hljóðfæri með stuttum tónleikum á hálftíma fresti.

20:30 Bach fyrir börnin. Friðrik Vignir Stefánsson organisti
Grundarfjarðarkirkju leikur fræg verk eftir Bach.

21:00 Syngjum saman sálma. Kári Þormar organisti Áskirkju leiðir
kirkjulegan fjöldasöng á orgel Dómkirkjunnar.

21:30 Íslenskt í öndvegi. Marteinn Hunger Friðriksson dómorganisti í
Reykjavík leikur fjölbreytt íslensk öndvegisverk.

22:00 Djass fyrir Drottinn. Guðmundur Sigurðsson organisti
Bústaðakirkju og formaður FÍO leikur kirkjulega djassmúsík sem
sérstaklega er samin fyrir pípuorgel.

22:30 Trylltar tokkötur. Douglas A. Brotchie organisti Háteigskirkju
leikur villta orgeltónlist í myrkvaðri Dómkirkjunni við kertaljós.

Aðgangur er ókeypis á tónleikana.

(ekki það, það verður pottþétt frábært hjá mér líka í kvöld…)

Hann Hreinn Rafauga er búinn að vera með frábærar …

Hann Hreinn Rafauga er búinn að vera með frábærar færslur um myndbirtingamálið margfræga. Held það hefðu margir, ef ekki bara allir gott af því að lesa þær.

Vondur matur, já, Ljúfa, Harpa J, Hanna litla og f…

Vondur matur, já, Ljúfa, Harpa J, Hanna litla og fleiri eru að skora á fólk að birta lista yfir mat sem það borðar ekki. Best að vera nú með:

Ferskur kóríander toppar listann tvímælalaust
ferskur engifer ekki langt þar á eftir
Kaffi vil ég ekki
né mjólk
(undantekningar á hvorutveggja sé súkkulaði blandað við í nægilegu magni)
uxahalasúpa úr pakka.
sveppasúpa, eiginlega allar gerðir

man nú ekki eftir meiru. Flest gott.

hananú þar varð ég svöng. Farin að sofa.

Hversvegna í óspökunum er ég að kenna svona mikið …

Hversvegna í óspökunum er ég að kenna svona mikið í þessari viku. Ég hef ekki nokkurn tíma til að standa í allri þessari vinnu. Skyndikúrsinn alla morgna frá hálftíu til tólf, venjubundið eftirhádegi á mánudaginn og í dag, kenna fyrir mömmu í Nýja Tónlistarskólanum á morgun. Og ég sem þarf að pota inn síðustu tónunum í messuna. Langar svo til að geta klárað þetta. Ekki nema rúmur mánuður í frumflutning. Mjög lítið eftir, ég ákvað seint og um síðir að bæta við klarinetti í pakkann þannig að ég þarf að skjóta inn klarinettrödd í kaflana sem voru annars tilbúnir. Annars væri ég búin.

er að leiða áhugamannabandið í þessari umferð. Ár…

er að leiða áhugamannabandið í þessari umferð. Árans. Þarf að fara að æfa mig! En hellings challenge að leiða í Shostakovitch píanókonsertinum og annarri sinfóníu Brahms. Get bætt við mig strengjum, takk! Eyja, er ekki stelpan þín geim? Og jafnvel draga einhverja vini sína með? Rosa gaman að vinna með Óliver og þessi verk eru tótallí mega…

Í veskinu mínu eru núna heilir 20 miðar í óperuna …

Í veskinu mínu eru núna heilir 20 miðar í óperuna á föstudaginn. Stóð til að kennarar og aðrir starfsmenn Suzukiskólans færu í hópferð á Öskubusku. Gott mál, jú jú. Ég tók að mér að panta miðana og reyndar átti fjölskylda mín að fá átta af miðunum tuttugu. Settur var upp listi í skólanum og eitthvað agiterað fyrir ferð. Nema hvað, það er ekki nokkur áhugi, fyrir utan okkur Hallveigu skráði sig bara annar tveggja skemmtinefndarstúlkna og svo einn annar kennari. Súri pakkinn. Nema hvað, við Hallveig auglýsum óperuferðina í kórunum, fínar viðtökur og ég held að við séum búin að koma öllum miðunum út. Not so. Næst þegar ég kem niður í skóla var kennarinn sem er ekki í skemmtinefndinni búin að stroka sig út af listanum. Hmmm. Þarf að redda einum í viðbót til að ná upp í miðana tuttugu. Hringi í einhverja af þeim Hljómeykisliðum sem voru í fríi núna. Kem miðanum út. Fer síðan og geng frá miðunum í dag. Frétti enn og aftur að einn hafi dregið sig út. Urr. Nú þarf ég að finna einn enn. Ég ætla sko ekki að borga þennan miða…

Ekki glæta að ég standi í svona framar. Ekki þess virði fyrir þessar 1800 krónur sem við Jón Lárus og Fífa spöruðum með því að fá afsláttinn.

En það verður bókað gaman á óperunni. Hef bara heyrt vel látið af sjóinu og óperan er frábær og í miklu uppáhaldi hér á bæ.

Þetta er nú alauðveldasta kennsla sem ég hef nokku…

Þetta er nú alauðveldasta kennsla sem ég hef nokkurn tímann lent í. Maður hálfskammast sín fyrir að vera þarna á fullu kaupi. En hei, eins og Bo sagði einhvern tímann þegar einhver hneykslaðist á taxta hjá honum: ég tek tuttuguþúsund fyrir að syngja en áttatíu fyrir að geta… (hmm, Bó? Geta? En sagan er góð).

Prófaflóðin að byrja hjá tónfræðakrökkunum, eitt í…

Prófaflóðin að byrja hjá tónfræðakrökkunum, eitt í dag (3. hluti) tvö næst og það síðasta eftir 2 vikur. Verður fínt að klára þau, þá getur maður farið að gera eitthvað skemmtilegra með þeim en þessi endalausu blöð. Þvílíkur bunki sem ég þurfti að fara í gegn um fyrir daginn í dag! Ekki mjög skemmtilegt!.

Fyrirlesturinn búinn, gekk bara ágætlega held ég. …

Fyrirlesturinn búinn, gekk bara ágætlega held ég. Setti krökkunum fyrir verkefni, nú eru þau búin að dreifa sér um skólann og eru að útsetja og semja fyrir raddir. Verður spennandi að sjá. Kannski kemur eitthvert ódauðlegt meistaraverk út, maður veit aldrei…

En ég get bara chillað, tók með mér bók og hangi á netinu og þannig. Þarf örugglega ekkert að aðstoða þau í dag amk.


bland í poka

teljari

  • 380.688 heimsóknir

dagatal

febrúar 2006
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728  

sagan endalausa