Sarpur fyrir júlí, 2004

búin með lost in a good book, lá og las hana ínni …

búin með lost in a good book, lá og las hana ínni í stofu á meðan hinir voru að horfa á sjónvarpið, fífa var eiturpirruð á því hvað ég var alltaf hlæjandi upp úr þurru, ekki víst hvort hún ræður við að lesa þetta flókna ensku. bókin snilld, mér finnst hún ennþá betri en eyre affair. kemst ekki hjá því að kaupa well of lost plots þó hún sé víst ekki eins góð. spennandi að vita hvernig sú nýjasta er!

veðrið annars fínt, ekki þó sól, erum á leið í sund. veit ekki hvort við kíkjum neitt á neistaflugið niðri á neskaupsstað, fer bara eftir stemningu.

jæja, komin til egilsstaða, hér náttúrlega í góðu …

jæja, komin til egilsstaða, hér náttúrlega í góðu yfirlæti hjá þorbirni og co. gistum á hótel eddu nesjum, við höfn, vorum nærri búin að missa herbergið í hendur latra tjaldbúa sem ekki nenntu að sofa í tjaldinu sínu, tja, reyndar ekki, en þegar við vorum við útidyrnar á hótelinu var hringt í okkur þaðan til að vita hvort við ætluðum pottþétt að taka herbergið. höfðu verið stanslausar hringingar í þau frá niðurrigndu tjaldfólki.

en við gistum semsagt þar, ljómandi fínt herbergi, góð þjónusta og morgunmatur og bara hreint ekki svo dýrt. mælum með því 🙂

veðrið fínt hérna núna, léttskýjað og gola, eitthvað annað en í gær! þoka og rigning megnið af leiðinni, stytti upp á rangárvöllum en öðrum landshlutum sáum við ekki mikið af. ég er ekki viss um að þetta jökulsárlón sé til í alvörunni, er það ekki bara einhver þjóðsaga?

orgeltónleikarnir hjá magga líka þvílíkt flottir, …

orgeltónleikarnir hjá magga líka þvílíkt flottir, var nærri hætt við að fara þar sem ég hafði eiginlega ekki tíma til þess en dreif mig nú samt. flottasta verkið fannst mér litaníur eftir jehan alain, nýtti möguleika orgelsins út í hörgul. hef aldrei heyrt um þetta tónskáld, sjálfsagt liggur ekki mikið eftir hann, hann náði ekki að verða þrítugur. en flott var þetta. dubois stendur alltaf fyrir sínu og liszt líka, svolítið skrítin fantasía yfir allegri og mozart.

ólíkt tónleikunum í gær var fullt af kollegum að hlusta, ég sá að minnsta kosti 6 organista og þar sem kirkjan var þokkalega full hafa sjálfsagt verið fleiri, þó ég hafi ekki séð þá.

ágætt að ég lofaði ekki að þessir væru ókeypis, það voru þeir nefnilega ekki 😉

en nú er ég farin að klára að pakka. næsta færsla verður sjálfsagt frá egilsstöðum.

ojjj hvað veðrið er leiðinlegt! og við sem erum a…

ojjj hvað veðrið er leiðinlegt! og við sem erum að fara út úr bænum. haustveður dauðans

uss, það verður samt gaman hjá okkur. keyrum til hafnar í kvöld, troðum okkur í þriggja manna herbergi á edduhótelinu, brunum svo til egilsstaða eftir morgunmat í fyrramálið. búin að fá bræður okkar jóns til að passa húsið og köttinn, kisugreyið er svo mannelsk að þó þau hér í bakhúsinu hafi alveg viljað gefa henni og hleypa út og svoleiðis, líður mér betur að hafa einhvern í húsinu hjá henni. alveg fyrir utan hvað er nú öruggara að hafa einhvern búandi hérna meðan við erum í burtu.

jæja, farin að steikja kjúklingaleggi í nesti fyrir kvöldið, hef aldrei steikt kjúkling klukkan fyrir níu að morgni áður. sneðugt.

þessir líka fínu tónleikar áðan, bloggið greinileg…

þessir líka fínu tónleikar áðan, bloggið greinilega svínvirkar sem auglýsingamiðill, það var stappfullur salur. ekki stór, reyndar en samt…

kristján orri og elfa rún hörkuspilarar, guðrún dalía og árni heimir hetjupíanistar með. sérstaklega hafði ég gaman af gubaidulinu bassasónötunni og síðan prokoffieff fiðlulögunum. eina verkið sem ég þekkti fyrir var bach e-dúr partítan (garg, þetta var erfitt að skrifa með litlum staf!) elfa skrifaði sjálf skreytingar við 2 kafla, mjög flott og smekklega gert hjá henni. kristján orri spilaði heldur meira á tónleikunum, 4 verk á móti 2 hjá elfu, fyrir utan gubaidulinu spilaði hann hindemith bassasónötuna og 2 glansnúmer eftir bottesini (eins konar kreisler kontrabassans). sjaldan sem maður heyrir svona flotta bassaspilamennsku, var að spá hvar allir pró bassaleikararnir voru. vona þeirra vegna að þeir hafi ekki vitað af þessu frekar en þeir hafi ekki nennt að koma!

8 krukkur af rabarbarasultu komnar – tja eða á lei…

8 krukkur af rabarbarasultu komnar – tja eða á leiðinni inn í ísskáp, eins gott að bjarga rabarbaranum áður en hann verður úr sér vaxinn. setti ekki rotvarnarefni í sultuna þannig að það er eins gott að við séum dugleg að hafa læri, hrygg og kjötbollur, mat sem rabarbarasultan passar við, og svo baka vöfflur og pönnukökur í massavís. reyndar eru krakkarnir stundum duglegir við að fá sér brauð með osti og sultu, þannig að kannski skemmist þetta ekki. við erum svo sem ekki sérlega mikið sultufólk, annað en tengdapabbi og bróðir jóns lárusar, þeir vilja helst sultu með öllu!

jæja, skatturinn skárri en í fyrra, þarf "bara" að…

jæja, skatturinn skárri en í fyrra, þarf „bara“ að borga 90 þúsund og jón lárus 80 þús. munar því að ég borgaði staðgreiðslu af tekjunum í fyrra en klikkaði á því þar áður!

úff, já, best að borga lífeyrissjóðinn líka, áður en við förum austur! hætt að klikka á því að borga þetta, sektirnar allt of háar!


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa