Sarpur fyrir júlí, 2004

búin með lost in a good book, lá og las hana ínni …

búin með lost in a good book, lá og las hana ínni í stofu á meðan hinir voru að horfa á sjónvarpið, fífa var eiturpirruð á því hvað ég var alltaf hlæjandi upp úr þurru, ekki víst hvort hún ræður við að lesa þetta flókna ensku. bókin snilld, mér finnst hún ennþá betri en eyre affair. kemst ekki hjá því að kaupa well of lost plots þó hún sé víst ekki eins góð. spennandi að vita hvernig sú nýjasta er!

veðrið annars fínt, ekki þó sól, erum á leið í sund. veit ekki hvort við kíkjum neitt á neistaflugið niðri á neskaupsstað, fer bara eftir stemningu.

jæja, komin til egilsstaða, hér náttúrlega í góðu …

jæja, komin til egilsstaða, hér náttúrlega í góðu yfirlæti hjá þorbirni og co. gistum á hótel eddu nesjum, við höfn, vorum nærri búin að missa herbergið í hendur latra tjaldbúa sem ekki nenntu að sofa í tjaldinu sínu, tja, reyndar ekki, en þegar við vorum við útidyrnar á hótelinu var hringt í okkur þaðan til að vita hvort við ætluðum pottþétt að taka herbergið. höfðu verið stanslausar hringingar í þau frá niðurrigndu tjaldfólki.

en við gistum semsagt þar, ljómandi fínt herbergi, góð þjónusta og morgunmatur og bara hreint ekki svo dýrt. mælum með því 🙂

veðrið fínt hérna núna, léttskýjað og gola, eitthvað annað en í gær! þoka og rigning megnið af leiðinni, stytti upp á rangárvöllum en öðrum landshlutum sáum við ekki mikið af. ég er ekki viss um að þetta jökulsárlón sé til í alvörunni, er það ekki bara einhver þjóðsaga?

orgeltónleikarnir hjá magga líka þvílíkt flottir, …

orgeltónleikarnir hjá magga líka þvílíkt flottir, var nærri hætt við að fara þar sem ég hafði eiginlega ekki tíma til þess en dreif mig nú samt. flottasta verkið fannst mér litaníur eftir jehan alain, nýtti möguleika orgelsins út í hörgul. hef aldrei heyrt um þetta tónskáld, sjálfsagt liggur ekki mikið eftir hann, hann náði ekki að verða þrítugur. en flott var þetta. dubois stendur alltaf fyrir sínu og liszt líka, svolítið skrítin fantasía yfir allegri og mozart.

ólíkt tónleikunum í gær var fullt af kollegum að hlusta, ég sá að minnsta kosti 6 organista og þar sem kirkjan var þokkalega full hafa sjálfsagt verið fleiri, þó ég hafi ekki séð þá.

ágætt að ég lofaði ekki að þessir væru ókeypis, það voru þeir nefnilega ekki 😉

en nú er ég farin að klára að pakka. næsta færsla verður sjálfsagt frá egilsstöðum.

ojjj hvað veðrið er leiðinlegt! og við sem erum a…

ojjj hvað veðrið er leiðinlegt! og við sem erum að fara út úr bænum. haustveður dauðans

uss, það verður samt gaman hjá okkur. keyrum til hafnar í kvöld, troðum okkur í þriggja manna herbergi á edduhótelinu, brunum svo til egilsstaða eftir morgunmat í fyrramálið. búin að fá bræður okkar jóns til að passa húsið og köttinn, kisugreyið er svo mannelsk að þó þau hér í bakhúsinu hafi alveg viljað gefa henni og hleypa út og svoleiðis, líður mér betur að hafa einhvern í húsinu hjá henni. alveg fyrir utan hvað er nú öruggara að hafa einhvern búandi hérna meðan við erum í burtu.

jæja, farin að steikja kjúklingaleggi í nesti fyrir kvöldið, hef aldrei steikt kjúkling klukkan fyrir níu að morgni áður. sneðugt.

þessir líka fínu tónleikar áðan, bloggið greinileg…

þessir líka fínu tónleikar áðan, bloggið greinilega svínvirkar sem auglýsingamiðill, það var stappfullur salur. ekki stór, reyndar en samt…

kristján orri og elfa rún hörkuspilarar, guðrún dalía og árni heimir hetjupíanistar með. sérstaklega hafði ég gaman af gubaidulinu bassasónötunni og síðan prokoffieff fiðlulögunum. eina verkið sem ég þekkti fyrir var bach e-dúr partítan (garg, þetta var erfitt að skrifa með litlum staf!) elfa skrifaði sjálf skreytingar við 2 kafla, mjög flott og smekklega gert hjá henni. kristján orri spilaði heldur meira á tónleikunum, 4 verk á móti 2 hjá elfu, fyrir utan gubaidulinu spilaði hann hindemith bassasónötuna og 2 glansnúmer eftir bottesini (eins konar kreisler kontrabassans). sjaldan sem maður heyrir svona flotta bassaspilamennsku, var að spá hvar allir pró bassaleikararnir voru. vona þeirra vegna að þeir hafi ekki vitað af þessu frekar en þeir hafi ekki nennt að koma!

8 krukkur af rabarbarasultu komnar – tja eða á lei…

8 krukkur af rabarbarasultu komnar – tja eða á leiðinni inn í ísskáp, eins gott að bjarga rabarbaranum áður en hann verður úr sér vaxinn. setti ekki rotvarnarefni í sultuna þannig að það er eins gott að við séum dugleg að hafa læri, hrygg og kjötbollur, mat sem rabarbarasultan passar við, og svo baka vöfflur og pönnukökur í massavís. reyndar eru krakkarnir stundum duglegir við að fá sér brauð með osti og sultu, þannig að kannski skemmist þetta ekki. við erum svo sem ekki sérlega mikið sultufólk, annað en tengdapabbi og bróðir jóns lárusar, þeir vilja helst sultu með öllu!

jæja, skatturinn skárri en í fyrra, þarf "bara" að…

jæja, skatturinn skárri en í fyrra, þarf „bara“ að borga 90 þúsund og jón lárus 80 þús. munar því að ég borgaði staðgreiðslu af tekjunum í fyrra en klikkaði á því þar áður!

úff, já, best að borga lífeyrissjóðinn líka, áður en við förum austur! hætt að klikka á því að borga þetta, sektirnar allt of háar!

bókasafnið, þarf að fara á bókasafnið í dag!

bókasafnið, þarf að fara á bókasafnið í dag!

kláraði street dreams í nótt, verð að fara að hætt…

kláraði street dreams í nótt, verð að fara að hætta að lesa svona frameftir. bókin var þokkaleg, ekkert spes og mikið fer ísraelsdýrkunin hjá faye í mínar fínustu :-@

kannski maður geri eitthvað heima hjá sér í dag, í staðinn fyrir að detta á kaf í næstu bók. best að virkja krakkana líka!

samkvæmt geysifróð- og skemmtilegri grein hjá stef…

samkvæmt geysifróð- og skemmtilegri grein hjá stefáni bý ég í tungunni í reykjavík, og þá einhvers staðar nærri tungubroddinum. snilld!

síðdegið frábært, setið úti á palli í fleiri klukkutíma, er ekki að lesa lost in a good book heldur street dreams eftir faye kellerman, sjálfstjórnin algjör (langaði mun meira að týnast í góðu bókinni) reyndar er kellerman bara fín, líka, hingað til amk. ætli ég lesi nú samt til tvö, ætti að klára hana fyrr en svo. hallveig og jón heiðar kíktu við með dótturina og nutu veðursins í góða stund líka, annars væri bókin trúlega að verða búin 😉

ekki tókst mér nú að treina eyre affair fram að fe…

ekki tókst mér nú að treina eyre affair fram að ferð, asnaðist til að byrja á henni í gær og las náttúrlega til tvö.

og nú skal sest út í sólina og byrjað á lost in a good book. ég á líka minette walters til að taka með mér. reyndar verður örugglega þokkalega þétt skipuð dagskrá fyrir austan, sýnist það á öllu, og kvöldum frekar eytt í að samskiptast við bróður minn og familíu heldur en að liggja í bókum

reyndar gæti verið að ég freistaðist til að kaupa nýjustu lizu marklund bókina, þær eru svolítið skemmtilegar líka. verst að ég treysti mér ekki í að lesa þær á sænsku.

nú á að mæta á tvenna tónleika, kristján orri og e…

nú á að mæta á tvenna tónleika, kristján orri og elfa rún eru með tónleika annað kvöld, miðvikudag, klukkan 20.00 í allegro skólanum, tranavogi 5 og svo á fimmtudaginn er hann maggi með hálftíma hádegistónleika í hallgrímskirkju klukkan 12, spennandi prógramm. held það sé ókeypis inn á báða, ekki þó alveg viss með hallgrímskirkjutónleikana.

get vel mælt með báðum og fer pottþétt sjálf 🙂

nýi stjórnandinn okkar er ofvirkur, virðist mér! …

nýi stjórnandinn okkar er ofvirkur, virðist mér! nú eigum við að fara að syngja mozart requiem, rúlla því upp á 2-3 æfingum og syngja, úti á velli þann 11. september. spennandi, en spurning hvort við þurfum ekki amk 5 æfingar, þetta er þónokkuð langt stykki. ég hef hvorki sungið né spilað það, missti af því að fara vestur með sinfóníuhljómsveit áhugamanna með það. þekki það svo sem ágætlega samt.

var að fá upptöku af verkinu sem hljómeyki á að sy…

var að fá upptöku af verkinu sem hljómeyki á að syngja með sinfó í haust, ekkert smá flott stykki. það heitir voices of light, er eftir richard einhorn og er samið (og verður flutt við) gömlu þöglu myndina the passion of joan of arc. eftir carl dreyer. verkið er (sýnist mér, ég er ekki með nótur ennþá) fyrir 4 kvenraddir, 4 sólista (satb), sóló fiðlu, gömbur og sinfóníuhljómsveit.

hlakka ekkert smá til að fara að vinna þetta!

talandi um að kveikja í húsinu þá er þetta í þriðj…

talandi um að kveikja í húsinu þá er þetta í þriðja skiptið sem hefur verið nálægt því að kvikna í hérna. fyrsta skiptið var þegar við vorum tiltölulega nýflutt, ég setti þvottavél af stað og við fórum að sofa. morguninn eftir var tengillinn á þvottavélinni brunninn yfir og hálfur bráðnaður. úff!

seinna skiptið vorum við að hrynja í flensu og vorum niðri í rúmi. freyja kom til okkar og spurði hvort hún mætti fá sér brauðsneið. jú jú, farðu bara upp og fáðu þér var viðkvæðið. já, en það er svo mikill reykur…! þá hafði finnur litli (eins og hálfs árs) verið búinn að fara upp og kveikja á eldavélarhellu, bróðir jóns hafði verið að passa kvöldið áður og ekki athugað að setja barnalæsinguna fyrir takkana. vildi til að brauðbrettið okkar lá ofan á hellunum UNDIR pizzukössunum sem lágu þar líka (afskaplega lítið vinnupláss í eldhúsinu mínu, allt unnið á eldavélinni)

verðum við ekki bara að vona að allt sé þá þrennt sé?

sko

smá slys hér á bæ, ég var nærri búin að kveikja í húsinu. málið var að ég fann tannburstann minn liggjandi á gólfinu við hliðina á kattabakkanum, ekki beinlínis spennandi að setja upp í sig. nú nú, í staðinn fyrir að henda honum bara og kaupa nýjan ákvað ég að sótthreinsa hann og sjóða, nískan í manni alltaf. nema hvað, næ í pönnu, set vatn og tannbursta í, á eldavél og kveikt undir. niður að hátta finn, hann fékk leyfi til að horfa á eitt stykki prúðuleikaraþátt, ég náttúrlega sest hjá honum og horfi með, and as they say, the rest is history. reykskynjarinn virkaði ekki, það var eiginlega verst. sambandsleysi í honum, búið að laga núna, en ekki gott að geta ekki treyst á skynjarann!
tannburstinn
Originally uploaded by hildigunnur.

fórum í sveppamó eftir að vængurinn fauk af bílnum…

fórum í sveppamó eftir að vængurinn fauk af bílnum hjá raikkönen, lítið gaman að því 😦 því miður var ósköp lítið af sveppum líka, hálfgerð eyðimörk. náðum í eitt gott sveppapasta, ekki meira. í fyrra komu engir almennilegir sveppir, ég vona að það verði ekki þannig í ár! kannski komumst við í lerkisveppi fyrir austan, spurning hvort það hafi verið of þurrt í sumar?

eftir formúlu (eða fyrr, ef þetta verður einhver s…

eftir formúlu (eða fyrr, ef þetta verður einhver schummaeinstefna) á að fara í fyrsta sveppatékk, spennandi að vita hvernig sveppatíðin verður í ár. meira síðar.

partídýrin við vorum enn að skemmta okkur í gær, g…

partídýrin við vorum enn að skemmta okkur í gær, guðrún svava mágkona mín var þrítug. flott að vanda! hún og guðmundur kærastinn hennar eiga gamaldags kókkistil, svona kælikistu sem myndi sóma sér vel í propsinu í grease. er að spá í að fá hann lánaðan í afmælið okkar í haust. snilld.

rolling stones tónleikadiskurinn frá twickenham stadium í fyrrasumar fór í dvd spilarann, gaman að endurupplifa stemninguna. ekki sást nú greinilega í okkur, enda ekki skrítið, 60 þúsund manns á svæðinu og þó við höfum setið á fimmta bekk…

tónleikarnir voru flottir, nýja verkið hennar elín…

tónleikarnir voru flottir, nýja verkið hennar elínar verulega flott, flutningurinn pottþéttur, sérstaklega brilleraði marta. seinni tónleikarnir líka fínir en einhvern veginn finnst mér samt alltaf meira gaman að hlusta á eitthvað nýtt og spennandi. ekki það, bach þreytist nú ekki svo glatt, kannski var ég bara sjálf orðin þreyttari.


bland í poka

teljari

  • 380.714 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa