Sarpur fyrir apríl, 2009

íbúðin mín

er í rúst.

En vel þess virði fyrir vel heppnað strákaafmæli.

Nóg af pizzum eftir, smá ofmetin pizzuátsgeta.

Enn fimm eftir. Best að reka þá heim – alla nema frænda hans sem verður áfram fram á kvöld. Þeir verða bara að spila í rólegheitum ef ég þekki þá rétt.

Jón Lárus slapp ansi vel í dag, ég er að hugsa um að leyfa honum að taka þátt í tiltekt og þrifum á morgun…

guttinn

hér á bæ er níu ára í dag. Til hamingju með daginn, elsku Finnur minn.

Strákastóð mætir hér á eftir, 10-12 8-12 ára strákar, best að fara að panta pizzur. Pabbinn er löglega afsakaður, skyldumætingarferð í vinnunni, ég er búin að snúa upp á eyrnasneplana á stelpunum að þær verði heima, allavega framan af afmælinu til að hjálpa mér.

bound&gagged

einn ganginn enn: Hvers vegna er ekkert blað hér með svona seríu?

nújæja

búið að hafa samband við Kaupþing og málinu verður kippt í lag – búið að endurgreiða færslugjöldin og verið að pússa reikningana þannig að þetta komi ekki fyrir aftur. Virðist eins og netbankafærslurnar hafi skráðst eins og hringing í þjónustufulltrúa í bankanum með beiðni um millifærslu – það er alveg eðlilegt að slíkt kosti einhverjar krónur.

Markaðsreikningurinn er ekki lokaður heldur, og debetkortið með óbreyttum kjörum. Standi þetta allt saman, getur vel verið að við höldum áfram að vera hjá Kaupþingi.

unbearably

vond hugmynd

Tourist: “Can we see any wildlife in the area, you know, by the side of the road?”
Me: “Sure, we routinely see elk, deer, mountain goats and bighorn sheep. I’ve seen a couple wolves too, and we get a lot of bears.”
Tourist: “Oh! Can we feed the bears?”
Me: “No, sir, the bears are wild bears. They are extremely dangerous and you should never approach any wild animal. Just stay in your car, with the windows up, and you’ll be fine.”
Tourist: “Oh… can we send our kids to play with the bears?”
Me: “That would be ‘feeding the bears,’ sir…”

whaaaaat?!?

Jón Lárus var að vafstra í heimabanka Kaupþings núna í kvöld og rakst þá á að maður virðist þurfa að borga 45 krónur fyrir heimabankamillifærslu og svo sýnist mér líka þessar 250 fríu debetfærslur sem ég samdi um hjá netbankanum vera dottnar út – farið að rukka fyrir þær.

Má svonalagað? Án þess að láta fólk vita? Vældi hér um daginn yfir því að markaðsreikningurinn sé orðinn lokaður og bara hægt að taka út af honum á ákveðnum tíma mánaðar. Höfum reddað okkur með það hingaðtil, en nú er það bara að hjóla í bankann.

Og bara líka – að borga 45 krónur fyrir að vinna fyrir þá vinnuna, veit ekki betur en dobíu af gjaldkerum hafi verið sagt upp og útibúum lokað til að spara. Og svo á að rukka mann fyrir það líka?

Ljóta ruglið!

gill

góður í dag:

(jámm, hér svona til að linka nú á þetta).


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa