Sarpur fyrir apríl, 2009

íbúðin mín

er í rúst.

En vel þess virði fyrir vel heppnað strákaafmæli.

Nóg af pizzum eftir, smá ofmetin pizzuátsgeta.

Enn fimm eftir. Best að reka þá heim – alla nema frænda hans sem verður áfram fram á kvöld. Þeir verða bara að spila í rólegheitum ef ég þekki þá rétt.

Jón Lárus slapp ansi vel í dag, ég er að hugsa um að leyfa honum að taka þátt í tiltekt og þrifum á morgun…

guttinn

hér á bæ er níu ára í dag. Til hamingju með daginn, elsku Finnur minn.

Strákastóð mætir hér á eftir, 10-12 8-12 ára strákar, best að fara að panta pizzur. Pabbinn er löglega afsakaður, skyldumætingarferð í vinnunni, ég er búin að snúa upp á eyrnasneplana á stelpunum að þær verði heima, allavega framan af afmælinu til að hjálpa mér.

bound&gagged

einn ganginn enn: Hvers vegna er ekkert blað hér með svona seríu?

nújæja

búið að hafa samband við Kaupþing og málinu verður kippt í lag – búið að endurgreiða færslugjöldin og verið að pússa reikningana þannig að þetta komi ekki fyrir aftur. Virðist eins og netbankafærslurnar hafi skráðst eins og hringing í þjónustufulltrúa í bankanum með beiðni um millifærslu – það er alveg eðlilegt að slíkt kosti einhverjar krónur.

Markaðsreikningurinn er ekki lokaður heldur, og debetkortið með óbreyttum kjörum. Standi þetta allt saman, getur vel verið að við höldum áfram að vera hjá Kaupþingi.

unbearably

vond hugmynd

Tourist: “Can we see any wildlife in the area, you know, by the side of the road?”
Me: “Sure, we routinely see elk, deer, mountain goats and bighorn sheep. I’ve seen a couple wolves too, and we get a lot of bears.”
Tourist: “Oh! Can we feed the bears?”
Me: “No, sir, the bears are wild bears. They are extremely dangerous and you should never approach any wild animal. Just stay in your car, with the windows up, and you’ll be fine.”
Tourist: “Oh… can we send our kids to play with the bears?”
Me: “That would be ‘feeding the bears,’ sir…”

whaaaaat?!?

Jón Lárus var að vafstra í heimabanka Kaupþings núna í kvöld og rakst þá á að maður virðist þurfa að borga 45 krónur fyrir heimabankamillifærslu og svo sýnist mér líka þessar 250 fríu debetfærslur sem ég samdi um hjá netbankanum vera dottnar út – farið að rukka fyrir þær.

Má svonalagað? Án þess að láta fólk vita? Vældi hér um daginn yfir því að markaðsreikningurinn sé orðinn lokaður og bara hægt að taka út af honum á ákveðnum tíma mánaðar. Höfum reddað okkur með það hingaðtil, en nú er það bara að hjóla í bankann.

Og bara líka – að borga 45 krónur fyrir að vinna fyrir þá vinnuna, veit ekki betur en dobíu af gjaldkerum hafi verið sagt upp og útibúum lokað til að spara. Og svo á að rukka mann fyrir það líka?

Ljóta ruglið!

gill

góður í dag:

(jámm, hér svona til að linka nú á þetta).

hún

Alda er með beiðni á síðunni sinni um feelgood lög, ég er að hugsa um að herma. Samt ekki endilega feelgood, en mig langar í hugmyndir um góð lög til að spila í bíl, ekki að við eigum ekki helling af músík en það er alltaf gaman að finna ný (eða gömul) skemmtileg lög. Nú er ég ekki að hugsa klassík en það má samt alveg benda á gott slíkt ef það hentar í bíl, þeas. ekki of mikil breidd í styrkleika.

Á bíladiskunum okkar er núna alls konar músík, frá Real Group yfir Abba og REO Speedwagon, Bowie, Sting, Queen, My Chemical Romance, U2, Zappa, Richard Thompson, Imogen Heap, Residents, Opeth og margt fleira. Þannig að nánast allt er opið. Ekki of grjóthart rokk kannski og ekki kántrí samt…

Ég á aðgang að iTunes music store (jei) þannig að á að geta nálgast flestallt.

álftanesvegur

Kíkið endilega hingað og skrifið undir ef þið eruð sammála.

Hér á eftir fer áskorun

Áskorun frá Náttúruverndarsamtökum Íslands

Náttúruverndarsamtök Íslands hvetja Garðabæ og Vegagerðina til þess að falla frá fyrirhugaðri lagningu tveggja stoðbrauta um Gálgahraun á Álftanesi. Hraunið er á náttúruminjaskrá. Aðeins ríkir almannahagsmunir geta réttlætt svo umfangsmikla framkvæmd á svæði sem stendur til að friðlýsa. Ekki hefur verið sýnt fram á að slíkir hagsmunir liggi til grundvallar. Áður fyrirhuguð átta þúsund manna byggð í Garðarholti hefur verið slegin út af borðinu og engin fjölgun er fyrirséð í Sveitarfélaginu Álftanesi í nánustu framtíð. Núverandi vegur ætti að geta annað umferð út á Álftanes með tilhlýðilegum endurbótum.

Gálgahraun er verðmæt náttúruperla. Það varðveitir einnig merkar minjar um menningu og sögu þjóðarinnar. Innan um stórbrotnar hraunmyndanir hafa menn í aldanna rás hlaðið sér byrgi og skjól, álfaklettar minna á átrúnað landsmanna fyrr á öldum og um hraunið þvert og endilangt liggja fornar þjóðleiðir sem ekki hafa breyst frá því á landnámsöld. Þá málaði Jóhannes Kjarval árum saman myndir í hrauninu sem eykur enn á verndargildi þess. Náttúruverndarsamtök Íslands hvetja framkvæmdaraðila til þess að þyrma Gálgahrauni. Það hefur ómetanlegt gildi í heild sinni. Um leið og vegur hefur verið lagður um hluta þess glatar hraunið varðveislugildi sínu til mikilla muna. Samtökin minna á, að ætíð skuli gæta meðalhófs við opinberar framkvæmdir. Tvær stoðbrautir yfir náttúruverndarsvæði bera ekki þess vott að þeirri grundvallarreglu hafi verið fylgt.

Virðingarfyllst,

f.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands,

Árni Finnsson, formaður.

já og svo

fannst mér þessi góð líka – sérstaklega í samhengi við þessa grein í New York Times í dag.

Greinin fer hér fyrir neðan, fyrir þá sem eru ekki með innskráningu á NYTimes:

CHARLESTON, S.C. — Two months after the local atheist organization here put up a billboard saying “Don’t Believe in God? You Are Not Alone,” the group’s 13 board members met in Laura and Alex Kasman’s living room to grapple with the fallout.

Kate Thornton for The New York Times

The problem was not that the group, the Secular Humanists of the Lowcountry, had attracted an outpouring of hostility. It was the opposite. An overflow audience of more than 100 had showed up for their most recent public symposium, and the board members discussed whether it was time to find a larger place.

And now parents were coming out of the woodwork asking for family-oriented programs where they could meet like-minded nonbelievers.

“Is everyone in favor of sponsoring a picnic for humanists with families?” asked the board president, Jonathan Lamb, a 27-year-old meteorologist, eliciting a chorus of “ayes.”

More than ever, America’s atheists are linking up and speaking out — even here in South Carolina, home to Bob Jones University, blue laws and a legislature that last year unanimously approved a Christian license plate embossed with a cross, a stained glass window and the words “I Believe” (a move blocked by a judge and now headed for trial).

They are connecting on the Internet, holding meet-ups in bars, advertising on billboards and buses, volunteering at food pantries and picking up roadside trash, earning atheist groups recognition on adopt-a-highway signs.

They liken their strategy to that of the gay-rights movement, which lifted off when closeted members of a scorned minority decided to go public.

“It’s not about carrying banners or protesting,” said Herb Silverman, a math professor at the College of Charleston who founded the Secular Humanists of the Lowcountry, which has about 150 members on the coast of the Carolinas. “The most important thing is coming out of the closet.”

Polls show that the ranks of atheists are growing. The American Religious Identification Survey, a major study released last month, found that those who claimed “no religion” were the only demographic group that grew in all 50 states in the last 18 years.

Nationally, the “nones” in the population nearly doubled, to 15 percent in 2008 from 8 percent in 1990. In South Carolina, they more than tripled, to 10 percent from 3 percent. Not all the “nones” are necessarily committed atheists or agnostics, but they make up a pool of potential supporters.

Local and national atheist organizations have flourished in recent years, fed by outrage over the Bush administration’s embrace of the religious right. A spate of best-selling books on atheism also popularized the notion that nonbelief is not just an argument but a cause, like environmentalism or muscular dystrophy.

Ten national organizations that variously identify themselves as atheists, humanists, freethinkers and others who go without God have recently united to form the Secular Coalition for America, of which Mr. Silverman is president. These groups, once rivals, are now pooling resources to lobby in Washington for separation of church and state.

A wave of donations, some in the millions of dollars, has enabled the hiring of more paid professional organizers, said Fred Edwords, a longtime atheist leader who just started his own umbrella group, the United Coalition of Reason, which plans to spawn 20 local groups around the country in the next year.

Despite changing attitudes, polls continue to show that atheists are ranked lower than any other minority or religious group when Americans are asked whether they would vote for or approve of their child marrying a member of that group.

Over lunch with some new atheist joiners at a downtown Charleston restaurant serving shrimp and grits, one young mother said that her husband was afraid to allow her to go public as an atheist because employers would refuse to hire him.

But another member, Beverly Long, a retired school administrator who now teaches education at the Citadel, said that when she first moved to Charleston from Toronto in 2001, “the first question people asked me was, What church do you belong to?” Ms. Long attended Wednesday dinners at a Methodist church, for the social interaction, but never felt at home. Since her youth, she had doubted the existence of God but did not discuss her views with others.

Ms. Long found the secular humanists through a newspaper advertisement and attended a meeting. Now, she is ready to go public, she said, especially after doing some genealogical research recently. “I had ancestors who fought in the American Revolution so I could speak my mind,” she said.

Until recent years, the Secular Humanists of the Lowcountry were local pariahs. Mr. Silverman — whose specialty license plate, one of many offered by the state, says “In Reason We Trust” — was invited to give the invocation at the Charleston City Council once, but half the council members walked out. The local chapter of Habitat for Humanity would not let the Secular Humanists volunteer to build houses wearing T-shirts that said “Non Prophet Organization,” he said.

When their billboard went up in January, with their Web site address displayed prominently, they expected hate mail.

“But most of the e-mails were grateful,” said Laura Kasman, an assistant professor of microbiology and immunology at the Medical University of South Carolina.

The board members meeting in the Kasmans’ living room were an unlikely mix that included a gift store owner, a builder, a grandmother, a retired nursing professor, a retired Navy officer, an administrator at a primate sanctuary and a church musician. They are also diverse in their attitudes toward religion.

Loretta Haskell, the church musician, said: “I did struggle at one point as to whether or not I should be making music in churches, given my position on things. But at the same time I like using my music to move people, to give them comfort. And what I’ve found is, I am not one of the humanists who feels that religion is a bad thing.”

The group has had mixed reactions to President Obama, who acknowledged nonbelievers in his inauguration speech. “I sent him a thank-you note,” Ms. Kasman said. But Sharon Fratepietro, who is married to Mr. Silverman, said, “It seemed like one long religious ceremony, with a moment of lip service.”

Part of what is giving the movement momentum is the proliferation of groups on college campuses. The Secular Student Alliance now has 146 chapters, up from 42 in 2003.

At the University of South Carolina, in Columbia, 19 students showed up for a recent evening meeting of the “Pastafarians,” named for the Church of the Flying Spaghetti Monster — a popular spoof on religion dreamed up by an opponent of intelligent design, the idea that living organisms are so complex that the best explanation is that a higher intelligence designed them.

Andrew Cederdahl, the group’s co-founder, asked for volunteers for the local food bank and for a coming debate with a nearby Christian college. Then Mr. Cederdahl opened the floor to members to tell their “coming out stories.”

Andrew Morency, who attended a Christian high school, said that when he got to college and studied evolutionary biology he decided that “creationists lie.”

Josh Streetman, who once attended the very Christian college that the Pastafarians were about to debate, said he knew the Bible too well to be sure that Scripture is true. Like Mr. Streetman, many of the other students at the meeting were highly literate in the Bible and religious history.

In keeping with the new generation of atheist evangelists, the Pastafarian leaders say that their goal is not confrontation, or even winning converts, but changing the public’s stereotype of atheists. A favorite Pastafarian activity is to gather at a busy crossroads on campus with a sign offering “Free Hugs” from “Your Friendly Neighborhood Atheist.”

fukung

við misstum okkur á fukung.net á rásinni í dag, maður getur skoðað myndir þar endalaust. Hér er ein:

vor, vor, vor

fyrsti alvöru vordagurinn, bara út á peysunni, bíllinn sjóðheitur, skilja eftir opna topplúguna, árans að þurfa að vera að kenna.

bakkafulli lækurinn

jámm, Vg hefði mátt vera heldur hærri – takk Kolbrún – og D auðvitað slatta lægri. Annars ekki sem verst.

Nú er bara að sjá hvað gerist. Munum við stefna hraðbyri í EU?

listinn

mjakast áfram, nú eru unglingarnir búnir að borða og við það að fara niður í herbergi. Allt á áætlun. Við Jón Lárus ætlum að fá okkur ferskan krækling, með ristuðu brauði og hvítlaukssósu, ég hlakka afskaplega til.

rekstrarvörusala

jæja komið að því, Fífa að fara í kórferð – verður árlegt úr þessu sýnist mér.

Ef einhver vill ágætis klósettpappír (þriggja laga góður Lotus, 30 rúllur á 3.900) eða eldhúsrúllur, (tveggja laga, 20 rúllur á 3.300) keyrt heim að dyrum þá hafið samband.

Já og hún er reyndar líka að selja kórdiska, fínir diskar á 2000 kall, nýjasti síðan í fyrra en það eru líka til eldri Gradualediskar. Upplagt að kaupa til að fylla upp í diskarekkann eða þá fyrir gjafir…

dagurinn

Kjósa
Búð (vantar í afmælismatinn í kvöld)
Tékka á ferskum kræklingum
Freyja á kammeræfingu
Tónleikar hjá yngri krökkunum
Aðrir tónleikar hjá yngri krökkunum
Taka til
Hnoða í og steikja tvöfaldan skammt af tortillum
Taka á móti 10 unglingsstelpum sem eru að koma í gistiafmæli
Steikja hakkjukk fyrir tortillur
Gefa stelpustóðinu að borða
Senda stóðið niður í yngriunglings herbergi og/eða sjónvarpsherbergi
Blása upp tvær stórar og eina litla loftdýnu
Varpa öndinni léttar
Horfa á kosningasjónvarp

Smá prógramm í dag semsagt. Svolítil skörun, (JLS og Fífa taka til og hnoða í tortillur meðan ég er með krakkana á þessum tvennum tónleikum).

Gleðilegar kosningar, kjósið nú samkvæmt sannfæringu og endilega notið kosningaréttinn, hann er ekkert sjálfgefinn.

einn nemenda minna

getur ómögulega ákveðið sig hvað hann á að kjósa. Vill nú samt ekki skila auðu (helst) eða sitja heima.

Ákvað að láta hlutkesti ráða. Skrifaði flokksbókstafi á blað, merkta 1-8 (einn skila auðu, einn sitja heima).

B er númer 7 og D númer 8

Svo ætlar hann að kasta upp teningi…

búsáhaldabandið

hann Kiddi í Tónverkamiðstöð er að hugsa um að stofna band, búsáhaldaband, hljóðfærin verða að vera bústengd ss. kokkteilhristari, tappatogari, vínrekki og þanniglagað…

vorvítamín

Hamrahlíðarkóranna var í dag, ég mætti á báða tónleika og í kaffið á milli (við Fífa smurðum fullt af flatkökum með osti og lögðum á kaffiborð, fljótur að klárast sá bakki). Gerðist hrútvæmin og fékk stóran kökk í hálsinn að sjá Fífu þarna uppi og auðvitað bara alla þessa flottu krakka og sönggleðina.

Vorvítamínið setur bara sumarið í gang, það er svo einfalt.

er að hlusta

á beina útsendingu frá útskriftartónleikum Listaháskólans, hún Eydís mín Ýr er að útskrifast á víólu og ég sá fram á að ná ekki í Salinn fyrir klukkan átta. En það er gaman að hlusta á netinu, ég hef ekki verið dugleg að hlusta á þessar útsendingar frá skólanum, það eru líka nemendur mínir sem sjá um þær þannig að það er ágætt að fylgjast með þeim líka.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa