Sarpur fyrir janúar, 2007
óvenju góður í dag:
er með landsleik í stereó nema hátalararnir eru ekki til hægri og vinstri heldur fyrir ofan og neðan. Gunni hér uppi á lofti með hóp að horfa, heyrist mér og svo voru feðgarnir hér niðri áðan, Jón Lárus reyndar farinn í fótbolta en Finnur er enn niðri. Og ég sem hef ekki minnsta áhuga á þessu.
hér er ástæðan fyrir því hvað manni er illa við Microsoft.
(heyrst hefur sá leiði misskilningur að Mac sé ekki opið stýrikerfi*, það hefur ekki verið svo síðan OSX kom. Það stýrikerfi er Unix baserað og nú þegar talsvert opnara en Windows; með þessari breytingu verður munurinn þokkalega mikið meiri)
(*breyting á færslu)
bærilega áðan, varla hægt að segja að tónleikarnir hafi verið sérlega vel sóttir en þó alls ekki vandræðalega fátt. Gæti trúað að það hafi verið betri heildarmynd á þeim núna heldur en í sumar. Pínu vandræðagangur þegar við áttum að setjast, gleymdist að taka frá bekkina sem við ætluðum að nota, þannig að við þurftum að setjast vítt og breitt. Ekki það, það var nóg af sætum fyrir okkur…
minn kæri fíni kór er með tónleika annað kvöld (mánudagskvöld, þ. 29. janúar) klukkan 20.00 Endurtekið efni frá í fyrrasumar í Skálholti, þannig að kæru lesendur, ef þið misstuð af okkur þá er tækifæri til að heyra verkin núna.
Mótettur, lög, slagverk og elektróník, allt eftir Úlfar Inga Haraldsson. Verulega flott músík og ég þori að lofa flottum flutningi (hvort sem ég nú treysti mér til að standa þarna uppi og syngja eður ei)
Seltjarnarneskirkja klukkan 20.00. Myrkir músíkdagar. Mætum öll (eriggi allir í sduði)?
tekur sinn toll, fór á kóræfingu áðan og gat ekki staðið og sungið nema hluta æfingar. Ekkert að röddinni, það er ekki málið, nema ég á afskaplega erfitt með að humma. En slöpp, maður minn!
Tónleikar annað kvöld, vona ég geti sungið. Efast satt að segja um að ég treysti mér í kennslu. Kemur í ljós.
Já, best að plögga tónleikana annars.
Atsjú!
arrg, næ ekki MIDI sambandinu í gang á nýju tölvunni. Ekki mjög gott, þar sem ég verð að fara að klára Gradualekórverkið. Gæti þurft að tengja þá gömlu aftur í smá tíma (neeeeeiiiii!).
Hvern ætli sé best að tala við? Er einhver hér á Makkaspjallinu, ég næ ekki að tengjast þar. Hmmmm.
seríur 2 og 3 komnar í hús. Plús sería 1 af Heroes. My source fylgist ekki með Grey’s, því miður. En þetta er nú ekki verst samt. 3 þættir í kvöld og sá fjórði að fara í gang. Gaaaamaaaan!
alveg að farast úr nefkvefi þessa dagana, hundleiðinlegt en skárra en að það væri á röddinni (tónleikar á mánudagskvöldið).
Annars legg ég til að allir lesendur kíki hingað. Og fari eftir ráðleggingunum. Ekki smá augljóst hvað er búið að vera að gerast.
sinfóníutónleika áðan, á Myrkum músíkdögum. Bráðskemmtilegir, segið svo að nútímatónlist sé hundleiðinlegt torf 😉
Örlygur Benediktsson með ekki alveg allt verkið sitt víst, byrjaði í miðjunni eða svo. Veit ekki hvert hann er kominn eða hvort hann er að vinna algerlega aftur á bak. Lokakaflinn var að minnsta kosti þrælflottur, hlakka til að heyra verkið allt.
Karólína með mjög fínan tvöfaldan flautukonsert, rytmískt skemmtilegar pælingar og Martial og Guðrún glæsilegir sólistar. Vel skerandi pikkólópartar stundum, samt.
Erik Mogensen fannst mér stjarna kvöldsins. Verkið hans var það flottasta sem ég hef heyrt frá honum, pínu kvikmyndatónlistarbragur, byrjunin þrælflott með kontrafagotti, túbu og kontrabössum, bara æðislegt stykki. Langar í upptökuna.
Herbert H. Ágústsson svo með eina verkið í kvöld sem ekki var frumflutningur. Hef reyndar heyrt það áður en það er bráðskemmtilegt verk sem á verulega skilið að vera fastur punktur á dagskrá Sinfó. Já, og ekki bara sem partur af Myrkum músíkdögum.
Voru smá umræður í hléi um að það hefði mátt koma einu verki í viðbót að á tónleikunum, já þeir voru frekar stuttir en mér fannst þeir gersamlega passlegir samt. Hvers vegna í ósköpunum að troða meiri músík á tónleika sem voru fínir fyrir. Ég er bjargföst á þeirri skoðun minni að það eigi að skilja hlustendur eftir þyrstandi í meira, ekki farna að hugsa: Jæja, er þetta nú ekki orðið gott?
líklega hafa fleiri komist að því í kvöld að gamli Blogger er hættur. Ekki það, ég reiknaði svo sem með því að flytja mig fyrr eða síðar, reiknaði varla með því að Bloggerfólk stæði í viðhaldi og viðgerðum á tveimur kerfum. En semsagt, áðan var bara ekkert gefinn valmöguleikinn á því að logga sig inn á þann gamla.
Stór plús, ég kemst inn á Brallið. Sem ég gerði ekki áður, þrátt fyrir að eiga nýja Bloggersíðu (bara til að taka frá lénið hildigunnur.blogspot.com, án auka errs í enda nafnsins míns). Núna datt hún inn.
Í tilefni af því fór inn uppáhalds súkkulaðikakan okkar. Betty Crocker, eat your heart out… Og verði ykkur að góðu 🙂
bæði Óli bróðir og Stebbi mágur eiga afmæli í dag. Til hamingju, strákar 🙂
Hvað er með allan þennan viðbjóðslega hundaskít sem kemur undan snjónum? Maður getur ekki sleppt augunum af gangstéttinni, hér niðri í bæ, að minnsta kosti. Halda hundaeigendur (ókei, ekki allir en of margir) að það sé allt í fína að hirða ekki upp eftir kikvendin þar sem vibbinn hverfur í snjóinn.
við búum ekki á Suðurskautslandinu, kæru hundaeigendur. Hér BRÁÐNAR snjór…
Kristur je, ræt!
verður þá Cruisemas?
heimsins besti maður á afmæli í dag.
til hamingju með það, sæti. (nei, ég er ekki stærri en hann, stend bara ofar á steininum ;-)) |
![]() gömlu hjónin Originally uploaded by hildigunnur. |
Bozzetto er snillingur 😀
er komin með heiðurssess á hillunni bak við og fyrir ofan skjáinn minn. Áður en þið farið yfir um af nördahættinum í mér verð ég að taka fram að þetta er pottþétt flottasta vél nokkurn tímann smíðuð. (já og svo til að spila einn af uppáhaldsleikjunum mínum gæti ég þurft að tengja hana upp á nýtt, sá keyrir á classic, sem Tiger styður ekki…)
greinilega að leita mér að brauðrist úr burstuðu stáli til að vera í stíl. Þannig er reyndar einmitt þessi rándýra í Kokku…
(iiii, djók, hún er úr shiny stáli)
Annars er ísskápurinn minn ekkert úr burstuðu stáli, líklega áli, það festast nefnilega ekki við hann seglar. Ekki einu sinni hægt með góðu móti að festa á hann listaverk barnanna. Gott mál, bara. Leysum listaverkamálið öðruvísi, ásamt stundatöflum og þvílíku (excel skjal fyrir stundatöflur, maður er alltaf í tölvunni hvorteðer) og ísskápurinn fær að njóta síns grandeur)
ekki fyrr búin að lýsa því yfir að við séum hætt tækjakaupum í bili en að brauðristin hrynur. Líka brúðargjöf eins og ísskápurinn, ætli það sé bara 17 1/2 árs endingartími á þessum græjum?
nú langar mig í flottu brauðristina í Kokku. Tími því samt engan veginn. Elko, hér komum við.
Bara að bíllinn heyri ekki af því að hlutirnir eigi að vera að klikka hjá okkur þessa dagana…
Nýlegar athugasemdir