Sarpur fyrir nóvember, 2003

var að koma af mjööög flottum tónleikum schola …

var að koma af mjööög flottum tónleikum

schola cantorum, kammersveit, þorbjörn og hallveig litlusystkini mín, alex ashworth og guðrún edda gunnarsdóttir með tvær aðventukantötur eftir bach, og svo björn steinar sólbergsson með 3 orgelforleiki, líka bach

þokkalega flott hjá þeim, ójá!

pínulítið fyndið samt að allir sólistarnir voru úr hljómeyki, ókei við getum ekki eignað okkur alex ógurlega fast, en hann söng samt með okkur í skálholti fyrir 3 árum, jón nordal, guðrún edda var líka alltaf í schola, en samt…

haNAnúú vorum að koma úr ammli hjá olgu og óla …

haNAnúú

vorum að koma úr ammli hjá olgu og óla

mjög flott, fullt af víni og mat í þeirri röð, urrg, erfitt að stimpla inn! fékk hallveigu, þorbjörn og pabba til að koma að syngja 3 lög og eitt auka, þokkalega sló í gegn, maður minn hvað þurfti að kyssa mikið í kvöld!!!!

búin að útsetja alla sálma nema einn tók mig lí…

búin að útsetja alla sálma nema einn

tók mig líka til að gamni mínu og gerði nýja útsetningu af ding dong merrily (hringi klukkurnar/opin standa himins…) með hinum og þessum fiffum! stal einu frá kings’ singers algerlega án þess að skammast mín, en annað í útsetningunni er gersamlega ólíkt! ákvað að nota bara enska textann, þrátt fyrir að til séu ágætir íslenskir textar við lagið, en þar sem ég er mikið að leika mér með ding dong ding-e dong fannst mér enski textinn passa mun betur

verður vonandi hægt að heyra útsetninguna á jólatónleikunum okkar, þann 18. des í fríkirkjunni, plögga meira um það síðar!

slúúúúúrp!!! jacquesson et fils kampavín því…

slúúúúúrp!!!

jacquesson et fils kampavín

þvílíkt nammi, möndlur sem umbreytast í marsipan í lokin (og nb, við ekki hrifin af sætum freyðurum, bjakk!)

(að mínum smekk) ennþá betra en krug-inn sem við splæstum á um aldamótin (2000-2001) og var það þó á við eina góða tívolíbombu eða tvær!!!

og allt af því að ég frétti af því í gegn um klíku hvað ég fæ í stefgjöld, þó þau gefi það yfirleitt ekki upp fyrirfram!

mmmmmm! kaupið þetta, ekki einusinni dýrt! 2800 kall flaskan!!!!

snertakíkir aðeins of snemma á ferðinni! touch …

snertakíkir aðeins of snemma á ferðinni!

touch binoculars

hahahahahaha!!!!!!!!!

(aðeins of mikið rauðvín/kampavín people)

stoltur eigandi að nýju lyklaborði, þarf að venja …

stoltur eigandi að nýju lyklaborði, þarf að venja mig við að ýta ekki á slaufa v milli orða! gaman gaman

panther sett í bið, ekki komið í skólaútgáfu, tékka eftir 2 vikur. verður reyndar gaman, allar nýju flottu græjurnar koma bara fyrir tíuna, enginn nennir að skrifa fyrir níu komma tvo lengur!

nýr ítalíubrandari svona eins og umferðarreglurnar…

nýr ítalíubrandari svona eins og umferðarreglurnar! hérna. nokkuð góður! nú fer ég á eftir og kaupi mér nýtt lyklaborð, loxins! kannski maður fjárfesti í tíunni líka (mac OSX)

skrópaði á bardukha í hádeginu, er að reyna að klára síðustu sálmaútsetninguna fyrir kvöldið!

já, og svo er að koma að fimmþúsundasta gestinum m…

já, og svo er að koma að fimmþúsundasta gestinum mínum! viðkomandi má kvitta í kommentakerfinu!

þá fer að koma að tilnefningum til íslensku tónlis…

þá fer að koma að tilnefningum til íslensku tónlistarverðlaunanna! spennandi hvort messan verður tilnefnd!

(ég verð að viðurkenna að ég verð ÓGYSSLA móðguð ef hún verður það ekki!)

fékk styrk frá stefi til útgáfu, gott mál, verið að klippa og líma upptökurnar, á að koma út tónleikadiskur.

það var eins og ég hélt tónleikarnir endurtekni…

það var eins og ég hélt

tónleikarnir endurteknir á fimmtudaginn eftir viku, þann 4. des, í víðistaðakirkju, hafnarfirði

gaman

og enn betra:

palli og mónika ætla að vera gestir á jólatónleikunum okkar í hljómeyki í fríkirkjunni þann 18. des

jibbíliggalái!

ooojjjjj! kíkið á þetta hvernig ætli þetta sé …

ooojjjjj! kíkið á þetta

hvernig ætli þetta sé hér á landi? eitthvað skárra?

tónleikarnir með palla og móniku flottir eins og s…

tónleikarnir með palla og móniku flottir eins og síðast, troðfullt og þurfti að vísa fólki frá, enda verða þeir trúlega endurteknir eftir rúma viku – watch this space!

við fífa fórum líka á aðra tónleika í dag, kór áskirkju var að syngja saint-saëns og vivaldi, bara flott hjá þeim, hallveig brilleraði með háttliggjandi partinn í saint-saëns jólaóratoríu, mjög fallegt verk, aldrei heyrt það áður, flestir hinir einsöngvararnir fínir líka. misjafnir samt! say no more!

set hlekk á begga í dtu, skemmtilegir spurningalei…

set hlekk á begga í dtu, skemmtilegir spurningaleikir sem hann er með í gangi!

mmm! kálfakjöt með myrklum (ókei, við notuðum…

mmm!

kálfakjöt með myrklum (ókei, við notuðum kastaníusveppi og flúðadittó) í rjómasósu í kvöldmatinn, ekki sem verst!

beaujolais nouveau víniið frá georges duboeuf alveg þokkalega að gera sig líka, besta nouveau vín sem við höfum fengið í mörg ár! yfirleitt ekki mjög mikið fyrir þau, en þetta er mjög ljúft

mmm!

hneyksl, hneyksl! bankamálin, auðvitað! eitt…

hneyksl, hneyksl!

bankamálin, auðvitað!

eitt sem ekki stemmir þarna hjá þeim, ef þetta er banki á alþjóðamarkaði, hvernig stendur á því að við njótum ekki alþjóðlegra vaxta hjá þeim!!! eitthvað best of both worlds fyrir þá, geta keyrt sig (og launað sér) eins og gerist í alþjóðlegum stórfyrirtækjum, en halda samt áfram að blóðmjólka íslenska viðskiptavini eins og þeir eru vanir.

verst að vera ekki í viðskiptum við þá, til að geta tekið allt sitt út eins og dabbi! netbankinn rokkar!

rosa stemning á tónleikunum í gær, palli alveg í s…

rosa stemning á tónleikunum í gær, palli alveg í sérflokki! aftur á sunnudagskvöldið, mæli sterklega með því! að minnsta kosti var röðin óralöng í að kaupa diskinn, eftir tónleikana.

nú fer ég að fá mér haloscan, enetation gengið ger…

nú fer ég að fá mér haloscan, enetation gengið gersamlega með allt niðri um sig! annaðhvort getur fólk ekki lesið kommentin, þau koma alls ekki eða þá í mörgum eintökum, eða eins og hér rétt fyrir neðan, búið að setja inn 4 komment og hún sýnir bara eitt! (óli, ég er búin að svara þér!)

grrrr!

jæja, þá eru það útgáfutónleikarnir í kvöld! spen…

jæja, þá eru það útgáfutónleikarnir í kvöld! spennandi

nú er nafnið á kórnum að minnsta kosti rétt í fréttum og auglýsingum. meira að segja talað um hvað palli og mónika séu grand að vera með bæði strengjakvartett og kór

best að hækka reikninginn 😉

huggulegt hérna hjá okkur freyju, einar heima, hún…

huggulegt hérna hjá okkur freyju, einar heima, hún að læra og ég í tölvunni 😉 annars er rifist um hana, tvær vinkonur sem báðar vilja helst hafa einkarétt! svona var þetta hjá fífu líka, endaði á því að ég varð að tala við skólann um að þær yrðu ekki allar í sama bekk!

munur að vera vinsæll! ekki var ég svona vinsæl!

búin með 5 sálmaútsetningar núna og með eina í takinu, algjöra umbyltingu á útsetningunni. sumar skreyti ég bara smá, set yfirrödd eða undirrödd en læt kórsatzinn alveg halda sér, fer eftir því hvað hann er góður til að byrja með. stundum svo óhemju leiðinlegur!

líka búin að vera að vinna svolítið í skálholtsverkinu fyrir næsta sumar. hálfsé eftir því að hafa valið þennan texta, erfitt að hafa mikla tilbreytingu með honum – challenge!

gaman á æfingunni í gærkvöldi! erum að spila pían…

gaman á æfingunni í gærkvöldi! erum að spila píanókonsert (og hálfgildings trompetkonsert) eftir shostakovitsj með peter máté og david nootenboom, meiriháttar flottur! síðan glænýjan dans eftir ungt íslenskt tónskáld, Pavel E. Smid, hann er að læra úti í boston.

samkvæmt fréttablaðinu er „hljómeykiskórinn“ að syngja með palla og móniku á útgáfutónleikum á akureyri í kvöld, hmmmm???


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

nóvember 2003
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa