Sarpur fyrir mars, 2007

já!

meira frá honum Herbert anarkista. Skoðið endilega þessa grein hér frá guðseiginlandi.

þriðjupersónufærsla

hann Örnólfur samkennari minn, sem skilur nú reyndar ekki nokkurn skapaðan hlut í því hvað fólk er að halda úti bloggi og segja skoðanir sínar fyrir alla sem vilja lesa, bað mig nú samt að koma einni skoðun til skila fyrir sig:

Hann vill meina að kvikmyndin 300 sé ein mesta della sem hann hafi séð, söguþráðurinn og úrvinnslan henti engum yfir 14 ára en ofbeldisatriðin geri að verkum að enginn undir 14 ára ætti að sjá myndina. Sem sagt: mynd fyrir engan.

(tek fram að ég hef ekki séð myndina, söguleg og það vantar í mig sögugenið, og hef þ.a.l. enga skoðun á henni)

útkeyrsla

ja, eða hluti hennar í kvöld. Vörurnar sem hún Fífa er að selja koma á eftir, það þýðir yfirleitt að lungi kvöldsins fer í skutl út um allan bæ.

Sé nú samt ekki að þetta klárist fyrr en eftir helgi, sveimérþá.

priusinn

jahá, merkilegt. Samkvæmt þessu er ekki jafn gáfulegt og umhverfisvænt að kaupa sér Toyota Prius og þeir vilja vera láta. Ekki að maður treysti einhverri grein í blindni en þarna eru nú samt áhugaverðir punktar.

um menntun

fann þetta klipp á anarchism.is, (góð síða, btw) það er snilld. Með betri fyrirlestrum um menntun sem ég hef séð.

verð greinilega

að fara að taka nýjar myndir af stelpunum og henda inn á flickr, gengur ekki að vera bara með litla gaurinn hér á síðunni. Mætti halda að hann væri eina barnið mitt…

skyldulesning

lesið þetta, mögnuð lesning.

þægilegur kúrs

sem ég er að kenna núna, einn nemandi situr inni í tíma og vinnur og ég hangi bara á netinu. Fyrirlestur og umræður í gær, svo sendi ég nemendurna bara út um skóla til að vinna verkefni og eðlilega er ekki mikið komið á öðrum degi. Ætti að verða meiri umferð til mín frá og með morgundeginum.

Mér finnst reyndar að þetta ætti að vera skyldukúrs hjá tónsmíðanemum, ég er að kenna hvernig á (og jafnvel frekar hvernig á ekki) að skrifa fyrir raddir. Nógu oft sem við höfum fengið illa liggjandi og lítt syngjandi verk frá ýmsum tónskáldum. (alls ekki öllum, tek ég fram). Það vantar nefnilega alltaf kennslu um mannsröddina í allar hljóðfærafræðibækur. Ekki að ég skilji það.

Þreytt

þokkalega þreytt í dag, ætlaði aldrei að sofna í gærkvöldi, allt of upptrekkt eftir tónleikana.  Fyrirlesturinn í morgun (hljóðfærafræði mannsraddarinnar í LHÍ) gekk þokkalega, svona miðað við þreytustuðul en nú er ég hins vegar gersamlega að hrynja niður í Suzukiskólanum, þrátt fyrir að hafa náð að leggja mig í hálftíma áðan.  Einn tími eftir…

 Hugsa meira að segja að ég slaufi tónleikum sem Fífa er að spila á, á eftir.  Já já, ég er vond mamma.  Hmmm, sjáum til, kannski það sé einhver auka orka falin einhvers staðar. 

ahhbú

seinniparturinn + eftirpartí, fínt bara. Þetta var mjög skemmtilegt, gaman að vinna með Óperukórnum og Garðari (þrátt fyrir smá teygingu á æfingum).

en bjórinn og rauðvínið í partíinu á eftir – hmmm. Bjórinn ekki spennandi og rauðvínið lítt skárra. Mun síðra en þriðjudagsvínið sem við hættum við að sulla í okkur á föstudaginn. Pizzurnar ágætar samt. Flúðum heim og fengum okkur sitthvorn Chimayinn fyrir svefninn.

fyrri hlutinn

búinn, annað settið af Carminaburana. Þetta var nú ágætis generalprufa…

tvöföld Carmina

Langholtskirkja
ég bý í Langholtskirkju í dag, fór í morgun í messu að hlusta á yngri dótturina syngja í Graduale Futuri, undirbúningskórnum undir Gradualekórinn. Hún er, öfugt við systur sína, áfjáð í að fá fjölskylduna til að hlusta á sig performera, Fífa vill helst bara að við komum ekki neitt. Held hún skammist sín nú ekkert fyrir okkur samt…

Svo er mæting klukkan 16.00 fyrir Carmina Burana tónleikana, fyrri byrja klukkan 17.00, verða svona klukkutími og kortér, tekur ekki að fara heim á milli (maður á ekki eftir að finna stæði hvort sem er). Seinni tónleikarnir byrja síðan klukkan 20.00. Heildarvera í Langholtskirkju rúmir 6 klukkutímar í dag.

En það verður gaman að spila verkið, fjör, þó það sé kannski fullmiklar endurtekningar í því fyrir minn smekk.

mikið

er pirrandi þegar fólk ber enga virðingu fyrir tíma annarra!

þá er að vita

hvernig salan er á miðum á Carmina Burana. Mér tókst að selja mína fjóra miða og einum betur meira að segja. Ekki verst. Þarf að ná í einn miða í viðbót í kvöld. En ljóti tíminn á hljómsveitaræfingu, 18.00-20.30 á laugardagskvöldi. Urrr. Bara út af skipulagsklúðri. Eins gott fyrir stjórnanda vorn að halda okkur ekki mínútuna fram yfir, að minnsta kosti.

meiri matgæðingapakki

í gærkvöldi, fyrst afmælið hennar Nönnu, þar haldið aftur af sér því beint á eftir var okkur boðið til matgæðings næstu viku (litlasystir sem Jón Lárus skoraði á síðast), úff. Þvílíktogannaðeins, rækjur og rísottó (sjá næsta föstudagsmogga), flott vín með og svo kom ítalski ísinn sem fæst í Hekkupp verulega á óvart. Bara alvöru ítalskur. Ég á eftir að fara og kaupa svona. Og glösin flott sem fylgja með, meira að segja.

Svo komum við heim. Langaði í pínu meira rauðvín og opnuðum flösku. Hún var þriðjudags. Skiluðum víninu og náðum í betri í rekkann. Sveimérþá, ég held að það hafi aldrei gerst áður, að við höfum hætt við að drekka eitthvað bara vegna þess að okkur þótti það ekki nógu gott. Það var ekkert skemmt, neitt, bara óspennandi. Lúxusdýr…

maaaatuuuur

þistilhjartnapastakaramellurnar
já, skoðið nú endilega Moggann í dag, mín kæra fjölskylda þar öll til staðar að búa til mat og tala um mat og borða mat. Þessar karamellur eru fáránlega góðar, hellings vesen að búa þær til, bæði verður að búa pastað til frá grunni og svo er alltaf vesen að eiga við þistilhjörtu. Jón Lárus er náttúrlega sérfræðingurinn hér, ég er hreint ekki nógu þolinmóð til að búa til pasta. Yfirleitt eru svona vesenréttir hans sérgrein, ekki mín.

Hvet ykkur samt til að prófa þetta, uppskriftin er hér fyrir utan að vera í Mogganum, náttúrlega.

hún tóta

er með snilldarlista á síðunni sinni í dag. Kíkið endilega.

síðasti séns

að fá miða hjá mér á aaafslætti á Carminuburönu á sunnudaginn kemur. Ég á örfáa, þeim sem ég get ekki selt verður skilað fyrir klukkan 17.00 á morgun, föstudag. Jamm.

óperustúdíó

Íslensku Óperunnar frumsýndi Suor Angelica og Gianni Schicchi í kvöld, tvo einþáttunga oft flutta saman. Snilldarsýning, krakkarnir stóðu sig frábærlega, sérstaklega var ég hrifin af Hörn Hrafnsdóttur og Ásgeiri Páli Ásgeirssyni, aðrir voru líka verulega flottir, María Jónsdóttir sem söng sjálfa systur Angelicu var mjög fín en vantar kannski pínu þroska í þetta gríðarlega erfiða hlutverk. Tókst nú samt að fá mig til að hágráta (tja, gráta, kannski ekki með hávaða og látum), fyrri óperan er ógurlega sorgleg, sérstaklega fyrir viðkvæma mömmu sem á lítinn strák. Úff.

Maður semsagt grét í fyrri einþáttungnum og grét svo af hlátri í þeim seinni. Ásgeir Páll er frábær leikari og söngvari, hlakka til að sjá meira af honum á sviði.

„Mínir“ krakkar, Skúli, Þorri, Björg og Erla Dóra (á sviði), Geirþrúður, Eydís Ýr, Hallgrímur, Rut og Eiríkur Rafn, (í gryfju) ég er stolt af ykkur. Og öllum hinum. Takk fyrir mig.

sumarfrí

já, ég er komin í sumarfrí. Nei, ég er ekki á þingi.

Reyndar er ég nú ekki alveg sloppin, það er bara tónheyrnin í Listaháskólanum sem er búin. Er reyndar með kúrs þar alla næstu viku, Hljóðfærafræði mannsraddarinnar, það er nú bara skemmtilegt, en eftir það er ég laus þar á bæ fram á haust. Og það styttist reyndar illilega í kennsluvikunum í hinum skólunum mínum líka. Bara 3 venjulegar eftir, þá fara þau í próf í tónheyrninni (tekur 2 vikur), eitt skipti fá þau að spila og koma með nammi og síðasta vikan fer í sjúkrapróf. Lítur bara vel út.

En það væri nú samt synd og skömm að segja að það sé sumarlegt úti. Börnin mín fóru að hlæja að mér þegar ég kom heim áðan, labbandi neðan úr Listaháskóla, leit út eins og hundur af sundi. Ojbara.


bland í poka

teljari

  • 380.711 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa