Sarpur fyrir 24. mars, 2007

mikið

er pirrandi þegar fólk ber enga virðingu fyrir tíma annarra!

þá er að vita

hvernig salan er á miðum á Carmina Burana. Mér tókst að selja mína fjóra miða og einum betur meira að segja. Ekki verst. Þarf að ná í einn miða í viðbót í kvöld. En ljóti tíminn á hljómsveitaræfingu, 18.00-20.30 á laugardagskvöldi. Urrr. Bara út af skipulagsklúðri. Eins gott fyrir stjórnanda vorn að halda okkur ekki mínútuna fram yfir, að minnsta kosti.

meiri matgæðingapakki

í gærkvöldi, fyrst afmælið hennar Nönnu, þar haldið aftur af sér því beint á eftir var okkur boðið til matgæðings næstu viku (litlasystir sem Jón Lárus skoraði á síðast), úff. Þvílíktogannaðeins, rækjur og rísottó (sjá næsta föstudagsmogga), flott vín með og svo kom ítalski ísinn sem fæst í Hekkupp verulega á óvart. Bara alvöru ítalskur. Ég á eftir að fara og kaupa svona. Og glösin flott sem fylgja með, meira að segja.

Svo komum við heim. Langaði í pínu meira rauðvín og opnuðum flösku. Hún var þriðjudags. Skiluðum víninu og náðum í betri í rekkann. Sveimérþá, ég held að það hafi aldrei gerst áður, að við höfum hætt við að drekka eitthvað bara vegna þess að okkur þótti það ekki nógu gott. Það var ekkert skemmt, neitt, bara óspennandi. Lúxusdýr…


bland í poka

teljari

  • 380.723 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa