Sarpur fyrir 29. mars, 2007

þriðjupersónufærsla

hann Örnólfur samkennari minn, sem skilur nú reyndar ekki nokkurn skapaðan hlut í því hvað fólk er að halda úti bloggi og segja skoðanir sínar fyrir alla sem vilja lesa, bað mig nú samt að koma einni skoðun til skila fyrir sig:

Hann vill meina að kvikmyndin 300 sé ein mesta della sem hann hafi séð, söguþráðurinn og úrvinnslan henti engum yfir 14 ára en ofbeldisatriðin geri að verkum að enginn undir 14 ára ætti að sjá myndina. Sem sagt: mynd fyrir engan.

(tek fram að ég hef ekki séð myndina, söguleg og það vantar í mig sögugenið, og hef þ.a.l. enga skoðun á henni)

útkeyrsla

ja, eða hluti hennar í kvöld. Vörurnar sem hún Fífa er að selja koma á eftir, það þýðir yfirleitt að lungi kvöldsins fer í skutl út um allan bæ.

Sé nú samt ekki að þetta klárist fyrr en eftir helgi, sveimérþá.

priusinn

jahá, merkilegt. Samkvæmt þessu er ekki jafn gáfulegt og umhverfisvænt að kaupa sér Toyota Prius og þeir vilja vera láta. Ekki að maður treysti einhverri grein í blindni en þarna eru nú samt áhugaverðir punktar.


bland í poka

teljari

  • 380.723 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa