Sarpur fyrir 26. mars, 2007

Þreytt

þokkalega þreytt í dag, ætlaði aldrei að sofna í gærkvöldi, allt of upptrekkt eftir tónleikana.  Fyrirlesturinn í morgun (hljóðfærafræði mannsraddarinnar í LHÍ) gekk þokkalega, svona miðað við þreytustuðul en nú er ég hins vegar gersamlega að hrynja niður í Suzukiskólanum, þrátt fyrir að hafa náð að leggja mig í hálftíma áðan.  Einn tími eftir…

 Hugsa meira að segja að ég slaufi tónleikum sem Fífa er að spila á, á eftir.  Já já, ég er vond mamma.  Hmmm, sjáum til, kannski það sé einhver auka orka falin einhvers staðar. 


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa