Sarpur fyrir 13. mars, 2007

Lítur út fyrir

lúxus hjá okkur bæði á morgun og hinn daginn. Ammlið mitt á morgun og Jón Lárus (sem n.b. er líka kominn með nýja wordpress síðu) ætlar að elda handa mér tagliatelle bolognese svona eins og þeir gera í Bologna. Konfekt og Tokaji í eftirrétt, þætti mér ekki ólíklegt.

Svo er hann sælkeri vikunnar í Mogga á föstudaginn og á að elda þrenns konar góðgæti á fimmtudaginn. Lýsum því ekkert nánar fyrr en eftir á, en fimmtudagskvöldið verður sem sagt enn flottara.

Spurning um bein, ruður og fernisolíu um helgina?


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa