Sarpur fyrir 16. mars, 2007

Og úr því

allir eru komnir með buddurnar upp (sbr síðustu færslu) þá er dóttirin að selja settpappír, eldhúsrúllur, uppþvottavélarduft og þvottaefni á ágætis verði, heimsending innifalin ef einhver vill. Kórinn nú á leið til Slóveníu, skoh. Kommentakerfið, já, kommentakerfið mitt virkar, jei.

plögg #1 á nýjum stað

ég á helst að selja 5 miða á Carmina Burana með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, 25. mars klukkan 17.00 og/eða 20.00. Miðinn fæst hjá mér á 2000 krónur í stað 2500 ef keyptur við innganginn eða á miði.is.

Óperukórinn syngur, Diddú, Þorgeir og Beggi sóló, EssÁ ásamt hörku slagverksgrúppu og tveim flinkum píanistum spilar. Garðar Cortez stjórnar. Kommentið endilega á mig ef ykkur langar í miða, við finnum svo út úr því.

Já, við eigum eftir að vanda okkur hrikalega, ekkja Orffs sjálfs mætir á svæðið. Úff!


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa