Sarpur fyrir 22. mars, 2007

hún tóta

er með snilldarlista á síðunni sinni í dag. Kíkið endilega.

síðasti séns

að fá miða hjá mér á aaafslætti á Carminuburönu á sunnudaginn kemur. Ég á örfáa, þeim sem ég get ekki selt verður skilað fyrir klukkan 17.00 á morgun, föstudag. Jamm.

óperustúdíó

Íslensku Óperunnar frumsýndi Suor Angelica og Gianni Schicchi í kvöld, tvo einþáttunga oft flutta saman. Snilldarsýning, krakkarnir stóðu sig frábærlega, sérstaklega var ég hrifin af Hörn Hrafnsdóttur og Ásgeiri Páli Ásgeirssyni, aðrir voru líka verulega flottir, María Jónsdóttir sem söng sjálfa systur Angelicu var mjög fín en vantar kannski pínu þroska í þetta gríðarlega erfiða hlutverk. Tókst nú samt að fá mig til að hágráta (tja, gráta, kannski ekki með hávaða og látum), fyrri óperan er ógurlega sorgleg, sérstaklega fyrir viðkvæma mömmu sem á lítinn strák. Úff.

Maður semsagt grét í fyrri einþáttungnum og grét svo af hlátri í þeim seinni. Ásgeir Páll er frábær leikari og söngvari, hlakka til að sjá meira af honum á sviði.

„Mínir“ krakkar, Skúli, Þorri, Björg og Erla Dóra (á sviði), Geirþrúður, Eydís Ýr, Hallgrímur, Rut og Eiríkur Rafn, (í gryfju) ég er stolt af ykkur. Og öllum hinum. Takk fyrir mig.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa