Sarpur fyrir 18. mars, 2007

drattaðist

loksins til að hlusta á litlusystur, Eyva og Tryggva kollega minn í þættinum Síðdegi skógarpúkanna frá síðasta sunnudegi. Náttúrlega búin að vera á leiðinni til þess alla vikuna. Nújæja, nema hvað þátturinn byrjar á einum af dúettunum mínum við texta Davíðs Þórs. Ekki var systirin að segja mér það neitt…

Mæli með þættinum, hann er snilld. Hallveig, hver spilaði undir dúettinn hjá ykkur? Ásta?

annað kvöld

verður gott fólk hér. Vona ég komist sjálf, enda vil ég vera gott fólk.

ircrásin

mín elskulega liggur á hliðinni og er búin að vera þar í allt kvöld. Tómlegt…

hljómasúpa

á la Jón Nordal er nú með betri súpum. Vinsamlegast takið frá sunnudaginn 6. maí fyrir tónleika þar sem boðið verður meðal annars upp á eitt albesta verk skrifað fyrr og síðar hér á landi. Óttusöngva á vori eftir Jón Nordal.

Tvisvar á ævinni hef ég grátið á tónleikum við að heyra verk í fyrsta skiptið. Þetta verk er annað þeirra sem hafa haft slík áhrif á mig. Hitt verkið er Veni, veni Emmanuel eftir James MacMillan. Og á þessum tónleikum okkar flytjum við líka verk eftir hann. Ég er farin að hlakka allverulega til þessarra tónleika.

brrrrr

hrikalega er kalt úti. Var búið að boða bekkinn hans Finns í hitting í Hljómskálagarðinum, fór þangað með hann og við vorum í tæpan klukkutíma. Allt í lagi í skjóli, ekki beinlínis hlýtt náttúrlega, en á leiðinni til baka í gegn um garðinn, úff. Ekki gaman.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa