Sarpur fyrir 11. mars, 2007

emoticonar

ég verð greinilega að hætta að setja broskalla í færslurnar. Vil alveg hafa þá virka í kommentum en þeir eru skelfilega hallærislegir inni í færslum eitthvað. Sé ekki að ég geti haft karlana virka bara í kommentum. Nevermænd.

gafst upp í bili

á að reyna að sérhanna útlitið, veit samt ekki nema ég verði frekar fljótt leið á þessu. Kemur í ljós.

Enn ekki hugmynd um hvers vegna flickr myndirnar koma ekki inn (ætli maður geti ekki verið með svona myndir á tveimur síðum í senn? Jú, hlýtur nú að vera)

Svo er spurning um að hafa keppni um nýtt nafn á síðuna. Verðlaun í boði. Held samt réttinum til að veita ekki verðlaun ef ég er ekki nógu ánægð með neina af innsendum tillögum.

jahá

ekki kann ég nú nægilega vel á þetta. Hvers vegna ætli ég geti ekki fært history niður fyrir hlekkina, þeir eru mun mikilvægari. Finn hvergi að ég geti hnikað þeim til. Gæti sleppt history en mér finnst samt gott að hafa það inni.

Fór inn á aukabloggersíðuna mína, þar er ég með nothæft kommentakerfi, en ég virðist ekki geta sniðið litina að eigin höfði. Bara forljótir litir sem mér bjóðast og þó þarna sé reitur til að setja inn eigin litakóða virðist hann bara ekki virka nokkurn hlut. Humm.

ahh, jú

ég sé þetta núna, það þarf að kaupa aðgang að því að smíða síðuna alveg sjálfur. Sé til…

Svo er nú spurning hvort maður á að hætta að vera eymingi. Er eiginlega orðin pínulítið leið á því.

humm

veit ekki hvað ég get hreyft mikið við útlitinu. Og hvers vegna ætli myndirnar mínar komi ekki inn? Bæði avatarmyndin og svo flickr widgetið. Addi, á maður ekki bara að líma inn rss síðu manns eigin myndasíðu?


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

mars 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa