Sarpur fyrir nóvember, 2013

ljóti draumurinn

Sem betur fer trúi ég ekki á drauma. Annars væri ég skíthrædd núna.

Dreymdi semsagt undir morgun að ég væri að keyra á hljómsveitaræfingu, einhver sem ég man ekki hver var með mér í bílnum. Einhvern veginn snéri Seltjarnarneskirkja í suður, ekki vestur, sosum smáatriði. Útsýni út á sjóinn í suðurátt.

Nema hvað. Horfum út á sjó og sjáum þar rísa reykjarmekki svo langt sem augað eygði. Semsagt langa langa röð mekkja, hver fyrir sig var ekki stór. En langt. Mjög langt.

Áttaði mig (í draumnum) eins og skot á að þetta væri ein af þessum risaeldstöðvum sem væri nú að blása og já, þetta væri bara endirinn. Þetta væri stóra gosið sem myndi tortíma lífi eins og við þekktum það. Þannig væri það bara.

Það sem ég man næst í draumnum var að við bóndinn vorum að diskútera að safna fjölskyldunni saman niðri í svefnherberginu okkar, draga fram fjölskyldugrillið, loka öllum gluggum, kveikja upp og fara svo að sofa.

Hef sjaldan ef nokkurn tímann orðið jafn fegin að vakna…


bland í poka

teljari

  • 380.714 heimsóknir

dagatal

nóvember 2013
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa