beðið eftir að komast til Tékklands, ekki á morgun heldur hinn! Þetta er besta spáin sem ég fann, er að hugsa um að nota hana.
Annars er prógrammið hjá okkur:
Laugardagur: Flogið til Kaupmannahafnar og þaðan til Prag, gefst ekki tími til að fara inn í Köben milli fluga. Sótt á völlinn í Prag og keyrt til Pilzen. Væntanlega fengið sér einhvern góðan bjór.
Sunnudagur: Frí. Eitthvað munum við væntanlega finna okkur að gera.
Mánudagur: Frí fram til klukkan 17:00, þá æfing á verkunum. Verkin eru: 5 fuglar, einn Davíðssálmur, nokkur þjóðlög.
Þriðjudagur: 11:00, samtalsþáttur í tékkneska ríkisútvarpinu (held ég). 13:00, fyrirlestur um tónlist mína í tónlistarháskólanum (glúbb). 20:00, æfing
Miðvikudagur: æfing og tónleikar.
Fimmtudagur: flogið til Kaupmannahafnar. Ekki hugmynd um hvað við ætlum að gera þar, nema væntanlega hitta einhverja vini og kunningja og heimsækja gamlar slóðir. Gist hér.
Föstudagur: sama, pantað borð á Reef N’Beef um kvöldið. Pínu spennandi.
Laugardagur: Væflast um borgina eða eitthvað. Flogið heim um kvöldið.
Og nei, húsið verður EKKI autt, þaddna, ef einhver er að lesa og leita að þannig…
Nýlegar athugasemdir