Sarpur fyrir júní, 2008

ferðasagan

eins og ég sagði áður, verður ferðasagan á ensku að þessu sinni, hér er fyrsti partur, ég mun vísa í bútana héðan.

Þetta er aðeins erfiðara, sérstaklega vegna þess að ég þoli engan veginn að skrifa asnalega eða vonda ensku. Má gjarnan leiðrétta ef eitthvað af þessu kemur illa út…

góðverk dagsins

var að koma frá því að syngja við jarðarför í Digraneskirkju, þvílík ósköp af fólki, þurfti að leggja nærri úti við Smáralind (bara örlitlar ýkjur). Við Bragi Þór vorum samferða út á Digranesveg og gengum þar framhjá breskum túrista sem var að reyna að rata inn í Listasafn Reykjavíkur, hafði verið í Smáralindinni, haldandi að hún væri Kringlan.

Ekki hefði ég fyrir mitt litla líf getað bjargað honum með strætósamgöngur, hef ekki hugmynd um hvernig strætó gengur þarna og hvenær, en gat hins vegar boðið honum far niður í bæ og gerði það. Leit meinleysislega út, þannig að ég var ekki sérlega hrædd um að hann væri brjálaður axarmorðingi. Enda reyndist svo ekki vera.

Einn voða feginn túristi komst niður í bæ – og hugsar vonandi hlýtt til Íslendinga.

haldið þið ekki

að Finni hafi áskotnast nýtt hjól, næsta stærð fyrir ofan, með gírum og allt? Mjög vel farið, þarf að herða bremsurnar að framan og kaupa bjöllu og nýjan lás, annars í fínasta standi.

Takk Elías.

Nú verður því gamla hent. Ójá.

gott að vera

komin heim og sofa í eigin rúmi, ójá. Verst hvað það er stutt, Skálholt strax í næstu viku og svo Kaupmannahöfn í vikunni eftir það. Liggur við að mig langi bara til að vera heima hjá mér, en það er víst ekki alveg um það að ræða.

Ekki það, þetta verður bókað skemmtilegt. Ég á eftir að reyna að nýta mér kórastefnuna þarna úti í Köben, verð ekki að vinna fyrir Tónverkamiðstöð alveg allan tímann. Meiningin líka að hitta þá sem við náðum ekki að hitta núna um helgina.

En þessa vikuna er ég heima, sem er snilld. Sundnámskeið með Finni alla morgna, stefnum á að hjóla í Vesturbæjarlaugina (hmm, þarf að laga hjólið hans Finns, það er eiginlega ekki í ástandi)

letihaugar og hálfvitar

það erum við akkúrat núna. Búin að borða morgunmat, upp aftur á herbergi í sturtu og pakka, klukkan rúmlega tíu, ekki tékkað út fyrr en fyrir 12, alveg tími til að skjótast aðeins í bæinn. Komin út á gangstétt smá rigning, föttuðum að við höfðum gleymt regnhlífinni inni, en að við nenntum að skjótast aftur upp á herbergi til að sækja hana, ónei.

Svo á Strikinu kom auðvitað þrumuveður og hellidemba.

Nú komin aftur upp á herbergi, hundblaut. Aular!

duglegir stúdentar

sumir þeirra eru enn að fagna, núna klukkan hálfníu morguninn eftir útskrift.

Annars sváfum við nú bara vel, þrátt fyrir opinn glugga og allt.

Kíkjum til Svíþjóðar í heimsókn í dag.

Verður gott að koma heim í kvöld.

læti

Ekki er ég alveg viss um að við náum að sofna snemma í kvöld, hér fyrir utan eru þvílík læti, bílflautur og hróp og köll, enda við alveg niðri í miðbæ Kaupmannahafnar – og stúdentaútskriftir hér hafa greinilega verið í dag. Allir nýstúdentar Stórkaupmannahafnarsvæðisins og þó víðar væri leitað virðast vera að keyra hér framhjá í skreyttum vögnum, þeytandi bílflautur og aðrar flautur, blístrandi og fagnandi. Ekki er ég að kvarta, þetta er ógnar fjör, veit nú samt ekki hvort við förum að fara aftur út núna, ég er allavega frekar þreytt. Verst (tja, best, kannski upp á nætursvefn) að snúa ekki að Tívolí og sjá flugeldasýninguna.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

júní 2008
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa