Sarpur fyrir september, 2003

mikið er ég búin að vera að gera ekkert í dag! ka…

mikið er ég búin að vera að gera ekkert í dag! kaplar, bridds, snood og aðrir tölvuleikir rúla! nú þarf ég samt að fara að huga að verkinu fyrir næsta sumar, ég verð staðartónskáld á sumartónleikum í skálholti, gaman!

búin að vera að pæla í textanum, maríuljóðum eftir einar í eydölum, (þann sem samdi ljóðið – nóttin var sú ágæt ein – ) valdi nokkur erindi (20 af 42), byrjuð að gera smá grind, hvaða raddir ég ætla að nota í hvaða erindi og þannig!

kannski maður reyni að nýta morgundaginn betur!

fífa enn lasin, fór í skólann í gær, var svo ómöguleg aftur í morgun, var samt búin að taka panódíl og ætlaði af stað í skólann, litli dugnaðarforkur! ég skipaði henni að vera heima, alveg út í hött að barnið þurfi að dæla í sig verkjalyfjum til að komast í skólann!!! enda svaf hún í 5 tíma streit!!! verður haldið heima á morgun líka!

hei, auglýsingin er barasta að virka! 2 sóprönu…

hei, auglýsingin er barasta að virka!

2 sóprönur búnar að hringja, (eða reyndar 1 fyrir þær báðar)

brill!

vantar samt fleiri, verða að vera 36 (ókei, komin með nokkrar nú þegar!) ekki gefinn afsláttur af fjöldanum!!! ekki gefið frí á æfingum!!! úpps, best að hræ?a ekki burt liðið!!!

rut ingólfsdóttir hringdi í mig fyrir nokkrum dögu…

rut ingólfsdóttir hringdi í mig fyrir nokkrum dögum og bað mig setja saman sönghóp til að flytja verk eftir messiaen. messiaen er búinn að vera uppáhalds 20. aldar tónskáldið mitt í 15 ár eða svo! gaman! verkið reyndar þokkalega snúið, liggur hrikalega hátt (enda eiga eiginlega bara að vera sópranar í því – þó ég sé búin að tala við nokkra alta) við þurfum að safna 36 topp kvalití sóprönum í þetta, látið mig vita ef þið þekkið einhverjar eldklárar tærar sóprönur!

fór í skoðun, fann út að átti ekki að fara fyrr en eftir viku!!! allt í fína!

fór í hinn boðaða göngutúr áðan, jón lárus var að …

fór í hinn boðaða göngutúr áðan, jón lárus var að elda (rísottó, mmm!) og fífa enn lasin þannig að ég fór ein. jón lárus heimtaði að ég tæki símann með mér, hræddur um að ég myndi hníga niður einhvers staðar og geta enga björg mér veitt! gerðist nú ekki, sem betur fer!!! (enda var þetta nú ekki langt, 7-8 mínútur, rétt smá hring niður á grettisgötu!) varð ekkert slöpp að ráði!

formúlan fór heldur illa, schumi stefnir beina leið á sjötta meistaratitilinn, ljótt þetta!

skoðun á morgun, ekki stressuð, alveg hætt að taka verkjalyf, fékk ávísað einhverju roksterku til að taka þegar ég væri búin á vóstar kúrnum (öflugt bólgueyðandi og verkjalyf), spurði hvort ég mætti ekki bara taka parkódín forte í staðinn fyrir hitt, þar sem ég átti það heima síðan ég tognaði í fyrra, jújú, hjúkrunarfræðingurinn vildi meina að það myndi trúlega duga þó það væri ekki eins sterkt og hitt! ég er hinsvegar ekki búin að taka eina töflu af parkódíninu þannig að eins gott ég fór ekki að leysa hitt út, örugglega rándýrt!

en nú fer ég fljótlega að hætta þessu veikindabloggi, eru ekki allir að verða hundleiðir á því hvorteðer???

lítið gerst hér í dag! fífa lasin, hita, hausve…

lítið gerst hér í dag!

fífa lasin, hita, hausverk og hósta, komst ekki á æfingu

ég sofnaði tvisvar um miðjan dag, þannig að ekki orðin fullhress ennþá

fór þarafleiðandi ekki í boðaðan göngutúr í bæinn

finnur vill komast í tölvuna 😉

þá er hallveig litlasystir byrjuð á þessum fjanda …

þá er hallveig litlasystir byrjuð á þessum fjanda líka!

nú þarf ég að fara að setja hlekkina mína í stafrófsröð!

smám saman er maður að hjarna við, ekki þó mikið ú…

smám saman er maður að hjarna við, ekki þó mikið úthald ennþá! fékk reyndar skipanir um að fara út í göngutúra þegar ég treysti mér til, reyni kannski á morgun, labba niður í bæ eða eitthvað! vignir skipaði mér að horfa mikið á vídjó (horfði á lotr 1 og 2 í dag, þannig að búin að hlýða því) og borða mikinn ís, ekki búin að því ennþá 🙂

fífa fór í heimsókn á spítalann í dag, eva bekkjarsystir hennar datt á línuskautum í gær og sprengdi á sér annað nýrað!!! greyið!!! þær fóru 3 vinkonurnar að kaupa handa henni get well gjöf, blóm og heilsusteina og svo í heimsókn. hún var víst bara nokkuð hress! maður getur eiginlega ekki kvartað í samanburði!

við erum í hringja (cheerios) bindindi meðan viðbjóðsauglýsingarnar birtast, verst að nú er komin slefauglýsing fyrir mjólk, erfiðara að sleppa því að kaupa hana! amk síðan baula heitin var bauluð út af markaði af mjólkursamsölunni! þoli ekki svona einokunarfyrirtæki sem nýta sér stærðina til að losna við samkeppni! þarf ég að nefna dæmi???

særún sviðasulta komin á hlekkjalistann! eða var þ…

særún sviðasulta komin á hlekkjalistann! eða var það bærún biðabulta???

jæja hitinn snarlækkaði í gærkvöldi fór niður í 35…

jæja hitinn snarlækkaði í gærkvöldi fór niður í 35,9 meira að segja, og ég er ennþá nærri gráðu undir, en betra þannig en í hina áttina!

kynntist skemmtilegu fólki á deild 13A, elsa rut og inga lára lágu með mér og lilja og ellý (og allir hinir fræðingarnir og liðarnir) voru yndislegar og hjálpsamar. það sem bjargar við peningaskorti í heilbrigðisgeiranum er allt þetta frábæra fólk sem vinnur þar og gerir sitt besta og miklu meira en það fyrir sjúklingana! húrra fyrir því!!!

en best að hypja sig niður, eftir skammtinn af járni (flatköku með fullt af lifrarkæfu) og verkjatöfluna 🙂

halló allir! komin heim, gekk vel en er með smá…

halló allir!

komin heim, gekk vel en er með smá hita, held mig í bælinu í dag, vona ég þurfi ekki að fara inn aftur!!!

meira seinna!

jæja, þá er ég á leið í aðgerð! wish me luck, p…

jæja, þá er ég á leið í aðgerð!

wish me luck, ppl!

rólegheitadagur í dag, "smá" uppvask frá því í gær…

rólegheitadagur í dag, „smá“ uppvask frá því í gærkvöldi, hefði verið leiðinlegt ef við værum ekki komin með elsku uppþvottavélina! fór á bókasafnið og birgði mig vel upp af bókum fyrir spítalann og þennan tíma sem ég verð að hírast í bælinu! vonandi verður það nú ekki lengi! finnur gistir hjá mömmu og pabba í nótt, skrítið að hafa litla gutta ekki heima!

en nú er sko komið hrímkalda haustið brrr!

NEEIII! MISSTI úR DAG! arrgh! fór allto…

NEEIII!

MISSTI úR DAG!

arrgh!

fór alltof mikill tími í að taka til!!!

matarboð, rosa skemmtilegt, júlía, ragnar og sara, skemmtilegt fólk góður matur + fullt af rauð/hvít/freyðivíni, sara gistir, gaman! jón lárus + fífa + sara horfa á meaning of life núna, klassi!!!

gónótt!

fór á tónlistarkennaraþing í dag, allaleið á selfo…

fór á tónlistarkennaraþing í dag, allaleið á selfoss bara mjög gaman, hitti fólk sem maður hittir alltof sjaldan og svo voru líka mjög skemmtileg erindi, bjarki sveinbjörns, þórir þóris og robert faulkner mjög áhugaverðir og góðir fyrirlesarar

vá, boring blogg!

heim, versla, elda, bjó til rosa góðan fiskrétt, trota alla salvia, uppskrift úr mega ítölsku uppskriftabókinni minni sem ég fékk senda gegnum zshops frá seattle, tók 3 mánuði! nemahvað ég breytti uppskriftinni slatta, átti að vera 1/4 bolli hvítvín og sama magn af sérríi, ég svissaði sérríinu út fyrir humarsoð, sleppti lárviðarlaufinu og gleymdi að hveitidusta fiskinn! en gott var þetta! uppskriptin:

1 stórt silungsflak

smjör

8-9 blöð fersk salvía

1/4 bolli hvítvín

slatti af humarsoði (nota touch of taste soðin, megagóð)

þerrið fiskinn

brúnið smjörið á pönnu, með salvíublöðunum, við háan hita

steikið fiskinn, áfram á háum hita, snúið aðeins einu sinni

hellið soði og hvítvíni og látið malla í 5 mínútur, ég setti lok á en kannski betra að gera það ekki, til að halda roðinu stökku!

sauð kartöflur úr skólagarðinum hennar fífu með, fínt, en mætti líka örugglega hafa hrísgrjón!

mmmm!

fór upp á laanspítla í morgun í innskrift fyrir að…

fór upp á laanspítla í morgun í innskrift fyrir aðgerðina, ómægod hvað maður er spurður oft að því hvort maður reyki! (og reyndar fullt fullt af öðrum spurningum sem maður er margspurður) gerir sosum ekkert til, en mér hefði liðið verr ef ég væri stórreykingakona og hefði þurft að horfa framan í 7 manns eða svo og segja frá því! annars var liðið allt hið kurteisasta og þægilegasta, og einn unglæknir sem tók við mig viðtal þvílíkt augnakonfekt, mmm!

á að mæta klukkan 8 á mánudagsmorguninn í dæmið! kem aftur heim trúlega á miðvikudag, ef allt gengur eins og það á að ganga! reiknum að sjálfsögðu ekki með öðru! þau sögðu að ég væri ídeal kandídat í aðgerð, engin ofnæmi enginn hár blóðþrýstingur, engin lyfjaóþol, jú neimit! gott mál! næ þó trúlega ekki að blogga mikið á má-þri!

erum búin að bjóða júlíu, ragnari og söru margréti í mat á laugardagskvöldið, gaman! með því skemmtilegra sem ég geri er að halda matarboð! og svo neyðist maður til að taka til heima hjá sér, ekki eins gaman, en maður verður voða glaður þegar búið!!!

jæja, finnbogi kom til bjargar, eins og sést eru h…

jæja, finnbogi kom til bjargar, eins og sést eru hlekkir á sínum stað núna! fylgdi nokkurn veginn því sem hann var að gera í settuppinu hjá mér, en ég held nú samt ég láti vera að hræra of mikið í þessu!!!

freyja er búin að fá eldrauðan ballettbúning voða sæt og fín:-)

oooohhhh! mig langar svo á tónleikana hjá kristni …

oooohhhh! mig langar svo á tónleikana hjá kristni sigmunds og jónasi ingimundar í kvöld!!! en það er túrbófjölskyldupakkinn hjá okkur í augnablikinu, foreldrafundur í bekknum hennar fífu í kvöld, annaðhvort okkar verður að mæta, helst bæði, þar sem verður örugglega rætt um stóru bekkina! í gær var foreldrafundur í freyju bekk, gekk bara fínt, nema þar var ein mamma sem gat ekki hætt að ráðast á kennarann út af kristnifræðakennslunni, leiðinleg! en sem sagt; ég sé ekki fram á að komast á tónleika, búhúúú! verða örugglega óhemju flottir, kristinn er bestur!

var á æfingu á myrkva áðan, sinfóníuhljómsveit áhu…

var á æfingu á myrkva áðan, sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur verkið 5. okt, vona ég komist á tónleikana!!! myrkvi lokaverkefnið mitt úr tónó hérna fyrir 14 árum, (reyndar eina af verkunum mínum sem sinfó hefur flutt!) æfingin gekk bara vel hjá þeim, enda er essá barasta fín hljómsveit! óliver stjórnar þessum tónleikum.

annars fékk ég mjög fyndið sms áðan, lilja sem er með mér í stjórn hljómeykis hafði tekið eftir því að hljómeyki var auglýst með gigg í blómavali núna seinna í mánuðinum!!! og ég ekkert búin að frétta af þessu!!! kemur þá í ljós að það er búið að stofna e-a grúppu sem líka heitir hljómeyki!!! trúisekki! verst að vera ekki búin að sækja um einkaleyfi á nafninu!

vá hvað þetta er dularfullt! minns ekki skilja mik…

vá hvað þetta er dularfullt! minns ekki skilja mikið í html! finnbogi búinn að lofa að hjálpa mér með uppsetninguna, ef ég er ekki búin að flækja kóðann þannig að hann sé orðinn gersamlega óskiljanlegur! ég næ ekki hvers vegna skipanirnar þarna niðri geta hrært í settuppinu þarna efst, grrr! vonandi kemst þetta í lag bráðlega!

klúður, klúður, ofurklúður! arrgh!

klúður, klúður, ofurklúður! arrgh!


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

september 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa