mikið er ég búin að vera að gera ekkert í dag! kaplar, bridds, snood og aðrir tölvuleikir rúla! nú þarf ég samt að fara að huga að verkinu fyrir næsta sumar, ég verð staðartónskáld á sumartónleikum í skálholti, gaman!
búin að vera að pæla í textanum, maríuljóðum eftir einar í eydölum, (þann sem samdi ljóðið – nóttin var sú ágæt ein – ) valdi nokkur erindi (20 af 42), byrjuð að gera smá grind, hvaða raddir ég ætla að nota í hvaða erindi og þannig!
kannski maður reyni að nýta morgundaginn betur!
fífa enn lasin, fór í skólann í gær, var svo ómöguleg aftur í morgun, var samt búin að taka panódíl og ætlaði af stað í skólann, litli dugnaðarforkur! ég skipaði henni að vera heima, alveg út í hött að barnið þurfi að dæla í sig verkjalyfjum til að komast í skólann!!! enda svaf hún í 5 tíma streit!!! verður haldið heima á morgun líka!
Nýlegar athugasemdir