komið að því, 21 manns í mat í pínulitlu stofunum okkar, reddum borði með því að taka hurð af hjörum og skella upp búkkum. Gæti þurft að sitja við þrjú borð núna, samt, sjáum til.
Undirbúningur áramótaboðs gengur vel (þó bóndinn sé að reyna að reka mig úr tölvunni). Kartöflur og jarðarber tilskorin, búið að rífa börk af appelsínum og kreista úr þeim safann, næsta verkefni að búa til rasp í fyllinguna og hakka fullt af steinselju.
Nánari lýsing á matseðli birtist á bloggi Jóns Lárusar, varla fyrr en í kvöld samt, þar sem hann er samviskusamari en ég og ætlar ekkert að hanga í tölvunni fyrr en tími er til…
Nýlegar athugasemdir