Sarpur fyrir desember, 2007

áramótaboð

komið að því, 21 manns í mat í pínulitlu stofunum okkar, reddum borði með því að taka hurð af hjörum og skella upp búkkum. Gæti þurft að sitja við þrjú borð núna, samt, sjáum til.

Undirbúningur áramótaboðs gengur vel (þó bóndinn sé að reyna að reka mig úr tölvunni). Kartöflur og jarðarber tilskorin, búið að rífa börk af appelsínum og kreista úr þeim safann, næsta verkefni að búa til rasp í fyllinguna og hakka fullt af steinselju.

Nánari lýsing á matseðli birtist á bloggi Jóns Lárusar, varla fyrr en í kvöld samt, þar sem hann er samviskusamari en ég og ætlar ekkert að hanga í tölvunni fyrr en tími er til…

húsasmiðjan

reddaði málunum, það er kominn nýr húnn hér á aðaldyrnar. Nákvæmlega eins og sá gamli. Jón Lárus var svo nokkrar mínútur að smella honum á. Snillingur.

Í Húsasmiðjunni í dag biðum við eftir afgreiðslu manns sem leit út fyrir að vera eini starfsmaður á gólfi. Hann var að reyna að útskýra fyrir konu að höggbor væri ekki mjög sniðugur til að skrúfa skrúfur. Það gekk ekki mjög vel. Við gáfumst á endanum upp á að bíða…

krísa

grrg, húnninn að innan hér á aðaldyrunum er bilaður/ónýtur! Og fullt af fólki að koma í okkar árlegu áramótaveislu annað kvöld.

Vonandi er Húsasmiðjan opin. Plz…

vá!

hvað gekk vel í gær, meira en troðfullt, reyndar, misskilningur með hvað kæmust margir í kirkjuna (ég get svarið að það var búið að taka svolítið af bekkjum, úti í öðrum vængnum).  Slatti af fólki stóð, þrátt fyrir að við rusluðum upp stólum aukalega.  En ég heyrði nú ekki margar óánægjuraddir, bauð því fólki sem stóð að fá miðana endurgreidda, sjáum til. 

Allavega gekk flutningurinn afskaplega vel, 1-2 staðir sem voru pínu shaky, annars rann þetta í gegn.  Þetta er bara svo mögnuð tónlist, var frábært að syngja. Hallveig var ómetanleg í miðasölu og Fífa og Laufey vinkona hennar í anddyrinu.  

Sérkennilegt reyndar að það kom slatti af fólki inn og stóð bara, fyrir framan þar sem þær voru að taka á móti miðum, sagðist ætla að sjá til hvort það fengi miða þó væri búið að segja að það væri uppselt.  Svo stóð liðið þarna bara áfram.  Treysti því þó að það reyni ekki að fá miðana endurgreidda… 

uppselt!

Allir miðar í 12 tónum uppurnir, búin að leyfa þeim að taka niður nöfn 30 manns svo þeir eigi frátekna miða.  Ég er ekki viss um að ég vildi vera sá sem er í miðasölunni í kvöld, hundleiðinlegt að þurfa að vísa fólki frá.  En nú get ég sem sagt ekki tekið fleiri miða frá, tékkið á 12 tónum ef þið ætlið að koma. Hefði maður nú haft vit á að hafa tvenna tónleika… 

síðasti séns

að fá miða á tónleikana á morgun, held það sé alveg að verða uppselt.

Veit ekki stöðuna í 12 tónum, það er lokað þar núna, opið á morgun.

Eitthvað verður af miðum við innganginn, þó, gerðum aðeins of fáa miða.  

fyrirtækjasamningur

Var að enda við að gera fyrirtækjasamning bæði við Visa og MasterCard.

finn vaxa á mér dragt… úff!


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

desember 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa