Sarpur fyrir desember, 2007

áramótaboð

komið að því, 21 manns í mat í pínulitlu stofunum okkar, reddum borði með því að taka hurð af hjörum og skella upp búkkum. Gæti þurft að sitja við þrjú borð núna, samt, sjáum til.

Undirbúningur áramótaboðs gengur vel (þó bóndinn sé að reyna að reka mig úr tölvunni). Kartöflur og jarðarber tilskorin, búið að rífa börk af appelsínum og kreista úr þeim safann, næsta verkefni að búa til rasp í fyllinguna og hakka fullt af steinselju.

Nánari lýsing á matseðli birtist á bloggi Jóns Lárusar, varla fyrr en í kvöld samt, þar sem hann er samviskusamari en ég og ætlar ekkert að hanga í tölvunni fyrr en tími er til…

húsasmiðjan

reddaði málunum, það er kominn nýr húnn hér á aðaldyrnar. Nákvæmlega eins og sá gamli. Jón Lárus var svo nokkrar mínútur að smella honum á. Snillingur.

Í Húsasmiðjunni í dag biðum við eftir afgreiðslu manns sem leit út fyrir að vera eini starfsmaður á gólfi. Hann var að reyna að útskýra fyrir konu að höggbor væri ekki mjög sniðugur til að skrúfa skrúfur. Það gekk ekki mjög vel. Við gáfumst á endanum upp á að bíða…

krísa

grrg, húnninn að innan hér á aðaldyrunum er bilaður/ónýtur! Og fullt af fólki að koma í okkar árlegu áramótaveislu annað kvöld.

Vonandi er Húsasmiðjan opin. Plz…

vá!

hvað gekk vel í gær, meira en troðfullt, reyndar, misskilningur með hvað kæmust margir í kirkjuna (ég get svarið að það var búið að taka svolítið af bekkjum, úti í öðrum vængnum).  Slatti af fólki stóð, þrátt fyrir að við rusluðum upp stólum aukalega.  En ég heyrði nú ekki margar óánægjuraddir, bauð því fólki sem stóð að fá miðana endurgreidda, sjáum til. 

Allavega gekk flutningurinn afskaplega vel, 1-2 staðir sem voru pínu shaky, annars rann þetta í gegn.  Þetta er bara svo mögnuð tónlist, var frábært að syngja. Hallveig var ómetanleg í miðasölu og Fífa og Laufey vinkona hennar í anddyrinu.  

Sérkennilegt reyndar að það kom slatti af fólki inn og stóð bara, fyrir framan þar sem þær voru að taka á móti miðum, sagðist ætla að sjá til hvort það fengi miða þó væri búið að segja að það væri uppselt.  Svo stóð liðið þarna bara áfram.  Treysti því þó að það reyni ekki að fá miðana endurgreidda… 

uppselt!

Allir miðar í 12 tónum uppurnir, búin að leyfa þeim að taka niður nöfn 30 manns svo þeir eigi frátekna miða.  Ég er ekki viss um að ég vildi vera sá sem er í miðasölunni í kvöld, hundleiðinlegt að þurfa að vísa fólki frá.  En nú get ég sem sagt ekki tekið fleiri miða frá, tékkið á 12 tónum ef þið ætlið að koma. Hefði maður nú haft vit á að hafa tvenna tónleika… 

síðasti séns

að fá miða á tónleikana á morgun, held það sé alveg að verða uppselt.

Veit ekki stöðuna í 12 tónum, það er lokað þar núna, opið á morgun.

Eitthvað verður af miðum við innganginn, þó, gerðum aðeins of fáa miða.  

fyrirtækjasamningur

Var að enda við að gera fyrirtækjasamning bæði við Visa og MasterCard.

finn vaxa á mér dragt… úff!

hreindýr

hreindýrasteik

höfðum hreindýrasteik, keypta austan af Héraði í matinn í gær. Skemmst frá því að segja að við höfum líklegast aldrei borðað eins gott kjöt (og ég er ekki að undanskilja nautasteik sem barst enn lengra frá). Bara brúnuð aðeins á pjödupönnunni, hent á nokkrum einiberjum ásamt salti og pipar. Inn í ofn á 175 í um klukkutíma, eða þar til kjöthitamælirinn sýndi 60°, þá tekin út og pakkað inn í álpappír í svona kortér. Bráðnaði gersamlega í munni. Meðlæti smjörsteiktar kartöfluskífur, heimalagað rauðkál og villibráðarsósa (ekkert soð af steikinni, keypti bara villibráðarsoð í krukku frá Nóatúni, bakaði upp með henni og smá rjóma). Og fíkjusulta. Og Inkará frá Bon Courage með. Smellpassaði.Afgangur núna í hádeginu. Get ekki beðið. Sleppum samt rauðvíninu núna…

meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór

á Njálsgötu 6

mörg ár síðan hefur litið svona út hér á aðfangadag 

Jólaóratorían í spilaranum, börnin horfa á Shaun the Sheep niðri, flestir enn í náttfötunum. 

tóm sæla 🙂

Jólakveðjur

til allra, hvar sem þið eruð, bestu kveðjur héðan af Njálsgötunni 🙂

draugahöllin

herra ormur spilar með Pétri tónmenntakennara, bekkurinn á sviðinu:

hvað á maður að gera með

allar þessar bækur?

Var að vandræðast með stafla af bókum sem ég kom hvergi fyrir í dag, Jón Lárus stakk upp á bókabrennu í garðinum…

thousands of vendings

Þetta er uppáhaldslagið mitt úr jóladagatalinu:

uppselt?

Mér sýnist við hefðum þurft að halda tvenna tónleika með Rachmaninoff, það virðist vera að verða uppselt. Líklega verða nú einhverjir miðar við innganginn (létum gera aðeins of fáa) en ef fólk vill vera visst um að komast á tónleikana ráðlegg ég eindregið að drífa sig í 12 tóna og tryggja sér miða. Opið í dag og í fyrramálið en síðan ekki fyrr en á föstudaginn, tónleikadag.

it’s hard

to be a nissemand…

söhrur

við systirin erum í sörubakstri tekur allan daginn þar sem við gerum tvöfalda uppskrift og þrefalda af kreminu.  Hallveig náði einum góðum þar sem við vorum að margfalda efni í botnana.    Átti að vera 440 grömm af einhverju.  Stynur: Æh, það er svo snemmt, ertu til í að hafa það bara 415?  (rétt upp hönd sem fatta þennan)

skyndibitamenningin

oj

Ég er alveg steinhætt

að vorkenna búðareigendum á Laugavegi. Hélt að allir færu í Kringlu og Smáralind að versla, vegna vonda veðursins sem er búið að vera.

Ónei, bílastæðamálin hér fyrir utan segja aðra sögu. Í gærkvöldi, í rokinu og rigningunni, var ástandið hér á Njálsgötunni nær jafn slæmt og á Þorláksmessu eða Menningarnótt. Bílum lagt í röðum eftir allri gangstéttinni. Ekki gott fyrir gangandi, akandi, ríðandi, skríðandi, hjólbörum, en boðar gott fyrir Laugaveginn.

skaupið

Skoh.

Mér finnast almennt auglýsingar inni í þáttum ógeð. Gæti vel lifað án. Sæki frekar þætti inn á heimasíður þeirra en að horfa á þá hér. Maður þolir þetta stundum, svona ef maður getur ekki sloppið.

En auglýsing frá Rímaks í Skaupinu? Kommon!

Skrifið undir hér ef þið eruð á móti. Og farið síðan út og skjótið upp flottustu flauginni ykkar á meðan. Gefum skít íidda! Jámm.

snilld, tótal snilld, ofursnilld

og ef þið haldið að ég sé að yfirhæpa, skoðið þá þessa færslu bóndans.

Mig langar líka í svona…


bland í poka

teljari

  • 377.779 heimsóknir

dagatal

desember 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa