Sarpur fyrir október, 2005

mig minnir að þetta hafi ekki skilað miklu í vor, …

mig minnir að þetta hafi ekki skilað miklu í vor, en það má alltaf reyna aftur:

en nú er komið að fjáröflun Gradualekórsins í haust. Þau eru þegar byrjuð að safna fyrir ferð til Kína 2007, ekki mun af veita.

Hún Fífa á sem sagt að vera að selja rekstrarvörur, hér kemur listinn:

Hvítur Lotus klósettpappír, tveggja laga (72 rúllur), kr 2,600
ditto þriggja laga (30 rúllur) kr 1,800 (mæli með þessum, mun betri pappír)
Eldhúsrúllur, alveg ágætar 20 rúllur, kr 1,500
Þvottaefni 8 kg, Persil kr 2,400
Uppþvottavéladuft 5 kg fata kr 2,200

Þau ykkar sem eiga börn sem þurfa að selja eitthvað – við skulum kaupa ef þið kaupið 😉

já, ég gleymdi… Vörurnar keyrðar heim að dyrum!

læknisheimsókn áðan, lungnabólgan bara svipuð hjá …

læknisheimsókn áðan, lungnabólgan bara svipuð hjá okkur báðum. Komnar á einhvern rotaralyfjakúr, þriggja daga skammt, vonandi slær hann á þetta. Úthaldið er ekkert. fer hérna upp og niður tröppurnar heima hjá mér og er algerlega búin. Ekki smá pirruð á þessu…

twentyfour kostar minna í skífunni en að hlaða því…

twentyfour kostar minna í skífunni en að hlaða því niður af netinu. Við fengum sko spólu 1 með fyrstu 4 þáttunum og svo spólu 2 með þáttum 6-10. HVAR ER ÞÁTTUR 5??? Þarf að röfla á aðalvídeóleigunni á morgun. dýrt að hlaða niður
… og svo er ég félagi í höfundarréttarsamtökum…

en þættirnir eru óxla spennandi. Ekki kjafta, þið sem eruð með stöð 2 og eruð búin að sjá. Nevermænd seríu 2, 3 og 4)

ég er ekki mikið fyrir jólaauglýsingar í október o…

ég er ekki mikið fyrir jólaauglýsingar í október og heldur ekki í nóvember. Óþolandi hvað er verið að teygja úr jólunum, á endanum verður þetta allt árið og orðið eins og efni sem er búið að teygja svo mikið á að það er hægt að lesa í gegn um það. grrr

Þannig að ég set upp borðann hans Atla Týs eins og í fyrra.

Geri mér þó fulla grein fyrir að baráttan er töpuð fyrirfram, miðað við biðröðina sem myndaðist fyrir utan sænsku búðina þegar auglýst var að jólavörumarkaðurinn væri að byrja.

nú erum við hjónin og unglingurinn dottin í það. …

nú erum við hjónin og unglingurinn dottin í það. Tókum fyrstu 4 þættina af 24 úti á Aðalvídeóleigu og horfðum á þá í gærkvöldi. Þetta er ekki smá spennandi. Hrædd um að sá eini af okkur sem er lungnabólgulaus fái að tölta út á leigu á eftir og ná í næstu spólu. 5 kvöld í viðbót…

oj, hafið þið séð veðrið úti? mikið gott að hafa …

oj, hafið þið séð veðrið úti? mikið gott að hafa afsökun fyrir að þurfa alls ekkert aðf fara út. Vonandi fýkur Freyja ekki á leiðinni heim úr skólanum!

Hefði ekki getað farið mikið á bíl, tojótan er enn á sumardekkjunum og massdan skrikaði til niður Frakkastíginn í morgun, á glænýju loftbóluskónum sínum.

Einu sinni á hrekkjarvöku (sic) er leiðinleg. Í l…

Einu sinni á hrekkjarvöku (sic) er leiðinleg. Í lagi að taka hana á leigu fyrir 250 kall, en í öllum bænum ekki kaupa hana handa krökkunum ykkar, hvað þá ykkur sjálfum. Ripoff frá Disney.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

október 2005
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa