Sarpur fyrir október, 2005

mig minnir að þetta hafi ekki skilað miklu í vor, …

mig minnir að þetta hafi ekki skilað miklu í vor, en það má alltaf reyna aftur:

en nú er komið að fjáröflun Gradualekórsins í haust. Þau eru þegar byrjuð að safna fyrir ferð til Kína 2007, ekki mun af veita.

Hún Fífa á sem sagt að vera að selja rekstrarvörur, hér kemur listinn:

Hvítur Lotus klósettpappír, tveggja laga (72 rúllur), kr 2,600
ditto þriggja laga (30 rúllur) kr 1,800 (mæli með þessum, mun betri pappír)
Eldhúsrúllur, alveg ágætar 20 rúllur, kr 1,500
Þvottaefni 8 kg, Persil kr 2,400
Uppþvottavéladuft 5 kg fata kr 2,200

Þau ykkar sem eiga börn sem þurfa að selja eitthvað – við skulum kaupa ef þið kaupið 😉

já, ég gleymdi… Vörurnar keyrðar heim að dyrum!

læknisheimsókn áðan, lungnabólgan bara svipuð hjá …

læknisheimsókn áðan, lungnabólgan bara svipuð hjá okkur báðum. Komnar á einhvern rotaralyfjakúr, þriggja daga skammt, vonandi slær hann á þetta. Úthaldið er ekkert. fer hérna upp og niður tröppurnar heima hjá mér og er algerlega búin. Ekki smá pirruð á þessu…

twentyfour kostar minna í skífunni en að hlaða því…

twentyfour kostar minna í skífunni en að hlaða því niður af netinu. Við fengum sko spólu 1 með fyrstu 4 þáttunum og svo spólu 2 með þáttum 6-10. HVAR ER ÞÁTTUR 5??? Þarf að röfla á aðalvídeóleigunni á morgun. dýrt að hlaða niður
… og svo er ég félagi í höfundarréttarsamtökum…

en þættirnir eru óxla spennandi. Ekki kjafta, þið sem eruð með stöð 2 og eruð búin að sjá. Nevermænd seríu 2, 3 og 4)

ég er ekki mikið fyrir jólaauglýsingar í október o…

ég er ekki mikið fyrir jólaauglýsingar í október og heldur ekki í nóvember. Óþolandi hvað er verið að teygja úr jólunum, á endanum verður þetta allt árið og orðið eins og efni sem er búið að teygja svo mikið á að það er hægt að lesa í gegn um það. grrr

Þannig að ég set upp borðann hans Atla Týs eins og í fyrra.

Geri mér þó fulla grein fyrir að baráttan er töpuð fyrirfram, miðað við biðröðina sem myndaðist fyrir utan sænsku búðina þegar auglýst var að jólavörumarkaðurinn væri að byrja.

nú erum við hjónin og unglingurinn dottin í það. …

nú erum við hjónin og unglingurinn dottin í það. Tókum fyrstu 4 þættina af 24 úti á Aðalvídeóleigu og horfðum á þá í gærkvöldi. Þetta er ekki smá spennandi. Hrædd um að sá eini af okkur sem er lungnabólgulaus fái að tölta út á leigu á eftir og ná í næstu spólu. 5 kvöld í viðbót…

oj, hafið þið séð veðrið úti? mikið gott að hafa …

oj, hafið þið séð veðrið úti? mikið gott að hafa afsökun fyrir að þurfa alls ekkert aðf fara út. Vonandi fýkur Freyja ekki á leiðinni heim úr skólanum!

Hefði ekki getað farið mikið á bíl, tojótan er enn á sumardekkjunum og massdan skrikaði til niður Frakkastíginn í morgun, á glænýju loftbóluskónum sínum.

Einu sinni á hrekkjarvöku (sic) er leiðinleg. Í l…

Einu sinni á hrekkjarvöku (sic) er leiðinleg. Í lagi að taka hana á leigu fyrir 250 kall, en í öllum bænum ekki kaupa hana handa krökkunum ykkar, hvað þá ykkur sjálfum. Ripoff frá Disney.

Sendi Jón með Fífu á læknavaktina í gær þar sem hú…

Sendi Jón með Fífu á læknavaktina í gær þar sem hún er búin að vera að hósta jafn lengi og ég. Hún er líka með lungnabólgu. Þannig að nú liggjum við mæðgur heima í eymingjaskap okkar og bryðjum sýklalyf. Við hljótum að vera voðalega neikvæðar til að hleypa þessum sjúkdómum inn (amk skv þessum aulahjúkrunarfræðingi sem var viðtal við í Blaðinu um helgina. Jákvætt fólk verður nefnilega aldrei veikt…)

Farin niður að horfa á Once upon a Halloween. vampire

just checking…

just checking…

cheese

Búin að spítalast, gleymdist og þurfti að bíða í 5…

Búin að spítalast, gleymdist og þurfti að bíða í 50 mínútur áður en ég fór og spurði hvort ekki færi að koma að mér. Læknirinn eyddi óratíma í að hreinsa út úr eyrunum á mér og vildi síðan ekki setja mig í innöndun, það er víst bara einn læknir sem gerir það. Ekki alveg eftir bókinni, sko. En raddböndin í fína, bólgan þar að hjaðna, líklega komin smá sýking samt þannig að ég fékk sýklalyf. Ekki mikið fyrir það, en gæti neyðst til að taka þau. Æjá, hefði átt að koma við í Lyfjaveri á leiðinni heim. Nú þarf ég að fara alla leið inn á Suðurlandsbraut…

Svo datt nýja Gestgjafablaðið inn um lúguna, maður fær bara blöð og bækur dag eftir dag 😉

já, ég kenni tímann í dag (ef nemendur skyldu vera…

já, ég kenni tímann í dag (ef nemendur skyldu vera að tékka 😉

Gestgjafapakkinn minn datt inn um lúguna og bjarga…

Gestgjafapakkinn minn datt inn um lúguna og bjargaði geðheilsunni í dag.

(og ég veit, það er ekkert lát á veikindabloggunum…

(og ég veit, það er ekkert lát á veikindabloggunum, eins og ég hef sagt áður, prófið bara að kíkja hér inn eftir nokkra daga. Kemst bara ekki svo mikið annað að hjá mér þessa dagana…)

mér var hent afturábak heim úr Hafnarfirði, nema í…

mér var hent afturábak heim úr Hafnarfirði, nema í þetta skiptið voru það ekki nemendurnir heldur skólastjórinn sem rak mig heim. Held það hafi samt verið sniðugt að mæta og sýna lit. Leiðinlegt að hringja og melda sig veikan þriðju vikuna í röð.

Fer í læknisskoðun og mögulega innöndun í fyrramálið, á göngudeild HNE. Kenni kannski LHÍ tímann fyrst, sé til. En ég er hætt að keyra mig á verkjalyfjum, ekki nokkurt vit í því!

mig langar svo innilega ekki til að fara að kenna …

mig langar svo innilega ekki til að fara að kenna 😦

bannsett samviskusemi í manni alltaf hreint! Ég sem hélt að ég væri búin að læra þetta. Maður á ekki að fara að vinna veikur, gerir ekkert nema slá niður og smita í kring um sig!

Fór að kenna í gær, sá svo í Fréttablaðinu að við …

Fór að kenna í gær, sá svo í Fréttablaðinu að við hóstanum á maður að hvíla röddina. Ekki svo auðvelt í 6 tíma nærri samfleyttri tónheyrnarkennslu. Ætli maður fari ekki að kenna í dag líka, láta krakkana lesa dæmin hvert fyrir annað og leyfa tónfræðanemendunum að vinna sem mest í blöðunum.

það má alveg glotta að þessum: "You Know You’re L…

það má alveg glotta að þessum:

„You Know You’re Living In 2005 When…..“

1. You accidentally enter your PIN on the
microwave.

2. You haven’t played solitaire with real cards
in years.

3. You have a list of 15 phone numbers to
reach your family of 3.

4. You email the person who works at the
desk next to you.

5. Your reason for not staying in touch with
friends and family is that they don’t have
email addresses.

6. You go home after a long day at work and
still answer the phone in a business manner.

7. You make phone calls from home and
accidentally dial „9“ to get an outside line.

8. You’ve sat at the same desk for four years
and worked for three different companies!!!

10. You learn about your redundancy on the
11:00 news.

11. Your boss doesn’t have the ability to do
your job.

12. You pull up in your own driveway and use
your cell phone to see if anyone is home to
help you carry in the groceries.

13. Every commercial on television has a web
site at the bottom of the screen.

14. Leaving the house without your cell phone,
which you didn’t have the first 20 or 30 (or 60)
years of your life, is now a cause for panic and
you turn around and go get it.

15. You get up in the morning and go on line
before getting your coffee.

16. You start tilting your head sideways to smile. 🙂

17. You’re reading this and nodding and laughing.

18. Even worse, you know exactly to whom you
are going to forward this message.

19. You are too busy to notice there was no #9
on this list.

20. You actually scrolled back up to check to see
that there wasn’t a #9 on this list.

And Now You Are Laughing At Yourself.

Stefni á að fara að kenna á morgun. Krossa putta,…

Stefni á að fara að kenna á morgun. Krossa putta, sjöníuþrettán…

Hálftími síðan ég hrósaði stemningunni hér fyrir u…

Hálftími síðan ég hrósaði stemningunni hér fyrir utan, klukkutími síðan gangan lagði af stað. Ekkert lát á þessu ennþá. Það hefur verið þokkalega mætt!

ég heyri og sé í göngu út um gluggann. Fullt af f…

ég heyri og sé í göngu út um gluggann. Fullt af fólki. Ekki smá stemning 🙂


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

október 2005
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa