Sarpur fyrir mars, 2004

PÁSKAFRÍ, liggaliggalái :-)

PÁSKAFRÍ, liggaliggalái 🙂

hallveig systir og árni heimir ingólfsson verða me…

hallveig systir og árni heimir ingólfsson verða með tónleika í duushúsum í reykjanesbæ annað kvöld klukkan 20.00, mæli að sjálfsögðu sterklega með þeim; þau æði! nánar hér

er ekki hretið að verða búið? grey krókusarni…

er ekki hretið að verða búið?

grey krókusarnir mínir stinga sínum gulu, hvítu og fjólubláu kollum upp úr krapinu í garðinum, graslaukurinn aumlegur að sjá, en sem betur fer er nú sterkt í þessu meira og minna öllu saman

við búin að sá, fyrir svolitlu síðan, meyra, timjan, basil, rósmarínfræ fundum við í ár, annars langaði mig í rósmarínrunna eins og ég sá í blómavali, en held ekki að þeir hafi verið til sölu. sáðum líka klettasalati, aldrei prófað það áður.

við erum klettasalatfíklar, verst hvað salatið sem fæst hér í búðum er smátt og aumlegt. gott samt, en við fengum alvöru blöð þegar við fórum út að borða um daginn, stór og fín. ætli veitingahúsin kaupi upp allt góða klettasalatið sem er ræktað hér – eða er það alls ekki ræktað hér, kannski? hvers vegna getur maður ekki keypt þetta? væri alveg til í að borga fyrir það 😦

rambling over!

oooh, hvað mig langar alls ekki á the passion of t…

oooh, hvað mig langar alls ekki á the passion of the christ! hljómar eins og tilfinningaklám á hástigi. eða kannski trúarbragðaklám.

tengill á ljúfu í safnið

tengill á ljúfu í safnið

langur dagur að kvöldi kominn. við hallveig vor…

langur dagur að kvöldi kominn.

við hallveig vorum með velheppnaða slagverksmiðju með tónfræðakrökkunum í suzukiskólanum í dag, 7 tíma prósess, sækja hljóðfærin sem tónlistarskólaliðið í hafnarfirði var svo almennilegt að lána okkur, kaupa hressingu handa krökkunum, bera hljóðfæri inn og út úr bílum, fram og til baka, í snjónum, tvisvar tveggja tíma námskeið, gaman. fínt að brjóta aðeins upp tónfræðakennsluna, henni hættir mjög auðveldlega til að verða ansi hreint þurr!

síðan hljómeykisæfing í kvöld, við komin í páskafrí, gott mál.

3 kennsludagar eftir hjá mér, fram að páskapásu, enn betra mál 🙂 verða meira að segja frekar léttir, er að láta mestallt liðið í tónheyrnarpróf, pína tónfræðinemendur, hehe.

ach mein gott diskótekið dísa ég hélt að þet…

ach mein gott

diskótekið dísa

ég hélt að þetta væri dáið fyrirbæri, síðustu 20 árin

en það var á árshátíð hjá landsteinumstreng í kvöld

paul oscar, where were you???

pistillinn hans guðbergs í fréttablaðinu í dag er …

pistillinn hans guðbergs í fréttablaðinu í dag er púra snilld.

get skrifað upp á þennan :-) I am an Intellectu…

get skrifað upp á þennan 🙂

I am an Intellectual

Which America Hating Minority Are You?

Take More Robert & Tim Quizzes
Watch Robert & Tim Cartoons

kringlupakkinn fyrir og í hádeginu litlu krakka…

kringlupakkinn fyrir og í hádeginu

litlu krakkarnir í læknaheimsóknum, finnur í göngugreiningu hjá stoðtækni (þarf að fá innlegg, en annað ekki að, gott mál) finnur og freyja svo bæði til eyrnalæknis, allt í góðu með gutta en frökenin með bullandi eyrnabólgu, eitt skiptið í viðbót, komin á pensilínkúr ásamt bæði eyrna- og nefdropum, greyið litla 😦 sýnist allt stefna í að hún verði með króníska eyrnabólgu, ljóti pakkinn það! skráð í rör eftir mánuð, en gæti verið að hún slyppi við það, ef meðölin duga til að hreinsa út.

svo í verðlaun var farið á stjörnutorg, auðvitað vildu ungarnir emm sé dónalds, eina „veitingahúsið“ þar sem var kílómetra biðröð! en þau máttu ráða, ekki gat ég svikið þau um ruslfæðið, eller hur?

í dag var sótt um skólavist fyrir eldri heimasætun…

í dag var sótt um skólavist fyrir eldri heimasætuna í tónlistarskólanum í reykjavík.

úff! og hún er bara 11 ára. tónó hefur náttúrlega breyst helling síðan listaháskólinn kom og klippti toppinn af, en samt…

það er ekki það að móðir hennar sé með einhverjar brjálaðar væntingar til hennar, en hún á ekki lengur heima í allegro, búin að vera elst og best þar í 2 ár og þarf að fara að heyra upp fyrir sig, enginn kennari sem ég er nógu sátt við í suzuki (þó ég gæti sjálfsagt komið henni þar að fyrir klíku), langir biðlistar hjá sigursveini og nýja tónlistarskólanum, og svo framvegis. tónó virðist vera eina rétta í stöðunni.

fífa þarf að fara í inntökupróf á fiðluna og stöðupróf í tónfræði. hvorugt ætti í sjálfu sér að vera stórt vandamál, hún ætti ekki að þurfa að fara í undirbúningstónfræði, mamma hennar, tónfræðakennarinn, búin að píska hana svolítið áfram þar. fari hún hins vegar í tónheyrn til sigurðar markússonar er það talsvert merkilegt, þar sem að það er ekki nóg með að hann hafi kennt mér, heldur kenndi hann mömmu minni líka. og nota bene, það er ekki snemmfjölgun í þessari fjölskyldu, mamma var 27 ára þegar ég fæddist og ég 28 þegar fífa kom í heim.

með henni fer amk 1 góð vinkona, eins gott að hún hætti ekki við. litist ekki á blikuna þá.

komin helgi :-) hér hnussa allir í kring um mig…

komin helgi 🙂

hér hnussa allir í kring um mig, hehe

ekki það, ég hef svo sem nóg að gera, verkið bíður. valdi mér texta eftir dante til að troða inn á milli versa hjá einari í eydölum.

vergine madre, figlia del tuo figlio,

umile ed alta piú che creatura,

termine fisso d’eterno consiglio,

tu sei colei che l’umana natura

nobilitasti sí, che’l suo fattore

non disdegnó di farsi sua fattura

flott, ekki satt? síðan 3 erindi + hali í viðbót.

ó mæ goooood hvað þetta er leiðinlegt verk tóta…

ó mæ goooood hvað þetta er leiðinlegt verk

tóta, you lucky bastard

geeeðveikt! skoðið þetta: hérna

geeeðveikt!

skoðið þetta: hérna

hún fríða björk er bara að standa sig fínt með fær…

hún fríða björk er bara að standa sig fínt með færslurnar, hér með kominn á tenglalistann. það þýðir allur tónheyrnarbekkurinn nema finnbogi, hann bloggaði þegar það var ekki einu sinni orðið flott, hvað þá núna þegar það er orðið plebbalegt 😉

váá! þetta er næstsíðasta kennsluvika fyrir páska…

váá! þetta er næstsíðasta kennsluvika fyrir páskafrí! og ekki nema 4 kenndir mánudagar eftir páskafrí, fram að vinnudögum. úff, eins gott að fara að henda gríslingunum í tónheyrnarpróf. taka 2 tíma af þessum 5 sem eftir eru, einn tíminn fer alltaf í að spila tónfræðispil, hrynbingó eða eitthvað, svo eiga þau flest eftir að taka skriflegt próf líka, þannig að það er ekki mikill tími til stefnu.

og svo london, brill. hringdi í eyva uppáhald og bað hann að sjá hvort hann fyndi ekki eitthvað sniðugt námskeið handa mér, langar mest á stjórnendanámskeið til að undirbúa mig fyrir hljómsveitarstjórahlutverkið í desember, en annars kannski einhvern söngmasterklass eða álíka.

kennt heldur lengur í hafnarfirði, enda stóð hafnarfjarðarbær við kjarasamninginn, nokkuð sem reykjavík hefur smokrað sér undan ennþá 😦

heldur endaslepp færslan þarna áðan, finnur fékk k…

heldur endaslepp færslan þarna áðan, finnur fékk kast þegar honum var sagt að hann mætti ekki fá kókómjólkina sem hann fann inni í ísskáp, þar sem systir hans átti hana. svolítið erfitt að blogga með öskrandi orm í kring um sig 😦

ágætt á kóræfingu, erum að syngja verk eftir útskriftarnema úr listaháskólanum, tónskáldið kom á æfingu og þetta gengur bara nokkuð vel. bara aðgengilegt og fínt verk, pínulítið af out effektum, hvísl og svoleiðis sem hefur verið þvílíkt ofnotað, en annars bara gaman að því. ekki neitt sérlega erfitt og nokkuð tónalt, (hljómar eins og ég sé að lýsa einhverju eftir mig 🙂

letidagur ársins. gott mál. fór ekki á fætur fyr…

letidagur ársins. gott mál. fór ekki á fætur fyrr en hálfsex, og hefði örugglega sleppt því alveg, ef ég væri ekki að fara á æfingu í kvöld. ekkert þægilegra en að vera á náttfötunum heilan sunnudag. reyndar þurftum við aðeins að ganga frá eftir gærdaginn.

ooohhhh, james macmillan er bara æði, toppurinn, e…

ooohhhh, james macmillan er bara æði, toppurinn, enda missi ég ekki af flutningi af hans verkum hér, ef ég hreinlega veit af þeim. britten fínn, routh líka, síðasta lagið sérstaklega, datt í kramið hjá mér, en macmillan – bara mega!

skemmtilegt í matarboði hjá okkur annars, fólk sem hefur aldrei komið til okkar í mat, tiltölulega auðvelt að impónera 😉 laxa/klettasalats/capers/sítrusolíu forrétturinn, osso bucoið, melónusalatið, var ekki verra að eiga frosin aðalbláber úr dýrafirði, bætti upp að sleppa cointreau-num, ákváðum að hafa þetta barnvænt

kúl 🙂

mikið gott veður í dag, krökkunum hent út að leika…

mikið gott veður í dag, krökkunum hent út að leika, jón lárus úti að skokka, ég inni. er nú reyndar að fara á 15.15 tónleika, hlusta á meiri britten og svo james macmillan og francis routh. hann þekki ég bara alls ekki, ekki viss um að ég hafi nokkurn tímann heyrt neitt eftir hann. spennandi.

matarboð hjá okkur í kvöld, fórum í 4 búðir og hringdum í tvær til, til að leita að osso buco kjöti, yfirleitt er hægt að ganga að því í nóatúni við hringbraut en ekki í þetta skiptið. fannst frosið í gallerýi kjöti, liggur nú á bakka á ofninum inni í stofu 🙂 semsagt ossobuco milanese í matinn, ásamt risotto milanese og gremolötu, hrikalega gott. prófa melónu- og berjasalat frá nönnu í eftirmat, gott að hafa eitthvað létt og sumarlegt eftir nautakjötsréttinn.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa