Sarpur fyrir ágúst, 2008

okkur systrunum

þótti merkilegt í gær að við höfðum báðar tekið upp á því fyrir örfáum dögum að lesa sjöundu Harry Potter bókina í annað skiptið – og kláruðum báðar í gærmorgun. Algerlega án samráðs. Ég var búin að vera að slúbbertast í óratíma með sjöttu bókina á náttborðinu, Jón Lárus að lesa þá sjöundu, en þegar ég tók til við það aftur, tók það ekki nema örstuttan tíma. Hallveig hins vegar gleypir í sig bækur og sjónvarpsefni á milljón á meðan á hreyfihömlun stendur. Samt magnað að vera svona samferða, lásum hinar bækurnar í kapp, sjöttu bókina sitt á hvorum sólbekknum í Rimini forðum daga, sjöundu á leið heim frá Ítalíu (keypta á Stanstead flugvellinum, fékkst ekki þar sem við vorum á Ítalíu).

Höfum reyndar verið áhangendur seríunnar síðan fyrsta bókin kom út, áður en þetta varð að svona eðaldellu. Maður er stoltur af því – eins og að hafa hlustað á Björk og fílað, frá því áður en hún varð fræg…

maðurinn minn

er mjög bjartsýnn maður.

Matarboð í kvöld, en svona um hádegið dettur honum í hug að það gæti verið sniðugt að skjótast í Esjugöngu með stelpurnar (ekki mig, ég er lítið fyrir príl). Leggja af stað, ja svona tvö til þrjú, fara aðeins út og mála húsið fyrst. Ég: Hmm, spurning um að fara nú allavega ekki seinna en tvö? Hvað tekur þetta langan tíma? Jú svona 2-3 tíma, ekki málið. Fífa neitaði, sagðist þurfa að læra en Freyja dró vinkonu með sér og svo fór pabbi líka.

Nú er klukkan rétt að verða hálfsjö, gestir boðaðir klukkan sjö og síðustu fréttir boðuðu að þau væru á leiðinni niður af fjalli. Hehe. Vill til að gestirnir eru mamma og pabbi og tengdó, minnsta málið að hringja í tengdó og seinka boði um kortér-hálftíma og pabbi þarf víst að fara og sækja mömmu þegar þau koma niður.

Góóður :>

Paul Hunt 1981 Uneven Bars

fundið hjá Parísardömu (best að segja frá því hvar maður stelur)

Vodpod videos no longer available.

more about "Paul Hunt 1981 Uneven Bars", posted with vodpod

í gær

í rigningunni var grilldagur starfsmannafélags Samskipa. Við þangað, mesta furða að unglingurinn nennti að koma með, en það gerði hún.

Flott grill, svín, kjúklingur, lamb, pylsur, tvenns konar kartöflusalöt og pastasalöt, sósur og annað meðlæti. Takk fyrir okkur.

Á staðnum var veltibíll, við fórum öll í hann, krakkarnir oftar en einu sinni. Svo skemmtilegt þótti mér það nú ekki, rak hausinn í loftið/vegginn beint yfir hliðarglugganum, frekar óþægilegt. Fyndið samt að hanga svona með hausinn beint niður. Gocart bílar voru líka á svæðinu, krakkarnir fóru nokkra hringi þar og skemmtu sér gríðarvel, þrátt fyrir rigninguna. Rennblautum hoppuköstulum var hins vegar sleppt alveg.

Sama með siglingu, Landsbjörg var þarna með stóran bát, okkur fullorðna fólkið langaði í siglingu en börnin strækuðu öll á því. Skil ekkert í þeim, reyndar á Fífa til pínu sjóveiki en ekki hin (hún var alveg til í að bíða bara eftir okkur).

Dauðsé hins vegar eftir því að hafa gleymt myndavélinni heima. Ógleymanlegur einbeitingarsvipurinn á Finni í gocart bílnum sínum.

What is McCain Thinking? One Alaskan’s Perspective. « Mudflats

haha, þetta er eitt af svörunum við færslunni sem ég tengdi á áðan:

 

JHancock (15:32:44) :

Does anyone know if she ever went to college?

It’s unbelievable that the rightwing nuts are comparing her to Carter. He was a naval officer and a nuclear engineer. This woman is from Nowheresville. This has to be a joke. In the debates it will be Obama/Biden vs Dumb and Dumber.

For once the Libertarians have a shot at coming in second.

What is McCain Thinking? One Alaskan’s Perspective. « Mudflats.

partí

hér uppi (gaad, hvað er með drenginn, partí orðin hér annan hvern mánuð !)

Þess virði að rifja upp grikkinn sem ég gerði honum árið 2004 hér.

nýja

varaforsetaefni Mak-kein – tja þessi grein er merkileg. Búin að vera top post á WordPress.com í allavega þrjá daga þannig að hún virðist vera víðlesin.

xkcd

oft hrikalega góðir. Til dæmis í dag:

xkcd

friður og ró

matargestur okkar í kvöld (sem býr NB á friðsælum stað í Vogum á Vatnsleysuströnd) hafði á orði hvað stofan væri friðsæl, þrátt fyrir að búa í miðbænum er svo rólegt hér úti, meira að segja á föstudagskvöldi, að maður tók eftir fótataki fólks sem gekk framhjá.

Ef einhver heldur að læti séu galli á að búa hér má sá hinn sami hugsa sig tvisvar um.

FL Group 2

Eins gott að vera laus við að eiga hlutabréf í svona svikamyllum!

Vodpod videos no longer available.

more about "FL Group 2", posted with vodpod

Davíð

hinn frægi, hér eftir 6 mánaða dvöl í Bandaríkjunum:

hummer

hummer

hummer on Flickr – Photo Sharing!.

mundi

eftir aðalatriðinu í þessum pastarétti í dag, einu sinni fyrir slatti löngu buðum við nokkrum vinnufélögum Jóns Lárusar í mat, þau pöntuðu þetta spennandi sikileyska lasagna sem Jón hafði nokkrum sinnum komið með afgang af í hádegismat í vinnunni. Mér leist nú takmarkað á það, fannst of mikill hversdagsmatur, en sættist nú á það samt.

Nema hvað, þóttist alveg kunna uppskriftina utanað, saltaði og þurrkaði eggaldinsneiðar samviskusamlega, hakkaði og steikti lauk ásamt sveppum, tómatar basil og pipar fóru saman við og suðu smá, reif fullt af osti, raðaði öllu saman í mótið, fólk mætti á svæðið og fór að borða, maturinn fékk þvílíkt hrós – en sirka um miðja máltíð fór ég að skellihlæja, hafði náttúrlega gleymt lasagnablöðunum í lasagnað. Ekki nokkur maður sem tók eftir því.

En í ofninum núna mallar þetta, með lasagnablöðum í þetta sinnið.

hjólað

annars á suzukifundinn í morgun, freistaði smá að taka bílinn sem stóð þögull og kyrr hér fyrir utan en nei. Leist svo lítið á úrhellið á meðan á fundi stóð en á meðan ég fór í gegn um allar töflurnar og ljósritaði nemendur sem eiga að koma í tónfræði kom uppstytta, þá úrhelli aftur, en slapp heim í uppstyttu. Fífa var ekki eins heppin á sínu hjóli frá MH, kom heim eins og hundur af sundi. Hvorugar í regnfötum…

Hjólaði annars heim eins og sá svarti væri eftir mér, hélt áfram að svitna eins og éveitekkihvað í hálftíma eftir að ég kom heim.

Fór svo og sótti fótbrjótlinginn fyrir jarðarför, tróðum hjólastól aftur í bílinn, ekki séns að hann kæmist í skottið, vesen að fótbrjóta sig sko. Gekk nú samt allt saman.

Eftir för og skil á þeirri fótbrotnu og hjólastólnum heim var unglingurinn sóttur í sjónsjúkraþjálfun í Mjódd, gengur ógurlega vel, færst upp á skalanum frá 8 til 26, ekki spyrja mig hvað það þýðir, nema væntanlega þarf hún ekki nema 3-4 tíma í stað 6.

Rokið heim og inn í Suzuki til að raða í töflur, náði að sjá ekkert af hinni uppblásnu heimkomu handboltaliðsins (sko, þeir stóðu sig hetjulega og áttu alveg fögnuðinn skildan en flestir hafa lýst þessari samkomu á Arnarhóli sem verulega vandræðalegri, kannski síst hann mágur minn). Familían fór reyndar út á Skólavörðustíg, enda varla annað hægt, búandi hér.

Dauðkveið fyrir að komast heim, en klukkan verandi að verða sjö var engin umferð og stæðin farin að losna heima, röðin af bílum uppi á grasbala á Sæbraut var hins vegar verulega impressive.

Jón Lárus kveikti síðan upp í útiörnunum og við settumst út í yndislegu veðri í klukkutíma eða svo. Ekki var þörf á regnhlífum í þetta skiptið en þetta var samt verulega indælt.

hittum

Parísardömu, Baun, Hjálmar og skylmingamey í Alþjóðahúsinu áðan, fámennur en góðmennur blogghittingur. Sáum reyndar fleiri bloggara, enda leynast þeir víða.

Umræður fóru um víðan völl, frá borðskreytingum til brúðkaupa, frá ælupestum í útsýni til Esjunnar og hrynjandi flísa af blokkum, Hjálmar sagði að væntanlega fengju spennufíklar framtíðar útrás við að koma með klappstóla, stilla upp við blokkir á Skúlagötunni og setjast og bíða. Væntanlega mun það athæfi kallast Reykvísk rúlletta.

Ógurlega gaman, semsagt.

Í öðrum fréttum kláruðum við Þóra að raða Suzukinemendum í töflu í dag, til þess að gera sársaukalítið – þar til brjáluðu foreldrarnir byrja að hringja vegna þess að ungarnir þeirra voru ekki settir á eina tímann sem upp var gefinn sem mögulegur á stundatöflunni…

Banilla

Bananas For Vanana

ICE CREAM SHOP | FLORIDA, USA

Me: “Welcome to , how can I help you?”

Customer: “Yes, I’d like some banana ice cream.”

Me: “Sure thing.”

She pays and leaves. A moment later, she storms in, literally pushing people out of the way.

Customer: “This is not what I ordered”

Me: “I’m sorry ma’am, I’ll be happy to change that for you.”

Customer: “You better”

Me: “So, what can I get for you?”

Customer: “Banana ice cream.”

Me: “Banana? That’s what I served you earlier. Is that not banana?”

Customer: “No. I said banana”

Me: “Yes, banana.”

Customer:: “You taste it It’s not banana I said banana

Me: “Ma’am, I’ll be happy to give you a new bowl. Perhaps, since we mix our own ice cream, the banana taste wasn’t mixed all the way through.”

Customer: “Listen, I said banana, not banana”

Me: “…”

Customer: “BANANA BANANA BANANA”

Me: “Banana?”

Suddenly, her B’s turn into V’s…

Customer: “Vanana”

Me: “Oh my God. Vanilla?”

Customer: “Yes you dumb, b VANANA”

Not Always Right | Funny & Stupid Customer Quotes » Bananas For Vanana.

fyrsta hljómsveitaræfingin

í kvöld, Eldur eftir Jórunni Viðar verður ekki risastórt vandamál, tja fyrir utan hunderfitt fiðlusóló sem ég þarf sem betur fer ekki að spila, þýska stykkið kom til og var ekki eins mikið rugl og ég hélt, en annan eins frágang á pörtum hef ég ekki séð síðan í upphafi tölvusetninga, tja nema þá hjá tónsmíðanemum.

Verð annars með tvo slíka í vetur, þar af einn útskriftarnema. Það er ógurlega spennandi.

blessaður friður

hér heima við, enginn heima nema ég og kisa, eina sem heyrist er pikk á lyklaborð og hljómborð og suð í ísskápnum. Stöku bíll keyrir framhjá, nokkrir fuglar tísta úti í rifsberjarunna (og kisa þýtur út, auðvitað – nær samt engum fugli).

Lífið er gott. Og ég byrja ekki að kenna fyrr en eftir viku (LHÍ), tvær vikur (Hafnarfjörður) og þrjár (Suzuki).

rugl

hlakka mikið til að fara til Berlínar með hljómsveitinni í september, en eitt af verkunum, þýskt nútímastykki hljómar eins og þvílík steypa. Búin að þræla mér í gegn um megnið af því í dag, en nenni ómögulega að æfa síðasta partinn, fjórðiparturinn = 190 slög á mínútu og allt í sextándapörtum og liggur EKKI vel. Sé til hvað skiptir miklu máli hvað þetta á að vera nákvæmt, stundum er frekar verið að leita eftir effekt en nákvæmni (plííís!)

Benjamin Zander á TedTalks

Magnað hvernig hann nær fólki.

Vodpod videos no longer available.

more about "Benjamin Zander á TedTalks", posted with vodpod


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

ágúst 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa